Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Grindavík 78-102 | Grindavík í undanúrslit Henry Birgir Gunnarsson í Fjósinu skrifar 25. mars 2013 14:54 Mynd/Vilhelm Grindavík tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla. Liðið vann þá afar sannfærandi sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Grindavík mætir KR í undanúrslitunum. Aaron Broussard var óstöðvandi í fyrsta leikhluta og skoraði þá 17 af 30 stigum gestanna. Algjörlega mögnuð frammistaða og Grindjánar með 11 stiga forskot, 19-30, eftir fyrsta fjórðung. Gestirnir héldu áfram að þjarma að heimamönnum í öðrum leikhluta. Þeir virtust skora að vild og heimamenn algjörlega ráðalausir. Þeir voru svo gott sem búnir að tapa þessum leik í hálfleik en staðan þá var 54-38 fyrir Grindavík. Broussard endaði hálfleikinn með 19 stig og 10 fráköst. Þokkalegasta framlag þar. Carlos Medlock og Páll Axel einir með meðvitund hinum megin en þeir skoruðu 15 og 10 stig. Það var engin værukærð í leik gestanna í upphafi síðari hálfleiks. Þeir héldu áfram að leika af krafti og sáu til þess að heimamenn fengu engar vonir um sigur í þessum leik. Menn á móti drengjum, miklir yfirburðir og ballinu formlega lokið eftir þrjá leikhluta. Þá var staðan orðin 83-58 fyrir Grindavík. Síðasti leikhlutinn var því algert formsatriði fyrir gestina. Aaron Broussard var langbesti maður vallarins og fór algjörlega á kostum. Allar hans aðgerðir voru þess utan framkvæmdar á fullu gasi. Flottur leikmaður. Medlock var bestur hjá Sköllunum sem fengu allt of lítið framlag frá sínum mönnum. Þeir voru einfaldlega tveim númerum of litlir í þennan bardaga.Úrslit:Skallagrímur-Grindavík 78-102 (19-30, 19-24, 20-29, 20-19) Skallagrímur: Carlos Medlock 31, Páll Axel Vilbergsson 14/6 fráköst, Sigmar Egilsson 9/4 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 8/8 fráköst/7 stoðsendingar, Orri Jónsson 4, Davíð Ásgeirsson 3/4 fráköst, Davíð Guðmundsson 3, Birgir Þór Sverrisson 2, Egill Egilsson 2, Trausti Eiríksson 2, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0, Atli Aðalsteinsson 0. Grindavík: Aaron Broussard 23/14 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Samuel Zeglinski 20/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 14/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 11, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 6, Ryan Pettinella 6/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 6, Davíð Ingi Bustion 3, Einar Ómar Eyjólfsson 3, Daníel G. Guðmundsson 2/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 0.Páll Axel: Skallagrímur þarf engu að kvíða Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Skallagríms og fyrrum leikmaður Grindavíkur, bar sig vel eftir tapið gegn sínum gömlu félögum í kvöld. "Við hefðum alltaf þurft toppleiki gegn þessu Grindavíkurliði og það hefði jafnvel ekki dugað. Það verður samt ekki tekið af okkur að menn voru að leggja allt í þetta. Það bara dugði ekki til því miður," sagði Páll Axel en hann er nokkuð sáttur við veturinn. "Skallagrímur þarf engu að kvíða. Það er verið að spila þetta hérna á ungum heimamönnum. Þetta eru flottir strákar og það þarf að byggja starfið á þessum strákum," sagði Páll Axel en verður hann áfram? "Ég verð áfram í Borgarnesi. Ég vona það allavega. Ég er mjög spenntur fyrir því að taka þátt í þessu áfram hérna. Það hefur verið rosalega gaman að taka þátt í þessu."Sverrir: Sannfærandi allan tímann Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum ánægður með sína menn sem kláruðu leikinn með stæl. Ekkert vanmet, bara fagmennska. "Við vorum tilbúnir frá upphafi og gáfum ekkert eftir. Það gerði þetta frekar auðvelt fyrir okkur. Það er erfitt að koma hingað og við vorum undirbúnir í hörkuleik. Við spiluðum nokkuð vel og þetta var sannfærandi allan tímann," sagði Sverrir en hvernig leggst rimman gegn KR í hann? "Það verður hörkurimma og gott að fara í hana eftir góðan leik. KR var spáð sigri í deildinni og það ekki að ástæðulausu. Liðið er með hörkumannskap og það átti enginn von á því að þetta lið myndi enda í sjöunda sæti í deildinni. KR er búið að slípa sig saman núna og þetta verður bara gaman gegn þeim." Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins.Leik lokið | 78-102: Afar sannfærandi hjá gestunum.35. mín | 66-94: Heimamenn fóru í smá pressuvörn áðan en með takmörkuðum árangri. Ungu drengirnir og Pettinella að spila fyrir Grindjána. Smá hiti milli Medlock og Óla Ólafs hleypti þessu upp en þeir voru fljótir að róa sig.3. leikhluta lokið | 58-83: Grindvíkingar eru búnir að klára þetta og komnir í undanúrslit. Það má lýsa því yfir núna þó svo heill leikhluti sé eftir. Gaman að fylgjast með hinum 16 ára gamla Jóni Axel Guðmundssyni sem hefur spilað mikið með Grindavík í dag.28. mín | 48-75: Menn á móti drengjum. Er bara þannig.25. mín | 46-69: Gestirnir sem fyrr með tröllatak á þessum leik. Er að leysast upp í fína æfingu fyrir þá.22. mín | 42-61: Zeglinski opnar seinni hálfleik á þrist. Ekki alveg það sem heimamenn vildu. Stefnir í sömu yfirburði og í fyrri hálfleik.Háflleikur | 38-54: Einhver myndi freistast til þess að halda því fram að þetta sé búið. Ekkert vitlaus pæling enda hafa gestirnir verið mikið betri og virðast eiga einn til tvo gíra inni. Sjáum hvað setur í seinni hálfleik. Heimamenn hljóta að skilja allt eftir á gólfinu.18. mín | 32-47: Heimamenn tóku smá kipp áðan og skoruðu huggulegar körfur. Smá sjálfstraust í sókninni sem var ekki til staðar áður. Verk að vinna engu að síður.15. mín | 27-38: Varnarleikur heimamanna er alls ekki nógu góður. Sóknarleikurinn er það reyndar ekki heldur. Gæðamunur á leik liðanna það sem af er.13. mín | 19-34: Lítið að gerast hjá heimamönnum. Tómt basl á þeim. Pettinella mokar svo inn fráköstum. Er reyndar ekki eins seigur á vítalínunni.1. leikhluta lokið | 19-30: Gestirnir strax komnir með hreðjatak á þessum leik. Broussard verið óstöðvandi (17 stig) og vörnin fín hjá þeim. Páll Axel og fleiri lykilmenn þurfa að vakna hjá heimamönnum.8. mín | 15-25: Jóhann Árni setti þrist og kom muninum í 12 stig. Medlock fór þá loksins að láta til sín taka hjá heimamönnum.5. mín | 10-19: Broussard verið mjög öflugur hjá gestunum í upphafi. Heimamenn ráða lítið við hann. Hann raðar niður stigunum og heimamenn taka leikhlé. Broussard með 12 af 19 stigum Grindjána.4. mín | 10-11: Heimamenn beittir í upphafi. Sækja að körfu og fórna sér í fráköstin. Ætla greinilega að selja sig dýrt. Annað væri í raun galið.2. mín | 3-2: Siggi Þorsteins skoraði fyrstu körfu leiksins. Hörður Hreiðarsson svaraði með þristi. Hraustleg byrjun.Fyrir leik: Búið að kasta Dominos-boltum upp í stúku og liðin að hrista sig rétt í lokin. Skallagrímslagið komið í gang. Það fellur í kramið hjá Vaktinni. Viðlagið er ekki flókið: "Skallagrímur, Skallagrímur."Fyrir leik: Stuðningsmenn Skallanna syngja og berja trommur. Alltaf ánægjulegt að fá alvöru stemningu fyrir leik. Kofinn þess utan nánast fullur sem er ánægjulegt. Nú þurfa leikmenn Skallanna að þakka fyrir með almennilegri spilamennsku. Þeir hafa engu að tapa. Það hefur enginn trú á þeim.Fyrir leik: Tónlistin valdið ákveðnum vonbrigðum fyrir leik. Vantar alla landsbyggð í þennan playlista. Hvar er Bon Jovi og Macarena? Hvers eiga Stebbi og Eyfi að gjalda?Fyrir leik: Það er létt yfir mönnum í Borgarnesi. Engin skemmtiatriði í boði fyrir leik en tónlistin leikin af hæfilegum styrk sem er vel. Páll Axel kom síðastur út í upphitun hjá Sköllunum áðan en hann er að spila gegn sínum gömlu félögum.Fyrir leik: Það verður örugglega fullt hús en stúkan er hálffull þegar 25 mínútur eru í leikinn.Fyrir leik: Búið að finna út úr netveseni. Starfsmenn sögðu blaðamönnum að fara á vitlaust net. Upplýsingagjöfin ekki á hreinu. Það er samt fyrir öllu að þetta sé komið í lag og það verði hægt að lýsa gangi mála.Fyrir leik: Það er létt yfir Grindvíkingum fyrir leik. Allir klárir og Sverrir Sverrisson, þjálfari þeirra, sagði að stefnan væri að klára dæmið í kvöld.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Verið velkomin með okkur í beina textalýsingu úr Fjósinu í Borgarnesi. Hér er búið að vera talsverð vandræði með net fyrir leik en það lagast vonandi. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Grindavík tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla. Liðið vann þá afar sannfærandi sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Grindavík mætir KR í undanúrslitunum. Aaron Broussard var óstöðvandi í fyrsta leikhluta og skoraði þá 17 af 30 stigum gestanna. Algjörlega mögnuð frammistaða og Grindjánar með 11 stiga forskot, 19-30, eftir fyrsta fjórðung. Gestirnir héldu áfram að þjarma að heimamönnum í öðrum leikhluta. Þeir virtust skora að vild og heimamenn algjörlega ráðalausir. Þeir voru svo gott sem búnir að tapa þessum leik í hálfleik en staðan þá var 54-38 fyrir Grindavík. Broussard endaði hálfleikinn með 19 stig og 10 fráköst. Þokkalegasta framlag þar. Carlos Medlock og Páll Axel einir með meðvitund hinum megin en þeir skoruðu 15 og 10 stig. Það var engin værukærð í leik gestanna í upphafi síðari hálfleiks. Þeir héldu áfram að leika af krafti og sáu til þess að heimamenn fengu engar vonir um sigur í þessum leik. Menn á móti drengjum, miklir yfirburðir og ballinu formlega lokið eftir þrjá leikhluta. Þá var staðan orðin 83-58 fyrir Grindavík. Síðasti leikhlutinn var því algert formsatriði fyrir gestina. Aaron Broussard var langbesti maður vallarins og fór algjörlega á kostum. Allar hans aðgerðir voru þess utan framkvæmdar á fullu gasi. Flottur leikmaður. Medlock var bestur hjá Sköllunum sem fengu allt of lítið framlag frá sínum mönnum. Þeir voru einfaldlega tveim númerum of litlir í þennan bardaga.Úrslit:Skallagrímur-Grindavík 78-102 (19-30, 19-24, 20-29, 20-19) Skallagrímur: Carlos Medlock 31, Páll Axel Vilbergsson 14/6 fráköst, Sigmar Egilsson 9/4 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 8/8 fráköst/7 stoðsendingar, Orri Jónsson 4, Davíð Ásgeirsson 3/4 fráköst, Davíð Guðmundsson 3, Birgir Þór Sverrisson 2, Egill Egilsson 2, Trausti Eiríksson 2, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0, Atli Aðalsteinsson 0. Grindavík: Aaron Broussard 23/14 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Samuel Zeglinski 20/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 14/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 11, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 6, Ryan Pettinella 6/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 6, Davíð Ingi Bustion 3, Einar Ómar Eyjólfsson 3, Daníel G. Guðmundsson 2/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 0.Páll Axel: Skallagrímur þarf engu að kvíða Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Skallagríms og fyrrum leikmaður Grindavíkur, bar sig vel eftir tapið gegn sínum gömlu félögum í kvöld. "Við hefðum alltaf þurft toppleiki gegn þessu Grindavíkurliði og það hefði jafnvel ekki dugað. Það verður samt ekki tekið af okkur að menn voru að leggja allt í þetta. Það bara dugði ekki til því miður," sagði Páll Axel en hann er nokkuð sáttur við veturinn. "Skallagrímur þarf engu að kvíða. Það er verið að spila þetta hérna á ungum heimamönnum. Þetta eru flottir strákar og það þarf að byggja starfið á þessum strákum," sagði Páll Axel en verður hann áfram? "Ég verð áfram í Borgarnesi. Ég vona það allavega. Ég er mjög spenntur fyrir því að taka þátt í þessu áfram hérna. Það hefur verið rosalega gaman að taka þátt í þessu."Sverrir: Sannfærandi allan tímann Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum ánægður með sína menn sem kláruðu leikinn með stæl. Ekkert vanmet, bara fagmennska. "Við vorum tilbúnir frá upphafi og gáfum ekkert eftir. Það gerði þetta frekar auðvelt fyrir okkur. Það er erfitt að koma hingað og við vorum undirbúnir í hörkuleik. Við spiluðum nokkuð vel og þetta var sannfærandi allan tímann," sagði Sverrir en hvernig leggst rimman gegn KR í hann? "Það verður hörkurimma og gott að fara í hana eftir góðan leik. KR var spáð sigri í deildinni og það ekki að ástæðulausu. Liðið er með hörkumannskap og það átti enginn von á því að þetta lið myndi enda í sjöunda sæti í deildinni. KR er búið að slípa sig saman núna og þetta verður bara gaman gegn þeim." Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins.Leik lokið | 78-102: Afar sannfærandi hjá gestunum.35. mín | 66-94: Heimamenn fóru í smá pressuvörn áðan en með takmörkuðum árangri. Ungu drengirnir og Pettinella að spila fyrir Grindjána. Smá hiti milli Medlock og Óla Ólafs hleypti þessu upp en þeir voru fljótir að róa sig.3. leikhluta lokið | 58-83: Grindvíkingar eru búnir að klára þetta og komnir í undanúrslit. Það má lýsa því yfir núna þó svo heill leikhluti sé eftir. Gaman að fylgjast með hinum 16 ára gamla Jóni Axel Guðmundssyni sem hefur spilað mikið með Grindavík í dag.28. mín | 48-75: Menn á móti drengjum. Er bara þannig.25. mín | 46-69: Gestirnir sem fyrr með tröllatak á þessum leik. Er að leysast upp í fína æfingu fyrir þá.22. mín | 42-61: Zeglinski opnar seinni hálfleik á þrist. Ekki alveg það sem heimamenn vildu. Stefnir í sömu yfirburði og í fyrri hálfleik.Háflleikur | 38-54: Einhver myndi freistast til þess að halda því fram að þetta sé búið. Ekkert vitlaus pæling enda hafa gestirnir verið mikið betri og virðast eiga einn til tvo gíra inni. Sjáum hvað setur í seinni hálfleik. Heimamenn hljóta að skilja allt eftir á gólfinu.18. mín | 32-47: Heimamenn tóku smá kipp áðan og skoruðu huggulegar körfur. Smá sjálfstraust í sókninni sem var ekki til staðar áður. Verk að vinna engu að síður.15. mín | 27-38: Varnarleikur heimamanna er alls ekki nógu góður. Sóknarleikurinn er það reyndar ekki heldur. Gæðamunur á leik liðanna það sem af er.13. mín | 19-34: Lítið að gerast hjá heimamönnum. Tómt basl á þeim. Pettinella mokar svo inn fráköstum. Er reyndar ekki eins seigur á vítalínunni.1. leikhluta lokið | 19-30: Gestirnir strax komnir með hreðjatak á þessum leik. Broussard verið óstöðvandi (17 stig) og vörnin fín hjá þeim. Páll Axel og fleiri lykilmenn þurfa að vakna hjá heimamönnum.8. mín | 15-25: Jóhann Árni setti þrist og kom muninum í 12 stig. Medlock fór þá loksins að láta til sín taka hjá heimamönnum.5. mín | 10-19: Broussard verið mjög öflugur hjá gestunum í upphafi. Heimamenn ráða lítið við hann. Hann raðar niður stigunum og heimamenn taka leikhlé. Broussard með 12 af 19 stigum Grindjána.4. mín | 10-11: Heimamenn beittir í upphafi. Sækja að körfu og fórna sér í fráköstin. Ætla greinilega að selja sig dýrt. Annað væri í raun galið.2. mín | 3-2: Siggi Þorsteins skoraði fyrstu körfu leiksins. Hörður Hreiðarsson svaraði með þristi. Hraustleg byrjun.Fyrir leik: Búið að kasta Dominos-boltum upp í stúku og liðin að hrista sig rétt í lokin. Skallagrímslagið komið í gang. Það fellur í kramið hjá Vaktinni. Viðlagið er ekki flókið: "Skallagrímur, Skallagrímur."Fyrir leik: Stuðningsmenn Skallanna syngja og berja trommur. Alltaf ánægjulegt að fá alvöru stemningu fyrir leik. Kofinn þess utan nánast fullur sem er ánægjulegt. Nú þurfa leikmenn Skallanna að þakka fyrir með almennilegri spilamennsku. Þeir hafa engu að tapa. Það hefur enginn trú á þeim.Fyrir leik: Tónlistin valdið ákveðnum vonbrigðum fyrir leik. Vantar alla landsbyggð í þennan playlista. Hvar er Bon Jovi og Macarena? Hvers eiga Stebbi og Eyfi að gjalda?Fyrir leik: Það er létt yfir mönnum í Borgarnesi. Engin skemmtiatriði í boði fyrir leik en tónlistin leikin af hæfilegum styrk sem er vel. Páll Axel kom síðastur út í upphitun hjá Sköllunum áðan en hann er að spila gegn sínum gömlu félögum.Fyrir leik: Það verður örugglega fullt hús en stúkan er hálffull þegar 25 mínútur eru í leikinn.Fyrir leik: Búið að finna út úr netveseni. Starfsmenn sögðu blaðamönnum að fara á vitlaust net. Upplýsingagjöfin ekki á hreinu. Það er samt fyrir öllu að þetta sé komið í lag og það verði hægt að lýsa gangi mála.Fyrir leik: Það er létt yfir Grindvíkingum fyrir leik. Allir klárir og Sverrir Sverrisson, þjálfari þeirra, sagði að stefnan væri að klára dæmið í kvöld.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Verið velkomin með okkur í beina textalýsingu úr Fjósinu í Borgarnesi. Hér er búið að vera talsverð vandræði með net fyrir leik en það lagast vonandi.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira