Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 80-72 Elvar Geir Magnússon skrifar 14. mars 2013 21:30 Mynd/Stefán ÍR vann lífsnauðsynlegan sigur í næst síðustu umferð Dominos-deildarinnar í kvöld. Breiðholtsliðið vann 80-72 sigur á Tindastóli í æsispennandi leik í Hertz-hellinum. ÍR-ingar áttu frábæran endasprett í leiknum og tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur. Þeir unnu síðustu 4:46 mínútur leiksins 14-3 og fögnuðu átta stiga sigri. Tindastóll vann fyrri leikinn með sex stigum og ÍR-ingar eru því með betri stöðu út úr innbyrðisleikjum liðanna. Staða Breiðhyltinga hefur gjörbreyst við þessi úrslit en Fjölnir og KFÍ eru á barmi falls. Tindastóll getur reyndar enn fallið eftir þessi úrslit en nú eru ÍR, Tindastóll og Skallagrímur í baráttu um áttunda sætið í úrslitakeppninni. Eric Palm skoraði 17 stig fyrir ÍR, Sveinbjörn Claessen 15 eins og Hjalti Friðriksson. Í vetur hefur Palm oft á tíðum einn síns liðs borið uppi stigaskor Breiðholtsliðsins en sigurinn í kvöld var sigur liðsheildarinna. Helgi Rafn Viggósson skoraði 15 stig fyrir Tindastól. Leikurinn í kvöld einkenndist af mikilli baráttu og oft á tíðum bar kappið fegurðina ofurliði. Það var kannski vitað fyrir leikinn að svo yrði enda um ótrúlega mikilvægan leik að ræða. Í lokin snérist þetta ekki bara um það hvort ÍR myndi vinna heldur hvort liðið næði að vinna upp sex marka sigur Tindastóls frá leiknum á Sauðárkróki. Það tókst og mikil gleði hjá Breiðhyltingum eftir sigur í þessum mikla baráttuleik.Herbert: Ég veit að þetta er klisja "Réttu skotin féllu fyrir okkur og þetta var mjög skemmtilegt. Við vorum sárir eftir tapið gegn Fjölni í síðasta leik," sagði Herbert Arnarson, þjálfari ÍR eftir leikinn í kvöld. "Ég veit ekki hvort maður eigi að segja að það sé það skemmtilega við hana en það er allavega stressandi við hana að deildin er sjúklega jöfn. Það er verið að berjast á báðum endum og svo er eitthvað millibil sem í raun enginn er í núna. Þú ert annað hvort í toppbaráttu eða botnbaráttu og ég held að það sé einstakt. Enginn er að sigla lygnan sjó." "Maður er mjög kátur og ánægður með að menn brugðust við vonbrigðunum. Menn geta náttúrulega farið inn í sig en menn stigu upp. Þrátt fyrir að við höfum ekki átt neinn toppleik þá fundum við leið til að vinna." "Þetta var mikill baráttusigur og liðssigur. Ég veit að þetta er klisja. En Eric Palm er búinn að fara með okkur í gegnum þetta tímabil í stigaskorun en það var ekki staðan í kvöld og ég verð að minnast á Hjalta. Ekki bara að hann skoraði síðustu stigin heldur líka mikilvægu fráköstin sem hann var að taka. Það skóp þennan sigur."Bárður: Hentum þessu frá okkurÞað rauk af Bárði Eyþórssyni, þjálfara Tindastóls, eftir leik í kvöld eftir að hann og hans menn töpuðu mikilvægum leik fyrir ÍR 80-72. "Ég er mjög pirraður. Mér fannst við henda þessum leik frá okkur. Við unnum fyrri leikinn með sex og þrátt fyrir að menn hafi fengið skilaboð inn á völlinn um að vera passífir þá fóru menn að skjóta þristum langt utan að velli alveg eins og ég veit ekki hvað." "Mínir menn voru mjög óskynsamir í þessum leik en það er svosem ekkert nýtt í vetur." "Það vissu allir að þetta yrði baráttuleikur. Mér fannst við hafa fín tök á þessu þar til í restina þá hætti boltinn að ganga og menn voru of passífir sóknarlega. Mér fannst við bara henda þessu frá okkur."ÍR-Tindastóll 80-72 (19-19, 25-19, 16-23, 20-11) ÍR: Eric James Palm 17/6 fráköst, Sveinbjörn Claessen 15, Hjalti Friðriksson 15/10 fráköst, Nemanja Sovic 13/9 fráköst, Ellert Arnarson 8, D'Andre Jordan Williams 8/4 fráköst, Þorvaldur Hauksson 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2. Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 15/5 fráköst, Tarick Johnson 13/4 fráköst, Drew Gibson 12/4 fráköst/9 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 8, Helgi Freyr Margeirsson 8, Svavar Atli Birgisson 8, Pétur Rúnar Birgisson 4, George Valentine 4/10 fráköst. Leikurinn var í beinni textalýsingu sem lesa má hér:LEIK LOKIÐ: 80-72 sigur fyrir ÍR. Þar með kemst ÍR uppfyrir Tindastól á betri stöðu í innbyrðis viðureignum. Svakalegur leikur að baki. Viðtöl og umfjöllun koma inn á eftir.4. leikhluti: 77-71. 27 sekúndur eftir og Stólarnir brutu.4. leikhluti: Eru heimamenn að fara að taka þetta? 75-69. 2:10 eftir.4. leikhluti: ÍR að taka forystuna í fyrsta sinn í nokkurn tíma. 70-69. 3:05 eftir.4. leikhluti: 64-66... spennan heldur áfram. 6:30 eftir.3. leikhluta lokið: ÍR 60-61 TINDASTÓLL! Þessi lokaleikhluti verður rosalegur!3. leikhluti: Stólarnir byrja vel í seinni hálfleik. Staðan 49-48, eins stigs forysta heimamanna. Áhorfendur farnir að láta betur í sér heyra og byrjaðir að rífa kjaft við dómarana og svona. Rúmar fimm mínútur eftir af þessum leikhluta.Stigahæstir eftir fyrri hálfleik: Nemanja Sovic með 11 fyrir ÍR, Eric Palm 9 og Sveinbjörn Claessen með 8. Drew Gibson hefur skorað 8 fyrir Stólana, Helgi Viggóson 7.Hálfleikur: ÍR 44-38 Tindastóll. Ekki útlit fyrir annað en að þetta verði jöfn barátta til enda. ÍR-ingar þó klárlega öflugri í þessum öðrumm leikhluta. Skoðum stigahæstu menn eftir smá...2. leikhluti: Meðbyr með ÍR núna. Staðan 38-28. 2:40 eftir af leikhlutanum.2. leikhluti: Það hefur fjölgað mikið ÍR-megin og stemningin aukist eftir því. Liðið er nú 31-26 yfir þegar Tindastóll var að taka leikhlé.1. leikhluta lokið: Staðan jöfn 19-19. Eric Palm stigahæstur hjá ÍR með 7 stig, Nemanja Sovic 6. Stigaskor Stólana dreifist vel en Hreinn Birgisson er með 5 stig.1. leikhluti: Gestirnir hafa verið skrefinu á undan frá því að leikurinn hófst en það er þó jafn og spennandi leikur í gangi, staðan 10-12.Fyrir leik: Enn er nóg af lausum sætum. Átta mínútur í leik. Þetta er mikilvægasti leikur ÍR í 106 ára sögu félagsins segir á heimasíðu körfuboltadeildar.Fyrir leik: Heil og sæl! Það er spenna hér í Hertz-hellinum þar sem tónlistarmaðurinn Eminem er í græjunum. Ég hitti nokkrar geðþekka ÍR-inga hér niðri og það var ekki laust við að maður næði að greina stressið í rödd þeirra enda að duga eða drepast. Það er ekki flóknara en það! Hérna mæta tvö lið sem þurfa lífsnauðsynlega á þeim tveimur stigum sem í boði eru að halda. Það verður hart barist og það er frítt inn! Endilega mætið. Hægt að lofa hörkuleik. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
ÍR vann lífsnauðsynlegan sigur í næst síðustu umferð Dominos-deildarinnar í kvöld. Breiðholtsliðið vann 80-72 sigur á Tindastóli í æsispennandi leik í Hertz-hellinum. ÍR-ingar áttu frábæran endasprett í leiknum og tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur. Þeir unnu síðustu 4:46 mínútur leiksins 14-3 og fögnuðu átta stiga sigri. Tindastóll vann fyrri leikinn með sex stigum og ÍR-ingar eru því með betri stöðu út úr innbyrðisleikjum liðanna. Staða Breiðhyltinga hefur gjörbreyst við þessi úrslit en Fjölnir og KFÍ eru á barmi falls. Tindastóll getur reyndar enn fallið eftir þessi úrslit en nú eru ÍR, Tindastóll og Skallagrímur í baráttu um áttunda sætið í úrslitakeppninni. Eric Palm skoraði 17 stig fyrir ÍR, Sveinbjörn Claessen 15 eins og Hjalti Friðriksson. Í vetur hefur Palm oft á tíðum einn síns liðs borið uppi stigaskor Breiðholtsliðsins en sigurinn í kvöld var sigur liðsheildarinna. Helgi Rafn Viggósson skoraði 15 stig fyrir Tindastól. Leikurinn í kvöld einkenndist af mikilli baráttu og oft á tíðum bar kappið fegurðina ofurliði. Það var kannski vitað fyrir leikinn að svo yrði enda um ótrúlega mikilvægan leik að ræða. Í lokin snérist þetta ekki bara um það hvort ÍR myndi vinna heldur hvort liðið næði að vinna upp sex marka sigur Tindastóls frá leiknum á Sauðárkróki. Það tókst og mikil gleði hjá Breiðhyltingum eftir sigur í þessum mikla baráttuleik.Herbert: Ég veit að þetta er klisja "Réttu skotin féllu fyrir okkur og þetta var mjög skemmtilegt. Við vorum sárir eftir tapið gegn Fjölni í síðasta leik," sagði Herbert Arnarson, þjálfari ÍR eftir leikinn í kvöld. "Ég veit ekki hvort maður eigi að segja að það sé það skemmtilega við hana en það er allavega stressandi við hana að deildin er sjúklega jöfn. Það er verið að berjast á báðum endum og svo er eitthvað millibil sem í raun enginn er í núna. Þú ert annað hvort í toppbaráttu eða botnbaráttu og ég held að það sé einstakt. Enginn er að sigla lygnan sjó." "Maður er mjög kátur og ánægður með að menn brugðust við vonbrigðunum. Menn geta náttúrulega farið inn í sig en menn stigu upp. Þrátt fyrir að við höfum ekki átt neinn toppleik þá fundum við leið til að vinna." "Þetta var mikill baráttusigur og liðssigur. Ég veit að þetta er klisja. En Eric Palm er búinn að fara með okkur í gegnum þetta tímabil í stigaskorun en það var ekki staðan í kvöld og ég verð að minnast á Hjalta. Ekki bara að hann skoraði síðustu stigin heldur líka mikilvægu fráköstin sem hann var að taka. Það skóp þennan sigur."Bárður: Hentum þessu frá okkurÞað rauk af Bárði Eyþórssyni, þjálfara Tindastóls, eftir leik í kvöld eftir að hann og hans menn töpuðu mikilvægum leik fyrir ÍR 80-72. "Ég er mjög pirraður. Mér fannst við henda þessum leik frá okkur. Við unnum fyrri leikinn með sex og þrátt fyrir að menn hafi fengið skilaboð inn á völlinn um að vera passífir þá fóru menn að skjóta þristum langt utan að velli alveg eins og ég veit ekki hvað." "Mínir menn voru mjög óskynsamir í þessum leik en það er svosem ekkert nýtt í vetur." "Það vissu allir að þetta yrði baráttuleikur. Mér fannst við hafa fín tök á þessu þar til í restina þá hætti boltinn að ganga og menn voru of passífir sóknarlega. Mér fannst við bara henda þessu frá okkur."ÍR-Tindastóll 80-72 (19-19, 25-19, 16-23, 20-11) ÍR: Eric James Palm 17/6 fráköst, Sveinbjörn Claessen 15, Hjalti Friðriksson 15/10 fráköst, Nemanja Sovic 13/9 fráköst, Ellert Arnarson 8, D'Andre Jordan Williams 8/4 fráköst, Þorvaldur Hauksson 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2. Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 15/5 fráköst, Tarick Johnson 13/4 fráköst, Drew Gibson 12/4 fráköst/9 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 8, Helgi Freyr Margeirsson 8, Svavar Atli Birgisson 8, Pétur Rúnar Birgisson 4, George Valentine 4/10 fráköst. Leikurinn var í beinni textalýsingu sem lesa má hér:LEIK LOKIÐ: 80-72 sigur fyrir ÍR. Þar með kemst ÍR uppfyrir Tindastól á betri stöðu í innbyrðis viðureignum. Svakalegur leikur að baki. Viðtöl og umfjöllun koma inn á eftir.4. leikhluti: 77-71. 27 sekúndur eftir og Stólarnir brutu.4. leikhluti: Eru heimamenn að fara að taka þetta? 75-69. 2:10 eftir.4. leikhluti: ÍR að taka forystuna í fyrsta sinn í nokkurn tíma. 70-69. 3:05 eftir.4. leikhluti: 64-66... spennan heldur áfram. 6:30 eftir.3. leikhluta lokið: ÍR 60-61 TINDASTÓLL! Þessi lokaleikhluti verður rosalegur!3. leikhluti: Stólarnir byrja vel í seinni hálfleik. Staðan 49-48, eins stigs forysta heimamanna. Áhorfendur farnir að láta betur í sér heyra og byrjaðir að rífa kjaft við dómarana og svona. Rúmar fimm mínútur eftir af þessum leikhluta.Stigahæstir eftir fyrri hálfleik: Nemanja Sovic með 11 fyrir ÍR, Eric Palm 9 og Sveinbjörn Claessen með 8. Drew Gibson hefur skorað 8 fyrir Stólana, Helgi Viggóson 7.Hálfleikur: ÍR 44-38 Tindastóll. Ekki útlit fyrir annað en að þetta verði jöfn barátta til enda. ÍR-ingar þó klárlega öflugri í þessum öðrumm leikhluta. Skoðum stigahæstu menn eftir smá...2. leikhluti: Meðbyr með ÍR núna. Staðan 38-28. 2:40 eftir af leikhlutanum.2. leikhluti: Það hefur fjölgað mikið ÍR-megin og stemningin aukist eftir því. Liðið er nú 31-26 yfir þegar Tindastóll var að taka leikhlé.1. leikhluta lokið: Staðan jöfn 19-19. Eric Palm stigahæstur hjá ÍR með 7 stig, Nemanja Sovic 6. Stigaskor Stólana dreifist vel en Hreinn Birgisson er með 5 stig.1. leikhluti: Gestirnir hafa verið skrefinu á undan frá því að leikurinn hófst en það er þó jafn og spennandi leikur í gangi, staðan 10-12.Fyrir leik: Enn er nóg af lausum sætum. Átta mínútur í leik. Þetta er mikilvægasti leikur ÍR í 106 ára sögu félagsins segir á heimasíðu körfuboltadeildar.Fyrir leik: Heil og sæl! Það er spenna hér í Hertz-hellinum þar sem tónlistarmaðurinn Eminem er í græjunum. Ég hitti nokkrar geðþekka ÍR-inga hér niðri og það var ekki laust við að maður næði að greina stressið í rödd þeirra enda að duga eða drepast. Það er ekki flóknara en það! Hérna mæta tvö lið sem þurfa lífsnauðsynlega á þeim tveimur stigum sem í boði eru að halda. Það verður hart barist og það er frítt inn! Endilega mætið. Hægt að lofa hörkuleik.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira