Forréttindi að ala börnin upp í sveit Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2013 21:25 Sveitabæir í Hnappadal og skóli sveitarinnar, Laugagerðisskóli, voru heimsóttir í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Hundatamning á bænum Dalsmynni og sónarskoðun sauðfjár á bænum Ystu-Görðum var meðal þess sem áhorfendur fengu að kynnast. Einnig var fjallað um kynslóðaskipti í sveitum og rætt við ungt fólk sem tekið hefur við búskap og unga heimasætu sem dreymir um að verða sauðfjárbóndi. „Þetta er það sem maður óskar sér, að geta alið börnin sín upp í sveit. Bara gríðarleg forréttindi," sagði Guðný Linda Gísladóttir úr Grundarfirði, sem nú er orðin bóndi í Dalsmynni ásamt manni sínum, Atla Sveini Svanssyni. Þau eiga tvö ung börn og reka búið með foreldrum Atla Sveins, þeim Svani Guðmundssyni og Höllu Guðmundsdóttur, en Halla er jafnframt kennari í Laugagerðisskóla. Kýrnar eru aðalbústofnininn en í Dalsmynni eru einnig kindur, hestar og hænsn og ræktun og tamning smalahunda er aukabúgrein sem Svanur hefur komið sér upp. Hann hefur í fimmtán ár tamið smalahunda, og rakað inn verðlaunum, og í þættinum sýndi hann hvernig góðir hundar gagnast bændum við smölun. Á Ystu-Görðum búa þau Andrés Ölversson og Þóra Sif Kópsdóttir ásamt þremur börnum og yfir þúsund fjár, - og til þeirra var mættur bóndi úr Dölum, með sónartæki, Guðbrandur Þorkelsson, til að telja fóstrin í ánum. Þar á bæ vakti einnig athygli að kindurnar fá kavíar og síld að éta og 18 ára dóttir, Ragnhildur Andrésdóttir, lýsti framtíðardraumum sínum um að vera með kindur í þessari fögru sveit. Skóli sveitarinnar í Laugagerði er með þeim fámennustu á landinu. Rekstur skólans er dýr fyrir sveitarfélagið og uggur meðal íbúanna um framtíð hans, sem virðast þó staðráðnir í að verja skólann. Í veglegum byggingum með heimavist voru 120 nemendur á blómaskeiði skólans en nú eru 23 börn í grunnskólanum og 8 börn í leikskóla. Þar finnst heitt vatn í jörðu sem nýtist sundlaug og til húsahitunar og þaðan liggur hitaveita til nærliggjandi sveitabæja. Hreppsbúar leggja metnað sinn í að hlúa að skólastarfinu og Kristín Björk Guðmundsdóttir skólastjóri lýsir bjartsýni um framtíðina í Hnappadal. Hún segist hafa fulla trú á því að unga fólkið snúi aftur í sveitina og samfélagið eigi eftir að blómstra. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan. Eyja- og Miklaholtshreppur Um land allt Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
Sveitabæir í Hnappadal og skóli sveitarinnar, Laugagerðisskóli, voru heimsóttir í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Hundatamning á bænum Dalsmynni og sónarskoðun sauðfjár á bænum Ystu-Görðum var meðal þess sem áhorfendur fengu að kynnast. Einnig var fjallað um kynslóðaskipti í sveitum og rætt við ungt fólk sem tekið hefur við búskap og unga heimasætu sem dreymir um að verða sauðfjárbóndi. „Þetta er það sem maður óskar sér, að geta alið börnin sín upp í sveit. Bara gríðarleg forréttindi," sagði Guðný Linda Gísladóttir úr Grundarfirði, sem nú er orðin bóndi í Dalsmynni ásamt manni sínum, Atla Sveini Svanssyni. Þau eiga tvö ung börn og reka búið með foreldrum Atla Sveins, þeim Svani Guðmundssyni og Höllu Guðmundsdóttur, en Halla er jafnframt kennari í Laugagerðisskóla. Kýrnar eru aðalbústofnininn en í Dalsmynni eru einnig kindur, hestar og hænsn og ræktun og tamning smalahunda er aukabúgrein sem Svanur hefur komið sér upp. Hann hefur í fimmtán ár tamið smalahunda, og rakað inn verðlaunum, og í þættinum sýndi hann hvernig góðir hundar gagnast bændum við smölun. Á Ystu-Görðum búa þau Andrés Ölversson og Þóra Sif Kópsdóttir ásamt þremur börnum og yfir þúsund fjár, - og til þeirra var mættur bóndi úr Dölum, með sónartæki, Guðbrandur Þorkelsson, til að telja fóstrin í ánum. Þar á bæ vakti einnig athygli að kindurnar fá kavíar og síld að éta og 18 ára dóttir, Ragnhildur Andrésdóttir, lýsti framtíðardraumum sínum um að vera með kindur í þessari fögru sveit. Skóli sveitarinnar í Laugagerði er með þeim fámennustu á landinu. Rekstur skólans er dýr fyrir sveitarfélagið og uggur meðal íbúanna um framtíð hans, sem virðast þó staðráðnir í að verja skólann. Í veglegum byggingum með heimavist voru 120 nemendur á blómaskeiði skólans en nú eru 23 börn í grunnskólanum og 8 börn í leikskóla. Þar finnst heitt vatn í jörðu sem nýtist sundlaug og til húsahitunar og þaðan liggur hitaveita til nærliggjandi sveitabæja. Hreppsbúar leggja metnað sinn í að hlúa að skólastarfinu og Kristín Björk Guðmundsdóttir skólastjóri lýsir bjartsýni um framtíðina í Hnappadal. Hún segist hafa fulla trú á því að unga fólkið snúi aftur í sveitina og samfélagið eigi eftir að blómstra. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.
Eyja- og Miklaholtshreppur Um land allt Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira