Handbolti

Tíu íslensk mörk í sigri toppliðsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán
Emsdetten er með sex stiga forystu á toppi þýsku B-deildarinnar í handbolta eftir sigur á Henstedt-Ulzburg í kvöld, 27-24.

Ernir Hrafn Arnarson skoraði sex mörk fyrir Emsdetten og Ólafur Bjarki Ragnarsson fjögur.

Bergischer er í öðru sæti með 30 stig en liðið vann Leutershausen í kvöld, 30-23. Arnór Gunnarsson leikur með Bergischer en skoraði ekki í kvöld.

Eisenach kemur næst með 26 stig og er einnig Íslendingalið. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari liðsins sem tapaði að vísu fyrir Rostock á heimavelli, 29-28. Hannes Jón Jónsson skoraði tvö fyrir Eisenach.

Þá tapaði Aue fyrir Leipzig á heimavelli, 28-23. Aue er þjálfað af Rúnari Sigtryggsyni og Sveinbjörn Pétursson markvörður leikur með liðinu.

Aue er í þrettánda sæti deildarinnar með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×