Boullier: Räikkönen í sínu besta formi Birgir Þór Harðarson skrifar 18. mars 2013 18:45 Räikkönen í góðum hópi á verðlaunapallinum í Ástralíu um helgina. nordicphotos/afp Finninn fljúgandi Kimi Raikkönen er kominn aftur í sitt besta form segir liðstjóri Lotus-liðsins, Eric Boullier, eftir sigurinn í Ástralíu um helgina. Kimi vann kappaksturinn með snjallri keppnisáætlun og frábærum akstri. Sigur Räikkönen var hans annar í síðustu fjórum mótum en hann vann síðast í Abu Dhabi í fyrra. Það var hans fyrsti sigur síðan hann sneri aftur í Formúlu 1 fyrir réttu ári síðan. Eric Boullier hefur engar áhyggjur af því að heimsmeistari ársins 2007 sé í vígahug. „Kimi byggði á sjálfum sér í fyrra. Við sáum hann eiga öflugan seinni hluta tímabilsins og hann virðist byrja tímabilið á grunninum sem hann byggði í fyrra. Við gerum ráð fyrir að hann verði sterkur í ár," sagði Boullier við fjölmiðla í Ástralíu. „Ég held að það sé enginn á þessu jarðríki sem ætli að segja Kimi hvernig hann eigi að gera hlutina, svo ég ætla ekki að byrja. Við höfum skapað gott umhverfi fyrir hann. Í höfuðstöðvum liðsins reynum við að leyfa fólki að vera frjótt og það sjálft." Boullier segir að þetta umhverfi hafi gert það að verkum að liðið sé á góðum stað. „Þetta er miklu betra svona. Við takmörkum stjórnmálin sem fylgja Formúlu 1 og reynum að takmarka allt sem Kimi hatar."Kimi ekur úr viðgerðahléi í kappakstrinum um helgina. Dekkin spiluðu stóran þátt í keppninni og sú staðreynd að Lotus-bíllinn fór nógu vel með dekkin til þess að geta tekið aðeins tvö viðgerðahlé reyndist mikilvæg fyrir Kimi. Formúla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Finninn fljúgandi Kimi Raikkönen er kominn aftur í sitt besta form segir liðstjóri Lotus-liðsins, Eric Boullier, eftir sigurinn í Ástralíu um helgina. Kimi vann kappaksturinn með snjallri keppnisáætlun og frábærum akstri. Sigur Räikkönen var hans annar í síðustu fjórum mótum en hann vann síðast í Abu Dhabi í fyrra. Það var hans fyrsti sigur síðan hann sneri aftur í Formúlu 1 fyrir réttu ári síðan. Eric Boullier hefur engar áhyggjur af því að heimsmeistari ársins 2007 sé í vígahug. „Kimi byggði á sjálfum sér í fyrra. Við sáum hann eiga öflugan seinni hluta tímabilsins og hann virðist byrja tímabilið á grunninum sem hann byggði í fyrra. Við gerum ráð fyrir að hann verði sterkur í ár," sagði Boullier við fjölmiðla í Ástralíu. „Ég held að það sé enginn á þessu jarðríki sem ætli að segja Kimi hvernig hann eigi að gera hlutina, svo ég ætla ekki að byrja. Við höfum skapað gott umhverfi fyrir hann. Í höfuðstöðvum liðsins reynum við að leyfa fólki að vera frjótt og það sjálft." Boullier segir að þetta umhverfi hafi gert það að verkum að liðið sé á góðum stað. „Þetta er miklu betra svona. Við takmörkum stjórnmálin sem fylgja Formúlu 1 og reynum að takmarka allt sem Kimi hatar."Kimi ekur úr viðgerðahléi í kappakstrinum um helgina. Dekkin spiluðu stóran þátt í keppninni og sú staðreynd að Lotus-bíllinn fór nógu vel með dekkin til þess að geta tekið aðeins tvö viðgerðahlé reyndist mikilvæg fyrir Kimi.
Formúla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira