Lítil hvít kínversk postulínsskál seld fyrir 270 milljónir 21. mars 2013 06:11 Lítil hvít kínversk postulínsskál var seld fyrir 270 milljónir króna á uppboði hjá Sotheby´s í New York í vikunni. Um er að ræða þúsund ára gamla Ding skál frá tímum Song keisaraættarinnar í Kína. Hún var keypt í bílskúrssölu í New York árið 2007 á innan við 400 krónur. Fjölskyldan sem keypti hana notaði skálina sem stofustáss og hafði ekki hugmynd um raunverulegt verðmæti hennar þar til nýlega. Verðið sem fékkst fyrir skálina á uppboðinu kom forráðamönnum Sotheby´s á óvart en þeir höfðu metið hana á sjöfalt lægra verði. Það sem gerðist á uppboðinu var að fjórir menn buðu í skálina hver á móti öðrum þar til fornmunasalinn Guiseppe Eskenazi í London náði gripnum á fyrrgreindu verði. Það er aðeins vitað um eitt annað eintak af Ding skál af þessari gerð í heiminum. Sú hefur verið í eigu breska þjóðminjasafnsins undanfarin 60 ár eða svo. Í frétt á vefsíðu BBC segir að postulín frá tímum Song keisaraættarinnar sé orðin mjög eftirsótt vara í Kína. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lítil hvít kínversk postulínsskál var seld fyrir 270 milljónir króna á uppboði hjá Sotheby´s í New York í vikunni. Um er að ræða þúsund ára gamla Ding skál frá tímum Song keisaraættarinnar í Kína. Hún var keypt í bílskúrssölu í New York árið 2007 á innan við 400 krónur. Fjölskyldan sem keypti hana notaði skálina sem stofustáss og hafði ekki hugmynd um raunverulegt verðmæti hennar þar til nýlega. Verðið sem fékkst fyrir skálina á uppboðinu kom forráðamönnum Sotheby´s á óvart en þeir höfðu metið hana á sjöfalt lægra verði. Það sem gerðist á uppboðinu var að fjórir menn buðu í skálina hver á móti öðrum þar til fornmunasalinn Guiseppe Eskenazi í London náði gripnum á fyrrgreindu verði. Það er aðeins vitað um eitt annað eintak af Ding skál af þessari gerð í heiminum. Sú hefur verið í eigu breska þjóðminjasafnsins undanfarin 60 ár eða svo. Í frétt á vefsíðu BBC segir að postulín frá tímum Song keisaraættarinnar sé orðin mjög eftirsótt vara í Kína.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira