Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 25-23 Sigmar Sigfússon í Austurbergi skrifar 25. febrúar 2013 19:00 ÍR-ingar unnu virkilega sætan sigur, 25-23 á móti Val í N1-deild karla í Austurberginu í kvöld. Valsmenn voru með undirtökin nánast allan leikinn þar til á síðustu tíu mínútum leiksins. Fyrri hálfleikur var góð skemmtun og liðin voru nokkuð jöfn til að byrja með. Um miðjan hálfleikinn náðu Valsmenn undirtökunum og spiluðu virkilega öfluga vörn sem skilaði sér í góðri markvörslu hjá Hlyni Morthens, markmanni Vals. Mest náðu Valsmenn fjögurra marka forystu í stöðunni 9 – 13 þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá skelltu ÍR-ingar í lás og söxuðu forskot Vals jafnt og þétt og jöfnuðu leikinn 13 -13 þegar lítið var eftir, hálfleikurinn endaði 13-14 fyrir Valsmenn. Björgvin Hólmgeirsson var öflugur fyrir ÍR og skoraði sex mörk í hálfleiknum. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og leikurinn var í járnum til að byrja með. Valur hélt forystunni og voru virkilega grimmir í vörninni. Greinilegt að allt er undir hjá piltunum frá Hlíðarenda. Heimamennirnir í ÍR gáfust ekki svo auðveldlega upp og síðastu fimmtán mínútur leiksins voru æsispennandi. Davíð Georgsson, leikmaður ÍR, átti sannkallaðan stórleik fyrir ÍR í þessum kafla og skoraði fjögur mörk í röð fyrir ÍR. Björgvin Hólmgeirsson bætti þá við einu og staðan 23 – 22, ÍR-ingum í vil. Loka mínúturnar voru geysilega spennandi og Valur fékk tækifæri á að jafna leikinn en Kristófer Fannar, markmaður ÍR varði frá þeim og Sigurjón Friðbjörn Björnsson, leikmaður ÍR skoraði loka mark leiksins og tryggði heimamönnum sigurinn 25 – 23. Valsmenn þurfa nauðsynlega á öllum stigum að halda og því afar slæmt fyrir þá að tapa þessu niður hérna í kvöld. ÍR-ingar eru komnir aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir FH í umferðinni á undan. Sigurjón: Reykjavíkurslagur af bestu gerð„Þetta er virkilega gómsætt, leikurinn er í 60 mínutur og þó svo að við höfum átt slæma kafla að þá komum við upp í restina og náðum að stilla strengina og vinna leikinn. Vorum ekki alveg samstilltir í upphafi leiksins og svo aftur í upphafi seinni hálfleiksins, en síðan fundum við taktinn" Sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson eftir leikinn. „Þetta er alvöru Reykjavíkurslagur af bestu gerð. Þetta er leikirnir fyrir fólkið og eru oftar en ekki mjög spennandi og skemmtilegir leikir. Valsmenn eru samt óheppnir hérna í kvöld sem og þegar þeir voru hérna síðast. Þessi leikur er samt ekki eins slæmur fyrir þá og sá síðasti þar sem við skoruðum ógeðslegt mark þarna í lokinn". „Markmiðið hefur verið skýrt í allan vetur, það er bara topp fjórir. Til þess að vinna að því þarftu að vinnast nánast alla leiki og líka að treysta á önnur úrslit. Það er það sem menn eru að hugsa um hérna í Austurberginu" Sagði Sigurjón að lokum. Orri Freyr: Eigum skilið að fá betri dómara„Mér finnst ósanngjarnt að við séum í neðsta sæti. Við virðumst tapa öllum leikjum niður á síðustu tíu mínútum leiksins og hin liðin eru farin að vita af því. Við spilum vel í fimmtíu mínútur en illa í tíu og það er bara ekki nógu gott, því miður“. Sagði Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals eftir leikinn. „Náðum mest fjórum mörkum í forskot og þá áttum við bara að keyra á þá og reyna halda þessu forskoti. En það er erfitt að halda forskoti, eins leiðinleg klisja og það er. Sérstaklega þegar við erum svona brothættir að þá verðum við bara að keyra, keyra og keyra á þá“. „Þetta er ekki búið til þess að halda sér í deildinni og fyrsta markmiðið er að komast upp í 7. sæti og svo næsta markmið er 6. sæti, við ráðum því miður ekki við meira úr því sem komið er“ „ Dómsgæslan var alveg miðlungs, þeir dæmdu illa á báða bóga í leiknum. Mér finnst við eiga það skilið að fá betri dómara á þessa leiki hjá okkur. Það er svo mikið undir að dómsgæslan verður að vera góð“. Sagði Orri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
ÍR-ingar unnu virkilega sætan sigur, 25-23 á móti Val í N1-deild karla í Austurberginu í kvöld. Valsmenn voru með undirtökin nánast allan leikinn þar til á síðustu tíu mínútum leiksins. Fyrri hálfleikur var góð skemmtun og liðin voru nokkuð jöfn til að byrja með. Um miðjan hálfleikinn náðu Valsmenn undirtökunum og spiluðu virkilega öfluga vörn sem skilaði sér í góðri markvörslu hjá Hlyni Morthens, markmanni Vals. Mest náðu Valsmenn fjögurra marka forystu í stöðunni 9 – 13 þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá skelltu ÍR-ingar í lás og söxuðu forskot Vals jafnt og þétt og jöfnuðu leikinn 13 -13 þegar lítið var eftir, hálfleikurinn endaði 13-14 fyrir Valsmenn. Björgvin Hólmgeirsson var öflugur fyrir ÍR og skoraði sex mörk í hálfleiknum. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og leikurinn var í járnum til að byrja með. Valur hélt forystunni og voru virkilega grimmir í vörninni. Greinilegt að allt er undir hjá piltunum frá Hlíðarenda. Heimamennirnir í ÍR gáfust ekki svo auðveldlega upp og síðastu fimmtán mínútur leiksins voru æsispennandi. Davíð Georgsson, leikmaður ÍR, átti sannkallaðan stórleik fyrir ÍR í þessum kafla og skoraði fjögur mörk í röð fyrir ÍR. Björgvin Hólmgeirsson bætti þá við einu og staðan 23 – 22, ÍR-ingum í vil. Loka mínúturnar voru geysilega spennandi og Valur fékk tækifæri á að jafna leikinn en Kristófer Fannar, markmaður ÍR varði frá þeim og Sigurjón Friðbjörn Björnsson, leikmaður ÍR skoraði loka mark leiksins og tryggði heimamönnum sigurinn 25 – 23. Valsmenn þurfa nauðsynlega á öllum stigum að halda og því afar slæmt fyrir þá að tapa þessu niður hérna í kvöld. ÍR-ingar eru komnir aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir FH í umferðinni á undan. Sigurjón: Reykjavíkurslagur af bestu gerð„Þetta er virkilega gómsætt, leikurinn er í 60 mínutur og þó svo að við höfum átt slæma kafla að þá komum við upp í restina og náðum að stilla strengina og vinna leikinn. Vorum ekki alveg samstilltir í upphafi leiksins og svo aftur í upphafi seinni hálfleiksins, en síðan fundum við taktinn" Sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson eftir leikinn. „Þetta er alvöru Reykjavíkurslagur af bestu gerð. Þetta er leikirnir fyrir fólkið og eru oftar en ekki mjög spennandi og skemmtilegir leikir. Valsmenn eru samt óheppnir hérna í kvöld sem og þegar þeir voru hérna síðast. Þessi leikur er samt ekki eins slæmur fyrir þá og sá síðasti þar sem við skoruðum ógeðslegt mark þarna í lokinn". „Markmiðið hefur verið skýrt í allan vetur, það er bara topp fjórir. Til þess að vinna að því þarftu að vinnast nánast alla leiki og líka að treysta á önnur úrslit. Það er það sem menn eru að hugsa um hérna í Austurberginu" Sagði Sigurjón að lokum. Orri Freyr: Eigum skilið að fá betri dómara„Mér finnst ósanngjarnt að við séum í neðsta sæti. Við virðumst tapa öllum leikjum niður á síðustu tíu mínútum leiksins og hin liðin eru farin að vita af því. Við spilum vel í fimmtíu mínútur en illa í tíu og það er bara ekki nógu gott, því miður“. Sagði Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals eftir leikinn. „Náðum mest fjórum mörkum í forskot og þá áttum við bara að keyra á þá og reyna halda þessu forskoti. En það er erfitt að halda forskoti, eins leiðinleg klisja og það er. Sérstaklega þegar við erum svona brothættir að þá verðum við bara að keyra, keyra og keyra á þá“. „Þetta er ekki búið til þess að halda sér í deildinni og fyrsta markmiðið er að komast upp í 7. sæti og svo næsta markmið er 6. sæti, við ráðum því miður ekki við meira úr því sem komið er“ „ Dómsgæslan var alveg miðlungs, þeir dæmdu illa á báða bóga í leiknum. Mér finnst við eiga það skilið að fá betri dómara á þessa leiki hjá okkur. Það er svo mikið undir að dómsgæslan verður að vera góð“. Sagði Orri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira