Umfjöllun og viðtöl: Akureyri – FH 29-24 | Sigurganga FH á enda Birgir H. Stefánsson í Höllinni skrifar 25. febrúar 2013 18:15 Akureyringar enduðu átta leikja sigurgöngu FH-inga í deildinni með því að vinna fimm marka sigur á FH, 29-24, í 17. umferð N1 deildar karla í handbolta í Höllinni á Akureyri í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur Norðanmanna síðan í nóvember. Akureyrarliðið var búið að missa frá sér forystuna í seinni hálfleik en átti frábæran endasprett sem skilaði langþráðum sigri. Akureyri vann FH í bikarnum fyrir tólf dögum og það var eini sigur liðsins frá því fyrir jól. Akureyrarliðið var búið að leika sjö deildarleiki í röð án þess að sigurs og þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni síðan 22. nóvember. Norðanmenn tóku frumkvæðið strax í byrjun og komust í 3-1, 6-3 og 9-5. FH-ingar náðu að minnka muninn í tvö mörk, 9-7 og 10-8 en Valþór Guðrúnarsson skoraði lokamark hálfleiksins og kom Akureyri í 13-9 fyrir hlé. Jovan Kukobat varði 57 prósent skota FH-inga í fyrri hálfleik (12 af 21). FH-ingar byrjuðu vel í seinni hálfleik, náðu fljótlega að vinna upp muninn og loks að jafna í 15-15. FH-ingar komust síðan yfir í leiknum en Akureyringar lögðu grunninn að sigrinum með því að skora fjögur mörk í röð og komast í 26-23. Aðeins tólf dögum eftir að hafa mæst í Eimskipsbikarnum var aftur komið að því að leikmenn FH gerðu sér ferð norður til að mæta þar heimamönnum í Akureyri. Fyrir leik var það alveg ljóst að hvorugt lið var tilbúið að sætta sig við annað en sigur í leik kvöldsins. Heimamenn í sinni baráttu um að komast inn í úrslitakeppni og gestirnir í FH að halda lífi í draumi sínum að stela efsta sætinu af nágrönnum sínum í Haukum. FH hafði verið á fínni siglingu í N1 Deild karla en síðast tapleikur þeirra var einmitt gegn Akureyri þann 15. nóvember í Kaplakrika, síðan þá hafði liðið sigrað alla sína átta leiki. Leikmenn FH áttu þó nokkuð erfitt með að finna taktinn í sóknarleik sínum en vörn Akureyrar var eins og klettur og átti svör við flest öllum spurningum FH en Jovan Kukobat var einnig frábær í marki heimamanna en hann varði 12 skot í fyrri hálfleiknum. Heimamenn voru alltaf skrefi á undan út fyrri hálfleikinn og undir lok hans var töluverður pirringur farinn að gera vart við sig hjá FH sem fóru inn í klefa fjórum mörkum undir, 13-9. Í upphafi síðari hálfleiks virtist svipað vera í boði en svo small eitthvað í leik FH og liðið fór að spila þann bolta sem hefur skilað liðinu sigri í síðustu átta deildarleikjum í röð. Smá saman unnu þeir sig aftur inn í leikinn og á 40. mínútu leiksins náðu þeir að jafna í fyrsta sinn síðan staðan var 1-1. Það var svo á 47. Mínútu leiksins að gestirnir í FH náðu að komast yfir í fyrsta sinn en þar var á ferð Ragnar Jóhannsson með sitt þriðja mark í röð og staðan orðin 19-20. Liðin skiptust á að skora og allt var í járnum þangað til að um fimm mínútur voru eftir af leiknum en þá setti Jovan Kukobat í lás og kláraði leikinn fyrir heimamenn sem gengu á lagið og unnu að lokum nokkuð sannfærandi fimm marka sigur, 29-24. Bergvin Þór Gíslason: Okkur hefur gengið nokkuð vel með FH„Ég er bara mjög ánægður," sagði Bergvin Þór Gíslason brosmildur eftir leikinn. „Okkur hefur gengið nokkuð vel með FH á tímabilinu nema þá í deildarbikarnum." Hvað var það sem skildi liðin að hér í kvöld? „Ég held að það hafi verið markvarslan að mestu. Við vorum að spila góða vörn í fyrri hálfleik en Jovan var að taka mjög góða bolta sem skilaði sigrinum í dag. Við verðum að taka núna öll stigin sem eftir eru ef við ætlum í þessa úrslitakeppni, það er nokkuð ljóst. Við eigum líka Bjarna inni sem fer að koma og það styrkir hópinn. Fáum smá breidd hægra megin og hvílum Hreinsa aðeins." Ragnar Jóhannsson: Hrikalega svekkjandi„Þetta er bara hrikalega svekkjandi," sagði Ragnar Jóhannsson eftir tapleik kvöldsins. „Það fór bara of mikil orka í það að elta. Við erum með sterkt lið en það þýðir ekki að allir geti átt slæman dag, sóknarlega var það raunin í dag." Er öll von úti núna að ná efsta sætinu af Haukum? „Það er ekkert það sem við höfum verið að stefna að en ég held að það sé nú runnið okkur úr greipum núna. Við viljum fara í alla leiki til þess að vinna samt, það var hrikalega svekkjandi að tapa hér í bikarnum og þetta var held ég bara jafn svekkjandi hér í dag." Bjarni Fritzson: Við vitum að við getum þetta„Bara ánægður með strákana," sagði Bjarni Fritzson eftir sigurleik gegn FH. „Fyrst og fremst var þetta liðsheildin. Sóknarlega erum við að spila vel, erum að fá lítið af hraðaupphlaupum þannig að við erum að gera vel úr uppstilltum sóknum. Við erum bara að spila mjög vel heilt yfir, auðvitað komu þessi klassísku nokkur ótímabæru skot sem maður er alltaf að biðja strákana um að hætta að framkvæma en það er bara eins og það er." Einhverjir voru að efast um gæði Jovan Kukobat fyrir áramót en hann hefur heldur betur bætt sinn leik núna eftir pásu. „Já, hann er búinn að vera alveg frábær í öllum leikjum nema leiknum gegn Haukum enda er það ekkert eðlilegt að leikmaður sé alltaf góður. Hann er búinn að vera stöðugur, er kominn með stöðugleika og skilar góðum leikjum. Við vissum að hann gæti þetta og við vissum að það tæki hann tíma að aðlagast. Hann átti nokkra góða leiki fyrir áramót en hann er líka að kynnast leikmönnum og læra hvar þeir eru a skjóta. Þetta er samspil margra þátta en hann er bara flottur og við erum gríðarlega ánægðir með hann. Vonandi heldur hann bara áfram." Þessi sigur í kvöld heldur lífi í þeim vonum að ná að komast í úrslitakeppnina, það er væntanlega stefna liðsins? „Já, það er alveg 100%. Við munum berjast fram á seinasta dag til þess og það verður mjög erfitt. Þó svo að við séum ekki búnir að vera að vinna of mikið upp á síðkastið þá hefur frammistaðan verið nokkuð góð. Höfum verið að lenda meira í slæmum köflum eins og á móti Fram og Haukum en við vitum að við getum þetta og við ætlum bara að halda áfram að sýna það eins og í kvöld." Hvað með ástandið á þér, þorir þú að gefa einhverja dagsetningu á endurkomu? „Ég bara vinn þetta mjög markvist með sjúkraþjálfaranum. Þetta eru skrítnustu meiðsli sem ég hef lent í, rosalega þrautseig og leiðinleg meiðsli. Ég bara veit ekki meira en að ég tek bara eitt skref í einu og ég tók eitt slíkt hér í kvöld með að taka þátt í upphitun en við verðum bara að sjá til." Einar Andri: Fyrri hálfleikurinn nánast afleitur„Ég er bara svekktur með spilamennskuna hér í dag,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH strax eftir leik. „Fyrri hálfleikurinn var bara nánast afleitur af okkar hálfu. Svo snérum við dæminu við í seinni hálfleik og mér þótti við yfirspila þá fyrstu 22 mínúturnar en svo gerum við bara einstaklingsmistök í sókn og vörn og því fór sem fór.“ Voruð þið heppnir að vera ekki nema fjórum mörkum undir í hálfleik? „Jújú, kannski en ég veit það þó ekki. Við fórum illa með nokkur færi í stöðu þar sem við áttum að gera betur. Það er stutt á milli í svona leikjum en spilamennskan í fyrri hálfleik var bara of slök. Hlutirnir sem við vorum búnir að gera fyrstu 22 mínúturnar í seinni hálfleik, við bara hættum að gera þá og eftirleikurinn var bara auðveldur fyrir Akureyringana.“ Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Akureyringar enduðu átta leikja sigurgöngu FH-inga í deildinni með því að vinna fimm marka sigur á FH, 29-24, í 17. umferð N1 deildar karla í handbolta í Höllinni á Akureyri í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur Norðanmanna síðan í nóvember. Akureyrarliðið var búið að missa frá sér forystuna í seinni hálfleik en átti frábæran endasprett sem skilaði langþráðum sigri. Akureyri vann FH í bikarnum fyrir tólf dögum og það var eini sigur liðsins frá því fyrir jól. Akureyrarliðið var búið að leika sjö deildarleiki í röð án þess að sigurs og þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni síðan 22. nóvember. Norðanmenn tóku frumkvæðið strax í byrjun og komust í 3-1, 6-3 og 9-5. FH-ingar náðu að minnka muninn í tvö mörk, 9-7 og 10-8 en Valþór Guðrúnarsson skoraði lokamark hálfleiksins og kom Akureyri í 13-9 fyrir hlé. Jovan Kukobat varði 57 prósent skota FH-inga í fyrri hálfleik (12 af 21). FH-ingar byrjuðu vel í seinni hálfleik, náðu fljótlega að vinna upp muninn og loks að jafna í 15-15. FH-ingar komust síðan yfir í leiknum en Akureyringar lögðu grunninn að sigrinum með því að skora fjögur mörk í röð og komast í 26-23. Aðeins tólf dögum eftir að hafa mæst í Eimskipsbikarnum var aftur komið að því að leikmenn FH gerðu sér ferð norður til að mæta þar heimamönnum í Akureyri. Fyrir leik var það alveg ljóst að hvorugt lið var tilbúið að sætta sig við annað en sigur í leik kvöldsins. Heimamenn í sinni baráttu um að komast inn í úrslitakeppni og gestirnir í FH að halda lífi í draumi sínum að stela efsta sætinu af nágrönnum sínum í Haukum. FH hafði verið á fínni siglingu í N1 Deild karla en síðast tapleikur þeirra var einmitt gegn Akureyri þann 15. nóvember í Kaplakrika, síðan þá hafði liðið sigrað alla sína átta leiki. Leikmenn FH áttu þó nokkuð erfitt með að finna taktinn í sóknarleik sínum en vörn Akureyrar var eins og klettur og átti svör við flest öllum spurningum FH en Jovan Kukobat var einnig frábær í marki heimamanna en hann varði 12 skot í fyrri hálfleiknum. Heimamenn voru alltaf skrefi á undan út fyrri hálfleikinn og undir lok hans var töluverður pirringur farinn að gera vart við sig hjá FH sem fóru inn í klefa fjórum mörkum undir, 13-9. Í upphafi síðari hálfleiks virtist svipað vera í boði en svo small eitthvað í leik FH og liðið fór að spila þann bolta sem hefur skilað liðinu sigri í síðustu átta deildarleikjum í röð. Smá saman unnu þeir sig aftur inn í leikinn og á 40. mínútu leiksins náðu þeir að jafna í fyrsta sinn síðan staðan var 1-1. Það var svo á 47. Mínútu leiksins að gestirnir í FH náðu að komast yfir í fyrsta sinn en þar var á ferð Ragnar Jóhannsson með sitt þriðja mark í röð og staðan orðin 19-20. Liðin skiptust á að skora og allt var í járnum þangað til að um fimm mínútur voru eftir af leiknum en þá setti Jovan Kukobat í lás og kláraði leikinn fyrir heimamenn sem gengu á lagið og unnu að lokum nokkuð sannfærandi fimm marka sigur, 29-24. Bergvin Þór Gíslason: Okkur hefur gengið nokkuð vel með FH„Ég er bara mjög ánægður," sagði Bergvin Þór Gíslason brosmildur eftir leikinn. „Okkur hefur gengið nokkuð vel með FH á tímabilinu nema þá í deildarbikarnum." Hvað var það sem skildi liðin að hér í kvöld? „Ég held að það hafi verið markvarslan að mestu. Við vorum að spila góða vörn í fyrri hálfleik en Jovan var að taka mjög góða bolta sem skilaði sigrinum í dag. Við verðum að taka núna öll stigin sem eftir eru ef við ætlum í þessa úrslitakeppni, það er nokkuð ljóst. Við eigum líka Bjarna inni sem fer að koma og það styrkir hópinn. Fáum smá breidd hægra megin og hvílum Hreinsa aðeins." Ragnar Jóhannsson: Hrikalega svekkjandi„Þetta er bara hrikalega svekkjandi," sagði Ragnar Jóhannsson eftir tapleik kvöldsins. „Það fór bara of mikil orka í það að elta. Við erum með sterkt lið en það þýðir ekki að allir geti átt slæman dag, sóknarlega var það raunin í dag." Er öll von úti núna að ná efsta sætinu af Haukum? „Það er ekkert það sem við höfum verið að stefna að en ég held að það sé nú runnið okkur úr greipum núna. Við viljum fara í alla leiki til þess að vinna samt, það var hrikalega svekkjandi að tapa hér í bikarnum og þetta var held ég bara jafn svekkjandi hér í dag." Bjarni Fritzson: Við vitum að við getum þetta„Bara ánægður með strákana," sagði Bjarni Fritzson eftir sigurleik gegn FH. „Fyrst og fremst var þetta liðsheildin. Sóknarlega erum við að spila vel, erum að fá lítið af hraðaupphlaupum þannig að við erum að gera vel úr uppstilltum sóknum. Við erum bara að spila mjög vel heilt yfir, auðvitað komu þessi klassísku nokkur ótímabæru skot sem maður er alltaf að biðja strákana um að hætta að framkvæma en það er bara eins og það er." Einhverjir voru að efast um gæði Jovan Kukobat fyrir áramót en hann hefur heldur betur bætt sinn leik núna eftir pásu. „Já, hann er búinn að vera alveg frábær í öllum leikjum nema leiknum gegn Haukum enda er það ekkert eðlilegt að leikmaður sé alltaf góður. Hann er búinn að vera stöðugur, er kominn með stöðugleika og skilar góðum leikjum. Við vissum að hann gæti þetta og við vissum að það tæki hann tíma að aðlagast. Hann átti nokkra góða leiki fyrir áramót en hann er líka að kynnast leikmönnum og læra hvar þeir eru a skjóta. Þetta er samspil margra þátta en hann er bara flottur og við erum gríðarlega ánægðir með hann. Vonandi heldur hann bara áfram." Þessi sigur í kvöld heldur lífi í þeim vonum að ná að komast í úrslitakeppnina, það er væntanlega stefna liðsins? „Já, það er alveg 100%. Við munum berjast fram á seinasta dag til þess og það verður mjög erfitt. Þó svo að við séum ekki búnir að vera að vinna of mikið upp á síðkastið þá hefur frammistaðan verið nokkuð góð. Höfum verið að lenda meira í slæmum köflum eins og á móti Fram og Haukum en við vitum að við getum þetta og við ætlum bara að halda áfram að sýna það eins og í kvöld." Hvað með ástandið á þér, þorir þú að gefa einhverja dagsetningu á endurkomu? „Ég bara vinn þetta mjög markvist með sjúkraþjálfaranum. Þetta eru skrítnustu meiðsli sem ég hef lent í, rosalega þrautseig og leiðinleg meiðsli. Ég bara veit ekki meira en að ég tek bara eitt skref í einu og ég tók eitt slíkt hér í kvöld með að taka þátt í upphitun en við verðum bara að sjá til." Einar Andri: Fyrri hálfleikurinn nánast afleitur„Ég er bara svekktur með spilamennskuna hér í dag,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH strax eftir leik. „Fyrri hálfleikurinn var bara nánast afleitur af okkar hálfu. Svo snérum við dæminu við í seinni hálfleik og mér þótti við yfirspila þá fyrstu 22 mínúturnar en svo gerum við bara einstaklingsmistök í sókn og vörn og því fór sem fór.“ Voruð þið heppnir að vera ekki nema fjórum mörkum undir í hálfleik? „Jújú, kannski en ég veit það þó ekki. Við fórum illa með nokkur færi í stöðu þar sem við áttum að gera betur. Það er stutt á milli í svona leikjum en spilamennskan í fyrri hálfleik var bara of slök. Hlutirnir sem við vorum búnir að gera fyrstu 22 mínúturnar í seinni hálfleik, við bara hættum að gera þá og eftirleikurinn var bara auðveldur fyrir Akureyringana.“
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira