Íslenskar getraunir standa fyrir málþingi um hagræðingu úrslita í íþróttahreyfingunni í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 20. mars frá 12-14.
Hagræðing úrslita er stigvaxandi vandamál sem ógnar íþróttahreyfingunni í heild sinni að því er segir í tilkynningu vegna fundarins.
Áhugasamir ættu að leggja leið sína í Laugardalinn en boðið verður upp á súpu og brauð frá 11.45. Aðgangur er ókeypis. Skráningu á fundinn líkur í dag á netfangið phs@getspa.is.
Þeir sem ekki eiga þess kost að sitja fundinn geta fylgst með honum á netinu. Nánari upplýsingar má fá hér.
Hagræðing úrslita
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
