Viðskipti erlent

Asía sú heimsálfa þar sem flestir milljarðamæringar búa

Li Ka-shing, búsettur í Hong Kong, er auðugasti Asíubúinn.
Li Ka-shing, búsettur í Hong Kong, er auðugasti Asíubúinn.
Asía er sú heimsálfa í dag þar sem flestir milljarðamæringar búa, mælt í dollurum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt tímaritsins Hurun Report.

Þetta mun í fyrsta sinn í sögunni að flestir milljarðamæringar heimsins búa ekki í Bandaríkjunum. Alls eru 1.453 milljarðamæringar í heiminum. Af þeim búa 608 í Asíu, 440 í Bandaríkjunum og 324 í Evrópu.

Mexíkanski auðmaðurinn Carlos Slim er sem fyrr ríkasti maður heimsins með auð sem metinn er á um 66 milljarða dollara.

Auðugasti Asíubúinn er fjárfestirinn Li Ka-shing, búsettur í Hong Kong, en auður hans er metinn á um 32 milljarða dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×