Alonso fljótastur á þriðja degi æfinganna Birgir Þór Harðarson skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Alonso var fljótur um Barcelona-brautina. nordicphotos/afp Fernando Alonso á Ferrari varð fljótastur um Barcelona-brautina á þriðja degi æfinganna þar í gær. Öll liðin óku marga hringi og einbeittu sér síðdegis að keppnisaðstæðum. Nico Hulkenberg á Sauber varð annar og Romain Grosjean þriðji. Nico Rosberg tók við af Lewis Hamilton hjá McLaren og setti fjórða besta tímann umhverfis brautina. Báðir Williams-ökuþórarnir óku í gær, skiptu á milli sín deginum og voru nokkuð jafnir; aðeins skildi 0,151 sekúnda á milli þeirra Pastor Maldonado og Valtteri Bottas. Sá síðarnefndi ók reyndar hringinn á hörðu dekkjagerðinni en Maldonado á þeirri mjúku. Tími Alonso er sá besti sem settur hefur verið á þessum þremur dögum æfingalotu tvö í Barcelona fyrir tímabilið sem hefst í mars. Tíminn er jafnframt hálfri sekúndu fljótari en besti tíminn sem settur var á mjúku dekkjagerðinni á undirbúningstímabilinu í fyrra. Af botnbaráttunni er það að frétta að Marussia virðist vera í betri málum en Caterham, eitthvað sem var ekki tilfellið á keppnisvertíðinni í fyrra. Giedo van der Garde á Caterham ók nánast hálfri sekúndu hægar en Max Chilton á Marussia í gær. Búast má við fleiri þjónustu hléum á vertíðinni sem fer í hönd heldur en í fyrra. Sem dæmi má taka að í keppnisprófunum Romain Grosjean og Lotus í dag stoppaði ökuþórinn fjórum sinnum til að skipta um dekk. Síðasti æfingadagurinn í Barcelona er í dag. Formúla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari varð fljótastur um Barcelona-brautina á þriðja degi æfinganna þar í gær. Öll liðin óku marga hringi og einbeittu sér síðdegis að keppnisaðstæðum. Nico Hulkenberg á Sauber varð annar og Romain Grosjean þriðji. Nico Rosberg tók við af Lewis Hamilton hjá McLaren og setti fjórða besta tímann umhverfis brautina. Báðir Williams-ökuþórarnir óku í gær, skiptu á milli sín deginum og voru nokkuð jafnir; aðeins skildi 0,151 sekúnda á milli þeirra Pastor Maldonado og Valtteri Bottas. Sá síðarnefndi ók reyndar hringinn á hörðu dekkjagerðinni en Maldonado á þeirri mjúku. Tími Alonso er sá besti sem settur hefur verið á þessum þremur dögum æfingalotu tvö í Barcelona fyrir tímabilið sem hefst í mars. Tíminn er jafnframt hálfri sekúndu fljótari en besti tíminn sem settur var á mjúku dekkjagerðinni á undirbúningstímabilinu í fyrra. Af botnbaráttunni er það að frétta að Marussia virðist vera í betri málum en Caterham, eitthvað sem var ekki tilfellið á keppnisvertíðinni í fyrra. Giedo van der Garde á Caterham ók nánast hálfri sekúndu hægar en Max Chilton á Marussia í gær. Búast má við fleiri þjónustu hléum á vertíðinni sem fer í hönd heldur en í fyrra. Sem dæmi má taka að í keppnisprófunum Romain Grosjean og Lotus í dag stoppaði ökuþórinn fjórum sinnum til að skipta um dekk. Síðasti æfingadagurinn í Barcelona er í dag.
Formúla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira