Spánverjinn Rafael Nadal sigraði Mexican Open mótið um helgina þegar hann vann landa sinn David Ferrer í tveimur settum 6-0 og 6-2 í úrslitum en viðureignin tók aðeins 65 mínútur.
Þetta er í annað skipti sem Nadal vinnur mót síðan hann snéri til baka úr meiðslum fyrir nokkrum vikum.
Þetta er í 38. skipti sem Nadal vinnur mót á leir en hann er jafnan kallaður konungur leirsins.
Nadal sem er í dag númer fimm á heimslistanum var frá keppni í sjö mánuði vegna meiðsla í hné.
„Það er frábært að vera komin aftur á völlinn," sagði Nadal eftir sigurinn.
„Ég verð að þakka fjölskyldu minni fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið og einnig þakka ég öllum þeim sem komu að endurhæfingu minni."
Nadal vann sitt 38. mót á leir
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti

„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn






„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn