Vettel vonsvikinn með síðustu æfingadagana Birgir Þór Harðarson skrifar 4. mars 2013 06:00 Vettel treystir sér ekki til að spá neinu um úrslit fyrsta móts ársins í Ástralíu. vísir/ap Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir liðið sitt ekki hafa náð öllum markmiðum sínum á æfingum vetrarnins sem lauk í gær. Dekkin hafi verið of stór þáttur til þess að geta metið bílinn með einhverri vissu. Dekkin hafa verið öllum liðunum til vandræða undirbúningstímabilinu því þau eyðast hratt og eru orðin léleg eftir fáeina hringi. Vettel bendir á að þetta setji alla í þá stöðu að vita ekki upp á hár hvers konar tól liðin hafa til umráða fyrir keppnistímabilið. "Við verðum bara að passa okkur sjálfa," sagði heimsmeistarinn við Autosport í Barcelona í gær. "Við náðum ekki að haka í öll boxin á listanum okkar og síðustu tveir dagar æfinganna gengu ekki eins og við vonuðumst til." Hann er þó vongóður og segir enn tíma til stefnu áður en keppnisvertíðin hefst í Melbourne í Ástralíu síðar í þessum mánuði. Hann segist þó ekki geta bent á einstaka hluti sem þurfi að lagfæra. "Það er ofboðslega erfitt að vita hvar við eigum að bæta bílinn því dekkin hafa ekki verið nógu áreiðanleg." "Ef við lítum yfir allar þrjár æfingaloturnar þá höfum við í öll skiptin þurft að takmarka okkur við líftíma dekkjanna. Það var því ógeðslega erfitt að stilla bílnum upp og marka stefnu í þeim efnum því dekkin eru ekki nógu góð." Nico Rosberg var fljótastur á síðasta degi æfinganna en liðsfélagi hans var fljótastur á laugardag. Vettel er samt viss um að það verði ekki endilega raunin í keppnum ársins því aðstæðurnar eru of flóknar til að lesa í bestu tíma. "Við fylgdumst með hringtímunum en það er óljóst að svo búnu hvaða dekk það eru sem gefa manni bestu spyrnuna." Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir liðið sitt ekki hafa náð öllum markmiðum sínum á æfingum vetrarnins sem lauk í gær. Dekkin hafi verið of stór þáttur til þess að geta metið bílinn með einhverri vissu. Dekkin hafa verið öllum liðunum til vandræða undirbúningstímabilinu því þau eyðast hratt og eru orðin léleg eftir fáeina hringi. Vettel bendir á að þetta setji alla í þá stöðu að vita ekki upp á hár hvers konar tól liðin hafa til umráða fyrir keppnistímabilið. "Við verðum bara að passa okkur sjálfa," sagði heimsmeistarinn við Autosport í Barcelona í gær. "Við náðum ekki að haka í öll boxin á listanum okkar og síðustu tveir dagar æfinganna gengu ekki eins og við vonuðumst til." Hann er þó vongóður og segir enn tíma til stefnu áður en keppnisvertíðin hefst í Melbourne í Ástralíu síðar í þessum mánuði. Hann segist þó ekki geta bent á einstaka hluti sem þurfi að lagfæra. "Það er ofboðslega erfitt að vita hvar við eigum að bæta bílinn því dekkin hafa ekki verið nógu áreiðanleg." "Ef við lítum yfir allar þrjár æfingaloturnar þá höfum við í öll skiptin þurft að takmarka okkur við líftíma dekkjanna. Það var því ógeðslega erfitt að stilla bílnum upp og marka stefnu í þeim efnum því dekkin eru ekki nógu góð." Nico Rosberg var fljótastur á síðasta degi æfinganna en liðsfélagi hans var fljótastur á laugardag. Vettel er samt viss um að það verði ekki endilega raunin í keppnum ársins því aðstæðurnar eru of flóknar til að lesa í bestu tíma. "Við fylgdumst með hringtímunum en það er óljóst að svo búnu hvaða dekk það eru sem gefa manni bestu spyrnuna."
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira