Handbolti

Góður sigur hjá Mors-Thy | Stórt tap hjá SönderjyskE

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Stefán
Einar Ingi Hrafnsson skoraði þrjú mörk fyrir Mors-Thy sem sigraði Álaborg 22-21 í hörku leik í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Ekki gekk eins vel hjá Atla Ævari Ingólfssyni og Antoni Rúnarssyni og félögum í SönderjyskE sem töpuðu fyrir Århus 33-25.

Hvorki Anton né Atli Ævar voru á meðal markaskorara SönderjyskE en liðið er í 7. sæti deildarinnar með 21 stig. Århus er með þremur stigum meira í sætinu fyrir ofan.

Mors-Thy náði í mjög mikilvæg stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en liðið er nú með 20 stig í níunda sæti en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina. Álaborg er í fjórða sæti og því sterkt hjá Einari Inga og félögum að ná í þessi stig en Mors-Thy skoraði tvö síðustu mörk leiksins í dag og tryggði sér þannig nauman sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×