Íslenski boltinn

Valssigur í níu marka leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn Kárason skoraði fyrir Val í kvöld.
Kolbeinn Kárason skoraði fyrir Val í kvöld. Mynd/Vilhelm
Valur vann í kvöld sigur á Víkingi Reykjavík, 5-4, í fjörlegum leik í Lengjubikarnum í Egilshöllinni í kvöld.

Víkingur komst yfir snemma leiks með marki Hjartar Hjartarsonar en Arnar Sveinn Geirsson skoraði tvívegis fyrir Val og kom liðinu yfir. Andri Steinn Birgisson jafnaði hins vegar metin fyrir Víking og var staðan 2-2 í hálfleik.

Kolbeinn Kárason kom Val yfir á 47. mínútu en aftur náðu Víkingar að jafna, nú með marki Dofra Snorrasonar.

Þórir Guðjónsson skoraði hins vegar næstu tvö mörk í leiknum og kom Val yfir, 5-3. Óttar Magnús Karlsson náði að minnka muninn fyrir Víkinga á 87. mínútu en nær komust þeir röndóttu ekki.

Valur er þar með komið með sex stig að loknum þremur leikjum í 2. riðli Lengjubikarsins en Víkingur er með þrjú stig.

Upplýsingar um markaskorara fengnar frá Úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×