Hjólreiðakappi hneykslar marga á verðlaunapallinum 31. mars 2013 21:45 Peter Sagan á pallinum. Mynd/Nordic Photos/Getty Hjólreiðaíþróttin hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár eftir hvert lyfjahneykslið á fætur öðru og nú tókst hjólreiðamönnum að komast enn á ný í heimsfréttirnar fyrir annað en að keppa heiðarlega. Peter Sagan varð í öðru sæti í belgísku hjólreiðakeppninni Tour of Flanders en tókst samt að stela sviðsljósinu af sigurvegaranum Fabian Cancellara frá Sviss og það á sjálfum verðlaunapallinum. Peter Sagan er 23 ára gamall Slóvaki og hefur ekki verið ókunnugur verðlaunapöllum það sem af er ársins enda búin að vinna þrjár hólreiðakeppnir og vera í öðru sæti í fjórum til viðbótar. Hann er líka þekktur fyrir ýmiss konar grín og glens þegar hann er að fagna góðum árangri. Nú þótti mönnum hann hinsvegar ganga alltof langt og margir eru á því að hann hafi sýnt konum mikið virðingarleysi með háttarlagi sínu á verðlaunapallinum eftir Tour of Flanders hjólreiðarnar. Þegar blómastúlkurnar í verðlaunaafhendingunni voru að óska Fabian Cancellara til hamingju með sigurinn með því að skella kossi á kinn hans þá greip Peter Sagan í aðra kinn eins og sjá má vel hér á myndunum fyrir ofan. Peter Sagan hefur þegar beðist afsökunar á twitter-síðu sinni. „Það var ekki ætlun mín að sýna konum á verðlaunapallinum virðingaleysi. Þetta var bara grín og mér þykir leitt ef ég hef móðgað einhvern" skrifaði Sagan inn á twitter-síðu sína. Íþróttir Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Hjólreiðaíþróttin hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár eftir hvert lyfjahneykslið á fætur öðru og nú tókst hjólreiðamönnum að komast enn á ný í heimsfréttirnar fyrir annað en að keppa heiðarlega. Peter Sagan varð í öðru sæti í belgísku hjólreiðakeppninni Tour of Flanders en tókst samt að stela sviðsljósinu af sigurvegaranum Fabian Cancellara frá Sviss og það á sjálfum verðlaunapallinum. Peter Sagan er 23 ára gamall Slóvaki og hefur ekki verið ókunnugur verðlaunapöllum það sem af er ársins enda búin að vinna þrjár hólreiðakeppnir og vera í öðru sæti í fjórum til viðbótar. Hann er líka þekktur fyrir ýmiss konar grín og glens þegar hann er að fagna góðum árangri. Nú þótti mönnum hann hinsvegar ganga alltof langt og margir eru á því að hann hafi sýnt konum mikið virðingarleysi með háttarlagi sínu á verðlaunapallinum eftir Tour of Flanders hjólreiðarnar. Þegar blómastúlkurnar í verðlaunaafhendingunni voru að óska Fabian Cancellara til hamingju með sigurinn með því að skella kossi á kinn hans þá greip Peter Sagan í aðra kinn eins og sjá má vel hér á myndunum fyrir ofan. Peter Sagan hefur þegar beðist afsökunar á twitter-síðu sinni. „Það var ekki ætlun mín að sýna konum á verðlaunapallinum virðingaleysi. Þetta var bara grín og mér þykir leitt ef ég hef móðgað einhvern" skrifaði Sagan inn á twitter-síðu sína.
Íþróttir Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira