Perez fljótastur á öðrum degi Birgir Þór Harðarson skrifar 20. febrúar 2013 17:46 Perez ók hraðast í Barcelona í dag. nordicphotos/afp McLaren-nýliðinn Sergio Perez ók hraðast um brautina í Barcelona í dag. Hann, heimsmeistarinn Sebastian Vettel, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Fernando Alonso höfðu skipst á að setja besta tíma allan daginn. Það sem af er æfingunum í Barcelona þá lítur allt út fyrir að McLaren, Red Bull, Lotus og Mercedes séu í sérflokki á undan Ferrari, Williams, Force India, Toro Rosso og Sauber. Þó er erfitt að meta það á hringtímunum einum saman hvernig liðin standa fyrir keppnistímabilið. Það er allt eins líklegt að Alonso hafi aðeins verið að kynna sér nýja Ferrari-kostinn enda ók hann ekkert í Jerez fyrir tveimur vikum. En það er nokkurnveginn ljóst að Caterham og Marussia-liðin munu enn á ný há baráttu neðst á listanum eins og þau gerðu í fyrra. Áhugaverðast er að reyna að átta sig hvernig Mercedes-liðið stendur fyrir tímabilið. Hamilton er þó viss um að framför hafi orðið á bílnum síðan í Jerez. „Við erum bara að einbeita okkur að bílnum og að vinna í prógramminu fyrir fyrsta mótið. Það er allt í rétta átt," sagði hann. „Í síðustu prófunum á Jerez virkuðu dekkin ekki alveg nógu vel því bíllinn var ekki alveg rétt stilltur. Hér [í Barcelona] er þetta allt annað."Sebastian Vettel hjálpaði tæknimönnum liðsins við að hylja keppnisbílinn eftir að hann bilaði úti á brautinni í Barcelona í dag.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
McLaren-nýliðinn Sergio Perez ók hraðast um brautina í Barcelona í dag. Hann, heimsmeistarinn Sebastian Vettel, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Fernando Alonso höfðu skipst á að setja besta tíma allan daginn. Það sem af er æfingunum í Barcelona þá lítur allt út fyrir að McLaren, Red Bull, Lotus og Mercedes séu í sérflokki á undan Ferrari, Williams, Force India, Toro Rosso og Sauber. Þó er erfitt að meta það á hringtímunum einum saman hvernig liðin standa fyrir keppnistímabilið. Það er allt eins líklegt að Alonso hafi aðeins verið að kynna sér nýja Ferrari-kostinn enda ók hann ekkert í Jerez fyrir tveimur vikum. En það er nokkurnveginn ljóst að Caterham og Marussia-liðin munu enn á ný há baráttu neðst á listanum eins og þau gerðu í fyrra. Áhugaverðast er að reyna að átta sig hvernig Mercedes-liðið stendur fyrir tímabilið. Hamilton er þó viss um að framför hafi orðið á bílnum síðan í Jerez. „Við erum bara að einbeita okkur að bílnum og að vinna í prógramminu fyrir fyrsta mótið. Það er allt í rétta átt," sagði hann. „Í síðustu prófunum á Jerez virkuðu dekkin ekki alveg nógu vel því bíllinn var ekki alveg rétt stilltur. Hér [í Barcelona] er þetta allt annað."Sebastian Vettel hjálpaði tæknimönnum liðsins við að hylja keppnisbílinn eftir að hann bilaði úti á brautinni í Barcelona í dag.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira