Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 68-75 Henry Birgir Gunnarsson í Toyota-höllinni skrifar 9. apríl 2013 14:46 Kristrún Sigurjónsdóttir var frábær í kvöld. Mynd/Anton Valur er kominn með 2-1 forskot gegn Keflavík í undanúrslitarimmu liðanna í Dominos-deild kvenna. Valur sótti sinn annan sigur í Keflavík í kvöld. Það var gríðarlega vel mætt á leikinn í gær og stúkan nánast full er leikurinn hófst. Þessi fína mæting heimamanna skilaði sér þó ekki til Keflavíkurstúlkna því þær voru eitthvað vitlaust stilltar í upphafi leiks. Slíkt hið sama verður ekki sagt um Valskonur sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu 9-18 eftir fyrsta leikhluta. Keflavík fór í pressuvörn á köflum í öðrum leikhluta og hún gafst vel lengstum. Liðið náði að minnka muninn í tvö stig, 24-26, en þá sagði Valur hingað og ekki. Gestirnir stigu aftur á bensínið og leiddu í hálfleik, 30-36. Keflavík byrjaði þriðja leikhlutann af krafti. Minnkaði muninn aftur í tvö stig en líkt og fyrr í leiknum tókst liðinu ekki að komast nær en það. Valur tók frábæran kipp og náði mest 14 stiga forskoti. Þegar aðeins einn leikhluti var eftir var munurinn tólf stig, 46-58. Keflavík lagði allt í sölurnar í lokaleikhlutanum en það dugði ekki til Valur átti alltaf svör og vann sanngjarnan sigur.Úrslit:Keflavík-Valur 68-75 (9-18, 21-18, 16-22, 22-17)Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/4 fráköst/5 stolnir, Jessica Ann Jenkins 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 10/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 8/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 24/9 fráköst, Jaleesa Butler 15/15 fráköst/8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 11, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 10/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 7/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0, María Björnsdóttir 0.Pálína: Hryllingur af okkar hálfu Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var hundfúl eftir tapið í kvöld en Keflavíkurliðið komst aldrei almennilega í gang. "Þetta var vægast sagt hryllingur af okkar hálfu. Mér finnst mjög skrítið að við mætum ekki tilbúnar til leiks. Við erum hræddar og eiginlega eins og kjánar inn á vellinum. Þetta er alveg skelfilegt því það var pakkfullt hús og ég hef ekki séð svona marga áhorfendur síðan 1997 eða álíka," sagði Pálína grautfúl. "Maður hefði haldið að þessi stuðningur myndi vinna með okkur en svo var alls ekki. Við spiluðum líka illa síðast á heimavelli. Valsliðið er mjög gott og við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir því." Rimman er þó ekki búin og Keflavík þarf að sækja sigur í Vodafonehöllina á ný til þess að halda lífi í rimmunni. "Nú er pressan komin á okkur og okkur líkar það. Það vantar hugarfarsbreytingu hjá okkur. Við þurfum spila saman og hafa meiri trú á okkur. Við höfum sýnt það í vetur að við kunnum vel að spila körfubolta enda erum við deildar- og bikarmeistarar."Kristrún: Okkur líður vel í Keflavík Kristrún Sigurjónsdóttir átti frábæran leik fyrir Valskonur í kvöld. Hún var með báða fætur á jörðinni þó svo Valsliðið væri búið að vinna tvo leiki í röð í Keflavík. "Þetta er alls ekki búið. Það þarf að vinna þrjá leiki," benti Kristrún réttilega á en hún skoraði 24 stig og var stigahæst á vellinum. "Okkur líður vel í Keflavík. Ég veit ekki alveg af hverju en það hefur einhvern veginn þróast þannig. Það er alltaf gaman að vinna toppliðið og maður kannski gírast betur fyrir slíka leiki. Það var frábært að vinna þennan leik." Valsliðið sýndi mikinn styrk í leiknum. Þegar Keflavík átti góð áhlaup tókst þeim alltaf að stoppa heimamenn og bæta aftur í forskotið. "Ég er virkilega ánægð með það. Vörnin er virkilega að halda hjá okkur. Við hættum ekkert. Við vitum að Keflavík getur alltaf komið til baka og pössum okkur. Við erum í þessu til að vinna."Textalýsing úr Toyota-höllinni.Leik lokið | 68-75: Sanngjarn sigur Valskvenna. Þær leiddu allan tímann.38. mín | 63-74: Kristrún með þrist um leið og skotklukkan rann út. Í spjaldið og ofan í. Sá ekki hvort hún kallaði það. Þessi þristur tryggir líklega sigurinn.37. mín | 61-69: Lokaáhlaup Keflavíkur. Birna Valgarðs fór með bænirnar sínar og skellti sér svo inn á völlinn. Þær þurfa að stíga vel upp undir lokin.34. mín | 58-64: Netið að stríða okkur en það sleppur vonandi.32. mín | 54-62: Keflavík að taka smá kipp.3. leikhluta lokið | 46-58: Erfið brekka fyrir Keflavík.26. mín | 38-52: Keflavík tekst ekki að koma Valskonum úr jafnvægi. Þeir svara öllum áhlaupum heimastúlkna af krafti. Mesti munurinn sem hefur verið á liðunum hingað til. Siggi Ingimundar tekur leikhlé.24. mín | 36-46: Átta stig í röð hjá Val.22. mín | 36-38: Keflavík byrjar af krafti núna. Þetta verður barátta til enda.Hálfleikur | 30-36: Ljómandi fínum fyrri hálfleik lokið. Mikið fjör og hart tekist á. Birna Valgarðs stigahæst hjá Keflavík með 10 stig en Kristrún Sigurjónsdóttir hefur skorað 13 fyrir Val. Þriggja stiga nýtingin hjá Keflavík ekki nógu góð en aðeins eitt þriggja stiga skot af níu hefur farið niður. Þetta verður hörku seinni hálfleikur.19. mín | 24-31: Valsstúlkur buðu Keflavík ekki upp á að komast yfir. Stigu á bensínið og halda forskotinu.17. mín | 24-26: Keflavík að sækja meira að körfunni þar sem Bryndís og Birna setja sín skot niður. Saxa heldur betur á forskotið.14. mín | 13-21: Valskonur stóðust áhlaupið og halda öruggu forskoti. Pálína féll mjög illa áðan. Unnusti hennar, Magnús Gunnarsson, fyrirliði karlaliðs Keflavíkur, allt annað en sáttur og lætur dómarann heyra það.11. mín | 13-18: Keflavík byrjar á flottri pressuvörn. Pálína skorar 4 stig í röð.1. leikhluti búinn | 9-18: Valsstúlkur mikið betri það sem af er. Kristrún Sigurjónsdóttir stigahæst með 6 stig hjá Val. Pálína Gunnlaugsdóttir búin að skora 3 stig fyrir Keflavík. Tveggja stiga nýting Keflavíkur er aðeins 27% í leikhlutanum.7. mín | 6-13: Valur enn með fín tök á leiknum.4. mín | 2-8: Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, er afar líflegur á línunni. Stelpurnar hans eru það líka og byrja af krafti. Siggi Ingimundar, þjálfari Keflavíkur, tekur leikhlé.2. mín | 0-4: Kristrún skorar fyrstu körfuna fyrir Val. Hallveig þar á eftir. Fyrstu skot Keflavíkur eru loftboltar.Fyrir leik: Verið að kynna liðin til leiks og flott stemning í stúkunni.Fyrir leik: Það er gríðarlega góð mæting á þennan leik. Svona um 70 prósent nýting á salnum fimm mínútur í leik. Grillið í gangi fyrir utan og flott stemning. Gefum kúdos á það.Fyrir leik: Jæja, vesen var það en hafðist fimm mínútum fyrir leik. Ekkert borð, enginn stóll og síðan ekkert rafmagn. Kannski engin úrslitakeppnisumgjörð en leikurinn verður vonandi betri.Fyrir leik: Boltavaktin er mætt í Toyota-höllina en það er enn verið að ganga frá netmálum og fleira slíku. Við komum inn með lýsinguna um leið og við getum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 54-64 | Valur leiðir einvígið 1-0 Valskonur sýndu flottan karakter í 10 stiga sigri á Keflavík í úrslitakeppni Dominos deild kvenna. Eftir erfiðleika í fyrri hálfleik var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og unnu þær að lokum öruggan sigur. 3. apríl 2013 15:24 Keflavík jafnaði metin Keflavík vann í dag átta stiga sigur á Val, 82-74, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deild kvenna. Þar með er staðan í rimmu liðanna jöfn, 1-1. 6. apríl 2013 18:29 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Valur er kominn með 2-1 forskot gegn Keflavík í undanúrslitarimmu liðanna í Dominos-deild kvenna. Valur sótti sinn annan sigur í Keflavík í kvöld. Það var gríðarlega vel mætt á leikinn í gær og stúkan nánast full er leikurinn hófst. Þessi fína mæting heimamanna skilaði sér þó ekki til Keflavíkurstúlkna því þær voru eitthvað vitlaust stilltar í upphafi leiks. Slíkt hið sama verður ekki sagt um Valskonur sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu 9-18 eftir fyrsta leikhluta. Keflavík fór í pressuvörn á köflum í öðrum leikhluta og hún gafst vel lengstum. Liðið náði að minnka muninn í tvö stig, 24-26, en þá sagði Valur hingað og ekki. Gestirnir stigu aftur á bensínið og leiddu í hálfleik, 30-36. Keflavík byrjaði þriðja leikhlutann af krafti. Minnkaði muninn aftur í tvö stig en líkt og fyrr í leiknum tókst liðinu ekki að komast nær en það. Valur tók frábæran kipp og náði mest 14 stiga forskoti. Þegar aðeins einn leikhluti var eftir var munurinn tólf stig, 46-58. Keflavík lagði allt í sölurnar í lokaleikhlutanum en það dugði ekki til Valur átti alltaf svör og vann sanngjarnan sigur.Úrslit:Keflavík-Valur 68-75 (9-18, 21-18, 16-22, 22-17)Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/4 fráköst/5 stolnir, Jessica Ann Jenkins 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 10/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 8/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 24/9 fráköst, Jaleesa Butler 15/15 fráköst/8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 11, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 10/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 7/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0, María Björnsdóttir 0.Pálína: Hryllingur af okkar hálfu Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var hundfúl eftir tapið í kvöld en Keflavíkurliðið komst aldrei almennilega í gang. "Þetta var vægast sagt hryllingur af okkar hálfu. Mér finnst mjög skrítið að við mætum ekki tilbúnar til leiks. Við erum hræddar og eiginlega eins og kjánar inn á vellinum. Þetta er alveg skelfilegt því það var pakkfullt hús og ég hef ekki séð svona marga áhorfendur síðan 1997 eða álíka," sagði Pálína grautfúl. "Maður hefði haldið að þessi stuðningur myndi vinna með okkur en svo var alls ekki. Við spiluðum líka illa síðast á heimavelli. Valsliðið er mjög gott og við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir því." Rimman er þó ekki búin og Keflavík þarf að sækja sigur í Vodafonehöllina á ný til þess að halda lífi í rimmunni. "Nú er pressan komin á okkur og okkur líkar það. Það vantar hugarfarsbreytingu hjá okkur. Við þurfum spila saman og hafa meiri trú á okkur. Við höfum sýnt það í vetur að við kunnum vel að spila körfubolta enda erum við deildar- og bikarmeistarar."Kristrún: Okkur líður vel í Keflavík Kristrún Sigurjónsdóttir átti frábæran leik fyrir Valskonur í kvöld. Hún var með báða fætur á jörðinni þó svo Valsliðið væri búið að vinna tvo leiki í röð í Keflavík. "Þetta er alls ekki búið. Það þarf að vinna þrjá leiki," benti Kristrún réttilega á en hún skoraði 24 stig og var stigahæst á vellinum. "Okkur líður vel í Keflavík. Ég veit ekki alveg af hverju en það hefur einhvern veginn þróast þannig. Það er alltaf gaman að vinna toppliðið og maður kannski gírast betur fyrir slíka leiki. Það var frábært að vinna þennan leik." Valsliðið sýndi mikinn styrk í leiknum. Þegar Keflavík átti góð áhlaup tókst þeim alltaf að stoppa heimamenn og bæta aftur í forskotið. "Ég er virkilega ánægð með það. Vörnin er virkilega að halda hjá okkur. Við hættum ekkert. Við vitum að Keflavík getur alltaf komið til baka og pössum okkur. Við erum í þessu til að vinna."Textalýsing úr Toyota-höllinni.Leik lokið | 68-75: Sanngjarn sigur Valskvenna. Þær leiddu allan tímann.38. mín | 63-74: Kristrún með þrist um leið og skotklukkan rann út. Í spjaldið og ofan í. Sá ekki hvort hún kallaði það. Þessi þristur tryggir líklega sigurinn.37. mín | 61-69: Lokaáhlaup Keflavíkur. Birna Valgarðs fór með bænirnar sínar og skellti sér svo inn á völlinn. Þær þurfa að stíga vel upp undir lokin.34. mín | 58-64: Netið að stríða okkur en það sleppur vonandi.32. mín | 54-62: Keflavík að taka smá kipp.3. leikhluta lokið | 46-58: Erfið brekka fyrir Keflavík.26. mín | 38-52: Keflavík tekst ekki að koma Valskonum úr jafnvægi. Þeir svara öllum áhlaupum heimastúlkna af krafti. Mesti munurinn sem hefur verið á liðunum hingað til. Siggi Ingimundar tekur leikhlé.24. mín | 36-46: Átta stig í röð hjá Val.22. mín | 36-38: Keflavík byrjar af krafti núna. Þetta verður barátta til enda.Hálfleikur | 30-36: Ljómandi fínum fyrri hálfleik lokið. Mikið fjör og hart tekist á. Birna Valgarðs stigahæst hjá Keflavík með 10 stig en Kristrún Sigurjónsdóttir hefur skorað 13 fyrir Val. Þriggja stiga nýtingin hjá Keflavík ekki nógu góð en aðeins eitt þriggja stiga skot af níu hefur farið niður. Þetta verður hörku seinni hálfleikur.19. mín | 24-31: Valsstúlkur buðu Keflavík ekki upp á að komast yfir. Stigu á bensínið og halda forskotinu.17. mín | 24-26: Keflavík að sækja meira að körfunni þar sem Bryndís og Birna setja sín skot niður. Saxa heldur betur á forskotið.14. mín | 13-21: Valskonur stóðust áhlaupið og halda öruggu forskoti. Pálína féll mjög illa áðan. Unnusti hennar, Magnús Gunnarsson, fyrirliði karlaliðs Keflavíkur, allt annað en sáttur og lætur dómarann heyra það.11. mín | 13-18: Keflavík byrjar á flottri pressuvörn. Pálína skorar 4 stig í röð.1. leikhluti búinn | 9-18: Valsstúlkur mikið betri það sem af er. Kristrún Sigurjónsdóttir stigahæst með 6 stig hjá Val. Pálína Gunnlaugsdóttir búin að skora 3 stig fyrir Keflavík. Tveggja stiga nýting Keflavíkur er aðeins 27% í leikhlutanum.7. mín | 6-13: Valur enn með fín tök á leiknum.4. mín | 2-8: Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, er afar líflegur á línunni. Stelpurnar hans eru það líka og byrja af krafti. Siggi Ingimundar, þjálfari Keflavíkur, tekur leikhlé.2. mín | 0-4: Kristrún skorar fyrstu körfuna fyrir Val. Hallveig þar á eftir. Fyrstu skot Keflavíkur eru loftboltar.Fyrir leik: Verið að kynna liðin til leiks og flott stemning í stúkunni.Fyrir leik: Það er gríðarlega góð mæting á þennan leik. Svona um 70 prósent nýting á salnum fimm mínútur í leik. Grillið í gangi fyrir utan og flott stemning. Gefum kúdos á það.Fyrir leik: Jæja, vesen var það en hafðist fimm mínútum fyrir leik. Ekkert borð, enginn stóll og síðan ekkert rafmagn. Kannski engin úrslitakeppnisumgjörð en leikurinn verður vonandi betri.Fyrir leik: Boltavaktin er mætt í Toyota-höllina en það er enn verið að ganga frá netmálum og fleira slíku. Við komum inn með lýsinguna um leið og við getum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 54-64 | Valur leiðir einvígið 1-0 Valskonur sýndu flottan karakter í 10 stiga sigri á Keflavík í úrslitakeppni Dominos deild kvenna. Eftir erfiðleika í fyrri hálfleik var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og unnu þær að lokum öruggan sigur. 3. apríl 2013 15:24 Keflavík jafnaði metin Keflavík vann í dag átta stiga sigur á Val, 82-74, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deild kvenna. Þar með er staðan í rimmu liðanna jöfn, 1-1. 6. apríl 2013 18:29 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 54-64 | Valur leiðir einvígið 1-0 Valskonur sýndu flottan karakter í 10 stiga sigri á Keflavík í úrslitakeppni Dominos deild kvenna. Eftir erfiðleika í fyrri hálfleik var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og unnu þær að lokum öruggan sigur. 3. apríl 2013 15:24
Keflavík jafnaði metin Keflavík vann í dag átta stiga sigur á Val, 82-74, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deild kvenna. Þar með er staðan í rimmu liðanna jöfn, 1-1. 6. apríl 2013 18:29