Viðskipti erlent

Stjórnvöld á Kýpur eru að falla á tíma

Fjármálaráðherrar evrusvæðsins hvetja stjórnvöld á Kýpur til að hraða vinnu við nýja neyðaráætlun sína til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot eyjarinnar.

Ráðherrarnir héldu símafund í gærkvöldi og þar kom fram að þeir eru reiðubúnir til viðræðna um nýja lausn á vanda Kýpur.

Stjórnvöld á Kýpur munu leggja fram hina nýju áætlun á þingi eyjarinnar í dag. Hún gerir ráðið fyrir stofnun sérstaks björgunarsjóðs sem fjármagnaður verður m.a. með þjóðnýtingu eigna.

Tíminn er að renna út fyrir Kýpur því evrópski seðlabankinn hefur sagt að hann muni ekki tryggja fjármagn til banka á eyjunni frá og með næsta mánudegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×