Körfubolti

Grindavík á toppinn á ný

Mynd/Vilhelm
Grindavík tyllti sér á topp Dominos deildar karla í körfubolta á ný með því að leggja KFÍ 112-93 á Ísafirði í kvöld. Grindavík var fimm stigum yfir í hálfleik, 45-40.

Grindavík gerði út um leikinn í þriðja leikhluta þegar liðið náði 17 stiga forystu 80-63 og var síðasti leikhlutinn aldrei spennandi.

Grindavík er með 32 stig, eitt í efsta sæti Dominos deildarinnar. KFÍ er í neðsta sæti með 10 stig en fallbaráttan er gríðarlega hörð. ÍR er einnig með 10 stig í hinu fallsætinu en Fjölnir er í 10. sæti, einnig með 10 stig. Síðustu tvær umferðirnar verða því gríðarlega spennandi jafnt á toppi sem botni.

Úrslit:

KFÍ-Grindavík 93-112 (22-28, 18-17, 23-35, 30-32)

KFÍ: Damier Erik Pitts 37/9 fráköst/5 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 28/7 fráköst, Tyrone Lorenzo Bradshaw 14/11 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 5/6 fráköst, Hlynur Hreinsson 5, Jón Hrafn Baldvinsson 2/5 fráköst, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 2, Björgvin Snævar Sigurðsson 0, Óskar Kristjánsson 0, Stefán Diegó Garcia 0, Haukur Hreinsson 0, Hákon Ari Halldórsson 0.

Grindavík: Aaron Broussard 25/8 fráköst, Samuel Zeglinski 24/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 21/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 9, Ólafur Ólafsson 7, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/11 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 5, Ryan Pettinella 0/6 fráköst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×