Umfjöllun og viðtöl: Þór - KR 83 - 121 Kristinn Páll Teitsson í Þorlákshöfn skrifar 21. mars 2013 10:53 KR-ingar sendu sterk skilaboð með 38 stiga sigri sínum í Þorlákshöfn í úrslitakeppni Dominos deild karla í kvöld. Allt frá fyrstu sekúndum leiksins voru gestirnir mun sterkari og þeir einfaldlega gengu frá leiknum í öðrum leikhluta. Þórsarar enduðu í öðru sæti í deildarkeppninni á meðan KR-ingar enduðu í því sjöunda. Innbyrðis skiptust liðin á sitt hvorum sigrinum á heimavelli í deildarkeppninni. Í fyrsta leikhluta var greinilegt að KR-ingar voru mættir tilbúnir til leiks í úrslitakeppnina. Vörnin hjá þeim var gríðarlega sterk og skotin voru að detta í sókninni sem skilaði þeim forystu strax á fyrstu sekúndum leiksins. Fyrir utan síðustu sekúndur leikhlutans var eins og Þórsarar mættu sofandi til leiks en þeir enduðu leikhlutann á stuttri 5-0 rispu. Heimamenn virtust vakna í upphafi annars leikhluta þegar þeir náðu muninum niður í 10 stig. Þá settu gestirnir hinsvegar aftur í gírinn og keyrðu yfir Þórsara á næstu mínútunum á eftir. Munurinn fór mest upp í 32 stig og Þórsarar áttu engin svör. Flautukarfa David Jackson frá miðjunni á lokasekúndum fyrri hálfleiks gaf Þórsurum hinsvegar veika von fyrir seinni hálfleikinn. Þórsarar mættu loksins til leiks í þriðja leikhluta og var jafnræði með liðunum í leikhlutanum en illa gekk þó hjá heimamönnum að saxa á stórt forskot KR-inga. Í fjórða leikhluta var sigur KR aldrei í hættu enda munurinn einfaldlega orðinn of mikill. Gestirnir úr Vesturbænum unnu loks öruggan 83-121 sigur. Martin Hermannsson átti stórleik í liði gestanna en hann var með 33 stig og þá var Brandon Richardson drjúgur með 16 stig, 10 stoðsendingar, 7 fráköst og 5 stolna bolta. Í liði Þórs var Benjamin Curtis Smith atkvæðamestur með 21 stig.Þór: Benjamin Curtis Smith 21, Guðmundur Jónsson 16, David Bernard Jackson 14, Þorsteinn Már Ragnarsson 11, Grétar Ingi Erlendsson 9, Darrell Flake 7, Halldór Garðar Hermannsson 2, Erlendur Ágúst Stefánsson 2, Davíð Arnar Ágústsson 1.KR: Martin Hermannsson 33, Kristófer Acox 21, Darshawn McClellan 16, Brandon Richardsson 16/10 stoðsendingar/7 fráköst/5 stolnir, Brynjar Þór Björnsson 11, Helgi Már Magnússon 8, Finnur Atli Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 6, Emil Þór Jóhnannsson 2. Helgi: Það er bara hálfleikur„Þetta var góður leikur en við þurfum að hafa það í huga að það er bara hálfleikur. Það þarf að vinna tvo leiki og einvígið er ekki búið," sagði Helgi Már Magnússon, leikmaður og þjálfari KR-inga eftir leikinn. „Við komum einbeittir og klárir í leikinn og framkvæmdum okkar hluti. Við skutluðum okkur í alla bolta og það voru allir að berjast fyrir hvor annan sem gerir þetta mun einfaldara." KR-ingar töpuðu óvænt á Ísafirði í síðustu umferð en allt annað var að sjá liðið í kvöld, menn börðust fyrir hvorn annan allan leikinn. „Tapið í síðasta leik var ágætur léttir. Tímabilið var búið og við tók ný byrjun." Gestirnir náðu forskotinu strax í byrjun og slepptu því aldrei. „Það voru allir klárir í sínum hlutverkum og við gerðum allir það sem við ætluðum okkur. Skotin voru að detta og þetta var flott frammistaða. Ég ætla hinsvegar ekki að fara fram úr mér, ég hef spilað í leikjum þar sem maður vinnur með 40 stigum og tapar síðan þeim næsta með 20." „Það hefur loðað við okkur í vetur að halda ekki haus og þá höfum við yfirleitt tekið nokkrar mínútur í að laga það. Það var ekki inn í myndinni í dag og við svöruðum hverju einasta áhlaupi sem þeir reyndu," sagði Helgi. Benedikt: Teknir og bakaðir í kvöld„Við vorum einfaldlega teknir og bakaðir hérna í kvöld. Það var bara eitt lið sem mætti til leiks og þá endar þetta svona," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara ósáttur eftir leikinn. „Við sýndum engan karakter, enga baráttu og engan vilja. Ekki neitt af því sem skiptir máli í úrslitakeppninni, við spiluðum eins og þetta væri æfingarleikur." „Við létum berja á okkur, ýta okkur út úr öllu og það var augljóslega bara eitt lið tilbúið í úrslitakeppnina. Ég einfaldlega trúi því ekki hvað menn voru ekki tilbúnir." „Ég hamraði á þessu fyrir leik, ákefð skiptir öllu máli. KR-ingar þekkja þetta allt en við mættum því ekki. Við einfaldlega hörfuðum undan pressunni þegar verið var að ýta á okkur. Það er ekki hægt að greina leikinn eitthvað sérstaklega, við vorum flatir allt frá fyrstu mínútu." KR-ingar taka með sigrinum 1-0 forskot í næsta leik sem verður í Vesturbænum og Þórsarar eru komnir með bakið upp við vegg. „Þetta er ekki búið en það liggur við að maður spili bara drengjaflokknum á sunnudaginn. Þeir sýndu alla vegna hjarta hér í kvöld en ég sá ekki marga af lykilleikmönnunum okkar eiga góðan leik. Það vantaði alla baráttu í þá. Menn þurfa að hafa stolt og vilja til að stöðva manninn sinn," sagði Benedikt eftir leikinn. Martin: Þessi sigur var fyrir Svenna Blöndal„Það small allt í dag hjá okkur, það komu allir hrikalega tilbúnir í leikinn, einbeittir og við börðust um alla bolta allt frá fyrstu mínútu. Ég tileinka Svenna Blöndal þennan sigur, hann á afmæli í dag og þetta var fyrir hann," sagði Martin Hermannsson, leikmaður KR léttur eftir leikinn. „Þetta er nýtt mót, gamla mótið er búið og við ætlum okkur að vinna þetta mót." Í upphafi annars leikhluta svöruðu KR-ingar 8-0 rispu Þórsara með að keyra yfir heimamenn. „Við vissum að þeir myndu berjast til að koma sér aftur inn í leikinn. Við vorum ákveðnir að halda haus og klára þetta af krafti. Þeir komust aldrei inn í leikinn því við vorum alltaf tilbúnir." „Þetta er fyrsti sigurinn minn hérna í Þorlákshöfn í meistaraflokki og ég var staðráðinn í að koma tilbúinn í fyrsta leikinn. Það er gríðarlega mikilvægt að klára fyrsta leikinn og við ætlum að reyna að loka þessu heima á sunnudaginn." Martin var stigahæstur í liði KR-inga þar sem allir áttu góðan dag. „Kanarnir voru flottir í dag. Við vitum hvað þeir geta og þeir sýndu það. Við íslensku strákarnir eigum svo að bæta við það og við gerðum það vel í dag. Þetta var hæsta stigaskor mitt í meistaraflokki, í svona leikjum þarftu að láta ljós þitt skína," sagði Martin.Leik lokið - Þór 83- 121 KR: Gríðarleg sterkur sigur hjá gestunum sem eru komnir í afar vænlega stöðu. Fjórði leikhluti: Fjórar mínútur eftir og KR-ingar eru að ná forskotinu í þessari rimmu. Glæsileg frammistaða hjá gestunum. Þór 76 - 109 KR. Fjórði leikhluti: Gestirnir taka sitt fyrsta leikhlé þegar tæplega 7 mínútur eru eftir á leiknum, þeir hafa einfaldlega ekki þurft á þeim að halda með sinni spilamennsku. Þór 64 - 97 KR. Fjórði leikhluti: Bekkurinn hjá heimamönnum að láta heyra í sér, eru óánægðir með dómaratríóið í kvöld. Leikurinn er nánast búinn þegar rúmlega 7 mínútur eru eftir. Þór 62 - 97 KR. Þriðja leikhluta lokið - Þór 57 - 90 KR: Þórsarar voru betri í sóknarleik sínum í þessum leikhluta en varnarleikurinn hefur verið dapur í dag. Önnur flautukarfan í röð frá heimamönnum minnkar muninn niður í 33 stig en spurning hvort tíminn sé ekki of lítill. Þriðji leikhluti: KR-ingar eru aldeilis að senda sterk skilaboð í kvöld, munurinn kominn upp í 36 stig. Þór 48 - 84 KR. Þriðji leikhluti: Verður að hrósa báðum liðum fyrir vítanýtinguna sína, búin að hitta úr öllum 24 skotunum sínum. Þór 46 - 78 KR. Þriðji leikhluti: Meira jafnræði með liðunum í þriðja leikhlutanum, heimamönnum gengur illa að saxa á forskot KR-inga. Martin Hermannsson er að spila stórkostlega með 21 stig á aðeins 17 mínútum. Þór 44 - 73 KR. Hálfleikstölur: Þórsarar hafa staðið sig vel á vítalínunni, eru búnir að nýta öll 14 vítaskot sín í leiknum. Ekki verður hægt að segja það sama um tveggja stiga skotnýtinguna þeirra, aðeins 17.3%. 10 tapaðir boltar gegn aðeins 3 hjá KR ásamt því að gestirnir séu að skjóta vel, 60.7% er ekki að hjálpa heimamönnum. Hálfleikur - Þór 34 - 61 KR: Jahá, flautukarfa frá miðju frá Þórsurum sem lokar hálfleiknum. KR-ingar með nánast fullkominn hálfleik og spurning hvort Þórsarar geti unnið þetta forskot upp. Annar leikhluti: Gestirnir eru einfaldlega að keyra yfir Þórsara, tveir þristar úr horninu frá Martini og Brandon Richardsson bætir við einum, kemur muninum upp í 31 stig. Þór 25 - 56 KR. Annar leikhluti: Þórsarar aðeins komnir með fimm stig í leikhlutanum þegar rúmlega sex mínútur eru liðnar. Þór 22 - 47 KR. Annar leikhluti: Kristófer Acox setur niður víti og munurinn kominn upp í 20 stig. Þór 22 - 42 KR. Annar leikhluti: Gestirnir byrja leikinn óaðfinnanlega, munurinn kominn upp í 17 stig eftir enn einn tapaðann bolta hjá heimamönnum. Þór 20 - 37 KR. Annar leikhluti: Benjamin Curtis Smith virðist vera að vakna í liði heimamanna, setti niður langann þrist þegar skotklukkan var að renna út í lok fyrsta leikhluta og opnar annan leikhlutann með þrist. Þór 20 - 30 KR. Fyrsta leikhluta lokið - Þór 17 - 30 KR: Ótrúlega sterkur fyrsti leikhluti hjá KR-ingum, varnarleikurinn hefur verið í toppmálum og þeir hafa verið að hitta vel í sókninni. Spurning hvort Benni nái að vekja sína menn hér fyrir annan leikhluta. Fyrsti leikhluti: Þórsarar komnir í bónusinn, þeir hafa átt í erfiðleikum í sókninni og aðeins hitt úr þremur skotum, restin hefur komið af vítalínunni. KR-ingar hafa hinsvegar verið að hitta vel, 73,3% nýting í tveggja stiga skotum. Þór 12 - 28 KR. Fyrsti leikhluti: Fjórar sóknir í röð sem Þórsarar tapa boltanum sem hefur skilað sér í tveimur auðveldum körfum fyrir gestina. Þór 9 - 21 KR. Fyrsti leikhluti: Gestirnir eru komnir til að spila. Benedikt tekur leikhlé eftir aðeins þrjár og hálfa mínútu. Gríðarleg stemming í KR-liðinu þessa stundina og þeir öskra hvorn annan áfram. Þór 4 - 13 KR. Fyrsti leikhluti: KR-ingar að byrja vel, Brynjar opnar með þrist og tvær körfur í viðbót á skömmum tíma gefur þeim forskotið. Þór 2 - 7 KR. Fyrsti leikhluti: Gestirnir taka uppkastið og leikurinn er hafinn! Fyrir leik: Benedikt er auðvitað fyrrverandi þjálfari KR-inga svo hann þekkir suma leikmenn þeirra gríðarlega vel. Spurning hvort hann geti nýtt sér það í kvöld. Fyrir leik: Þrátt fyrir að gestirnir hafi endað í sjöunda sæti í deildinni skal aldrei afskrifa KR-inga eins og Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara kom inná í upphitunarþætti fyrir úrslitakeppnina. Það eru menn í liði KR sem hafa unnið nokkra titla og þeir eru vanir því að keppa á þessum tíma árs. Fyrir leik: Þórsarar koma inn í úrslitakeppnina eftir að hafa sigrað tvo leiki í röð á meðan KRingar töpuðu óvænt á Ísafirði í síðustu umferð. Spurning hvernig liðin mæta stemmd inn í leikinn. Fyrir leik: Liðin skiptust á sigrum í viðureignum þeirra í deildarkeppninni þar sem heimaliðin unnu sitthvorn leikinn. Þórsarar unnu sinn leik nokkuð örugglega á meðan meiri spenna var í Vesturbænum. Fyrir leik: Heimavöllur Þórsara var þeim drjúgur á síðasta ári, hér skapaðist oft frábær stemming þar sem Græni drekinn fór á kostum í stúkunni. Þeir eru mættir snemma í kvöld. Fyrir leik: Fyrir ári síðan mættust þessi lið einnig í úrslitakeppninni, þá í undanúrslitum og fóru Þórsarar í úrslit á fyrsta ári sínu í deildinni eftir að hafa sigrað rimmuna 3-1. Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá Þorlákshöfn, hér taka heimamenn í Þór á móti KR í úrslitakeppni Domino's deild karla. Hér mætast liðin sem enduðu í 2. og 7. sæti deildarkeppninnar. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
KR-ingar sendu sterk skilaboð með 38 stiga sigri sínum í Þorlákshöfn í úrslitakeppni Dominos deild karla í kvöld. Allt frá fyrstu sekúndum leiksins voru gestirnir mun sterkari og þeir einfaldlega gengu frá leiknum í öðrum leikhluta. Þórsarar enduðu í öðru sæti í deildarkeppninni á meðan KR-ingar enduðu í því sjöunda. Innbyrðis skiptust liðin á sitt hvorum sigrinum á heimavelli í deildarkeppninni. Í fyrsta leikhluta var greinilegt að KR-ingar voru mættir tilbúnir til leiks í úrslitakeppnina. Vörnin hjá þeim var gríðarlega sterk og skotin voru að detta í sókninni sem skilaði þeim forystu strax á fyrstu sekúndum leiksins. Fyrir utan síðustu sekúndur leikhlutans var eins og Þórsarar mættu sofandi til leiks en þeir enduðu leikhlutann á stuttri 5-0 rispu. Heimamenn virtust vakna í upphafi annars leikhluta þegar þeir náðu muninum niður í 10 stig. Þá settu gestirnir hinsvegar aftur í gírinn og keyrðu yfir Þórsara á næstu mínútunum á eftir. Munurinn fór mest upp í 32 stig og Þórsarar áttu engin svör. Flautukarfa David Jackson frá miðjunni á lokasekúndum fyrri hálfleiks gaf Þórsurum hinsvegar veika von fyrir seinni hálfleikinn. Þórsarar mættu loksins til leiks í þriðja leikhluta og var jafnræði með liðunum í leikhlutanum en illa gekk þó hjá heimamönnum að saxa á stórt forskot KR-inga. Í fjórða leikhluta var sigur KR aldrei í hættu enda munurinn einfaldlega orðinn of mikill. Gestirnir úr Vesturbænum unnu loks öruggan 83-121 sigur. Martin Hermannsson átti stórleik í liði gestanna en hann var með 33 stig og þá var Brandon Richardson drjúgur með 16 stig, 10 stoðsendingar, 7 fráköst og 5 stolna bolta. Í liði Þórs var Benjamin Curtis Smith atkvæðamestur með 21 stig.Þór: Benjamin Curtis Smith 21, Guðmundur Jónsson 16, David Bernard Jackson 14, Þorsteinn Már Ragnarsson 11, Grétar Ingi Erlendsson 9, Darrell Flake 7, Halldór Garðar Hermannsson 2, Erlendur Ágúst Stefánsson 2, Davíð Arnar Ágústsson 1.KR: Martin Hermannsson 33, Kristófer Acox 21, Darshawn McClellan 16, Brandon Richardsson 16/10 stoðsendingar/7 fráköst/5 stolnir, Brynjar Þór Björnsson 11, Helgi Már Magnússon 8, Finnur Atli Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 6, Emil Þór Jóhnannsson 2. Helgi: Það er bara hálfleikur„Þetta var góður leikur en við þurfum að hafa það í huga að það er bara hálfleikur. Það þarf að vinna tvo leiki og einvígið er ekki búið," sagði Helgi Már Magnússon, leikmaður og þjálfari KR-inga eftir leikinn. „Við komum einbeittir og klárir í leikinn og framkvæmdum okkar hluti. Við skutluðum okkur í alla bolta og það voru allir að berjast fyrir hvor annan sem gerir þetta mun einfaldara." KR-ingar töpuðu óvænt á Ísafirði í síðustu umferð en allt annað var að sjá liðið í kvöld, menn börðust fyrir hvorn annan allan leikinn. „Tapið í síðasta leik var ágætur léttir. Tímabilið var búið og við tók ný byrjun." Gestirnir náðu forskotinu strax í byrjun og slepptu því aldrei. „Það voru allir klárir í sínum hlutverkum og við gerðum allir það sem við ætluðum okkur. Skotin voru að detta og þetta var flott frammistaða. Ég ætla hinsvegar ekki að fara fram úr mér, ég hef spilað í leikjum þar sem maður vinnur með 40 stigum og tapar síðan þeim næsta með 20." „Það hefur loðað við okkur í vetur að halda ekki haus og þá höfum við yfirleitt tekið nokkrar mínútur í að laga það. Það var ekki inn í myndinni í dag og við svöruðum hverju einasta áhlaupi sem þeir reyndu," sagði Helgi. Benedikt: Teknir og bakaðir í kvöld„Við vorum einfaldlega teknir og bakaðir hérna í kvöld. Það var bara eitt lið sem mætti til leiks og þá endar þetta svona," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara ósáttur eftir leikinn. „Við sýndum engan karakter, enga baráttu og engan vilja. Ekki neitt af því sem skiptir máli í úrslitakeppninni, við spiluðum eins og þetta væri æfingarleikur." „Við létum berja á okkur, ýta okkur út úr öllu og það var augljóslega bara eitt lið tilbúið í úrslitakeppnina. Ég einfaldlega trúi því ekki hvað menn voru ekki tilbúnir." „Ég hamraði á þessu fyrir leik, ákefð skiptir öllu máli. KR-ingar þekkja þetta allt en við mættum því ekki. Við einfaldlega hörfuðum undan pressunni þegar verið var að ýta á okkur. Það er ekki hægt að greina leikinn eitthvað sérstaklega, við vorum flatir allt frá fyrstu mínútu." KR-ingar taka með sigrinum 1-0 forskot í næsta leik sem verður í Vesturbænum og Þórsarar eru komnir með bakið upp við vegg. „Þetta er ekki búið en það liggur við að maður spili bara drengjaflokknum á sunnudaginn. Þeir sýndu alla vegna hjarta hér í kvöld en ég sá ekki marga af lykilleikmönnunum okkar eiga góðan leik. Það vantaði alla baráttu í þá. Menn þurfa að hafa stolt og vilja til að stöðva manninn sinn," sagði Benedikt eftir leikinn. Martin: Þessi sigur var fyrir Svenna Blöndal„Það small allt í dag hjá okkur, það komu allir hrikalega tilbúnir í leikinn, einbeittir og við börðust um alla bolta allt frá fyrstu mínútu. Ég tileinka Svenna Blöndal þennan sigur, hann á afmæli í dag og þetta var fyrir hann," sagði Martin Hermannsson, leikmaður KR léttur eftir leikinn. „Þetta er nýtt mót, gamla mótið er búið og við ætlum okkur að vinna þetta mót." Í upphafi annars leikhluta svöruðu KR-ingar 8-0 rispu Þórsara með að keyra yfir heimamenn. „Við vissum að þeir myndu berjast til að koma sér aftur inn í leikinn. Við vorum ákveðnir að halda haus og klára þetta af krafti. Þeir komust aldrei inn í leikinn því við vorum alltaf tilbúnir." „Þetta er fyrsti sigurinn minn hérna í Þorlákshöfn í meistaraflokki og ég var staðráðinn í að koma tilbúinn í fyrsta leikinn. Það er gríðarlega mikilvægt að klára fyrsta leikinn og við ætlum að reyna að loka þessu heima á sunnudaginn." Martin var stigahæstur í liði KR-inga þar sem allir áttu góðan dag. „Kanarnir voru flottir í dag. Við vitum hvað þeir geta og þeir sýndu það. Við íslensku strákarnir eigum svo að bæta við það og við gerðum það vel í dag. Þetta var hæsta stigaskor mitt í meistaraflokki, í svona leikjum þarftu að láta ljós þitt skína," sagði Martin.Leik lokið - Þór 83- 121 KR: Gríðarleg sterkur sigur hjá gestunum sem eru komnir í afar vænlega stöðu. Fjórði leikhluti: Fjórar mínútur eftir og KR-ingar eru að ná forskotinu í þessari rimmu. Glæsileg frammistaða hjá gestunum. Þór 76 - 109 KR. Fjórði leikhluti: Gestirnir taka sitt fyrsta leikhlé þegar tæplega 7 mínútur eru eftir á leiknum, þeir hafa einfaldlega ekki þurft á þeim að halda með sinni spilamennsku. Þór 64 - 97 KR. Fjórði leikhluti: Bekkurinn hjá heimamönnum að láta heyra í sér, eru óánægðir með dómaratríóið í kvöld. Leikurinn er nánast búinn þegar rúmlega 7 mínútur eru eftir. Þór 62 - 97 KR. Þriðja leikhluta lokið - Þór 57 - 90 KR: Þórsarar voru betri í sóknarleik sínum í þessum leikhluta en varnarleikurinn hefur verið dapur í dag. Önnur flautukarfan í röð frá heimamönnum minnkar muninn niður í 33 stig en spurning hvort tíminn sé ekki of lítill. Þriðji leikhluti: KR-ingar eru aldeilis að senda sterk skilaboð í kvöld, munurinn kominn upp í 36 stig. Þór 48 - 84 KR. Þriðji leikhluti: Verður að hrósa báðum liðum fyrir vítanýtinguna sína, búin að hitta úr öllum 24 skotunum sínum. Þór 46 - 78 KR. Þriðji leikhluti: Meira jafnræði með liðunum í þriðja leikhlutanum, heimamönnum gengur illa að saxa á forskot KR-inga. Martin Hermannsson er að spila stórkostlega með 21 stig á aðeins 17 mínútum. Þór 44 - 73 KR. Hálfleikstölur: Þórsarar hafa staðið sig vel á vítalínunni, eru búnir að nýta öll 14 vítaskot sín í leiknum. Ekki verður hægt að segja það sama um tveggja stiga skotnýtinguna þeirra, aðeins 17.3%. 10 tapaðir boltar gegn aðeins 3 hjá KR ásamt því að gestirnir séu að skjóta vel, 60.7% er ekki að hjálpa heimamönnum. Hálfleikur - Þór 34 - 61 KR: Jahá, flautukarfa frá miðju frá Þórsurum sem lokar hálfleiknum. KR-ingar með nánast fullkominn hálfleik og spurning hvort Þórsarar geti unnið þetta forskot upp. Annar leikhluti: Gestirnir eru einfaldlega að keyra yfir Þórsara, tveir þristar úr horninu frá Martini og Brandon Richardsson bætir við einum, kemur muninum upp í 31 stig. Þór 25 - 56 KR. Annar leikhluti: Þórsarar aðeins komnir með fimm stig í leikhlutanum þegar rúmlega sex mínútur eru liðnar. Þór 22 - 47 KR. Annar leikhluti: Kristófer Acox setur niður víti og munurinn kominn upp í 20 stig. Þór 22 - 42 KR. Annar leikhluti: Gestirnir byrja leikinn óaðfinnanlega, munurinn kominn upp í 17 stig eftir enn einn tapaðann bolta hjá heimamönnum. Þór 20 - 37 KR. Annar leikhluti: Benjamin Curtis Smith virðist vera að vakna í liði heimamanna, setti niður langann þrist þegar skotklukkan var að renna út í lok fyrsta leikhluta og opnar annan leikhlutann með þrist. Þór 20 - 30 KR. Fyrsta leikhluta lokið - Þór 17 - 30 KR: Ótrúlega sterkur fyrsti leikhluti hjá KR-ingum, varnarleikurinn hefur verið í toppmálum og þeir hafa verið að hitta vel í sókninni. Spurning hvort Benni nái að vekja sína menn hér fyrir annan leikhluta. Fyrsti leikhluti: Þórsarar komnir í bónusinn, þeir hafa átt í erfiðleikum í sókninni og aðeins hitt úr þremur skotum, restin hefur komið af vítalínunni. KR-ingar hafa hinsvegar verið að hitta vel, 73,3% nýting í tveggja stiga skotum. Þór 12 - 28 KR. Fyrsti leikhluti: Fjórar sóknir í röð sem Þórsarar tapa boltanum sem hefur skilað sér í tveimur auðveldum körfum fyrir gestina. Þór 9 - 21 KR. Fyrsti leikhluti: Gestirnir eru komnir til að spila. Benedikt tekur leikhlé eftir aðeins þrjár og hálfa mínútu. Gríðarleg stemming í KR-liðinu þessa stundina og þeir öskra hvorn annan áfram. Þór 4 - 13 KR. Fyrsti leikhluti: KR-ingar að byrja vel, Brynjar opnar með þrist og tvær körfur í viðbót á skömmum tíma gefur þeim forskotið. Þór 2 - 7 KR. Fyrsti leikhluti: Gestirnir taka uppkastið og leikurinn er hafinn! Fyrir leik: Benedikt er auðvitað fyrrverandi þjálfari KR-inga svo hann þekkir suma leikmenn þeirra gríðarlega vel. Spurning hvort hann geti nýtt sér það í kvöld. Fyrir leik: Þrátt fyrir að gestirnir hafi endað í sjöunda sæti í deildinni skal aldrei afskrifa KR-inga eins og Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara kom inná í upphitunarþætti fyrir úrslitakeppnina. Það eru menn í liði KR sem hafa unnið nokkra titla og þeir eru vanir því að keppa á þessum tíma árs. Fyrir leik: Þórsarar koma inn í úrslitakeppnina eftir að hafa sigrað tvo leiki í röð á meðan KRingar töpuðu óvænt á Ísafirði í síðustu umferð. Spurning hvernig liðin mæta stemmd inn í leikinn. Fyrir leik: Liðin skiptust á sigrum í viðureignum þeirra í deildarkeppninni þar sem heimaliðin unnu sitthvorn leikinn. Þórsarar unnu sinn leik nokkuð örugglega á meðan meiri spenna var í Vesturbænum. Fyrir leik: Heimavöllur Þórsara var þeim drjúgur á síðasta ári, hér skapaðist oft frábær stemming þar sem Græni drekinn fór á kostum í stúkunni. Þeir eru mættir snemma í kvöld. Fyrir leik: Fyrir ári síðan mættust þessi lið einnig í úrslitakeppninni, þá í undanúrslitum og fóru Þórsarar í úrslit á fyrsta ári sínu í deildinni eftir að hafa sigrað rimmuna 3-1. Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá Þorlákshöfn, hér taka heimamenn í Þór á móti KR í úrslitakeppni Domino's deild karla. Hér mætast liðin sem enduðu í 2. og 7. sæti deildarkeppninnar.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira