Skoruðu þrisvar gegn Real á 28 mínútum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2013 15:45 Upp úr sauð í síðari leiknum á Bernabeu. Nordicphotos/Getty Það eru líklega fáir sem hafa trú á endurkomu Galatasaray gegn Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.Real vann sannfærandi 3-0 sigur í fyrri leik liðanna í Madrid en liðin mætast í Istanbúl í kvöld. Galatasaray þarf að skora að minnsta kosti þrisvar og hefur til þess rúmlega níutíu mínútur. Tyrkneska liðið á þó fínar minningar frá viðureign liðanna á Ali Sami Yen leikvanginum í Istanbúl árið 2001. Þá mættust liðin einmitt í átta liða úrslitum nema fyrri leikurinn fór fram í Tyrklandi. Þáverandi Evrópumeistarar léku sér að tyrkneska liðinu í fyrri hálfleik. Ivan Helguera skallaði aukaspyrnu Luis Figo í netið á 33. mínútu og Claude Makelele skoraði sjaldséð mark á markamínútunni með skoti framhjá Brasilíumanninum Claudio Taffarel í markinu. Þegar gengið var til búningsherbergja virtust öll sund lokuð fyrir Tyrkina.Hasan Sas, Claudio Taffarel, Gheorghe Hagi, Mario Jardel og félagar.Nordicphotos/Getty„Þetta var líklega besti hálfleikur ferils míns," segir Mircea Lucescu, þáverandi stjóri Galatasaray, um síðari hálfleikinn. Rúmeninn, sem í dag stýrir Shaktar Donetsk, fór vel yfir málin með sínum mönnum í leikhléi og úr varð eftirminnilegur síðari hálfleikur. Eftir tveggja mínútna leik í síðari hálfleik braut Makelele á Hasan Sas innan vítateigs og Umit skoraði úr spyrnunni. Tyrkirnir, með arkitektinn Gheorghe Hagi í broddi fylkingar, voru komnir með blóð á tennurnar. Hasan Sas var sjálfur á ferðinni á 66. mínútu með fínu skoti eftir undirbúning Faith Akyel. Lyktin af sigri Galatasaray, því sem virtist fjarlægur draumur tuttugu mínútum fyrr, var allt í einu orðin mjög sterk.Ivan Helguera reyndist Tyrkjunum erfiður. Hann skoraði í báðum leikjunum.Nordicphotos/GettyFatih nýtti sér varnarmistök hjá Real á vinstri vængnum. Tyrkinn sendi fyrir markið á Portúgalann og farandverkamanninn Mario Jardel sem stangaði boltann í hornið. Tyrkirnir voru nær því að bæta við mörkum en Real að jafna metin og frækinn sigur Galatasaray var í höfn. Myndband af leiknum eftirminnilega og viðtöl við leikmenn og þjálfara má sjá á heimasíðu UEFA, smellið hér. Real Madrid tókst þó að hafa sigur í seinni leiknum á sínum nautsterka heimavelli með kunnuglegum lokatölum, 3-0. Leikur Galatasaray og Real Madrid er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en Meistaradeildarmörkin 45 mínútum fyrr á Stöð 2 Sport.Mörkin úr fyrri leik liðanna á Bernabeu má sjá hér.Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Sjá meira
Það eru líklega fáir sem hafa trú á endurkomu Galatasaray gegn Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.Real vann sannfærandi 3-0 sigur í fyrri leik liðanna í Madrid en liðin mætast í Istanbúl í kvöld. Galatasaray þarf að skora að minnsta kosti þrisvar og hefur til þess rúmlega níutíu mínútur. Tyrkneska liðið á þó fínar minningar frá viðureign liðanna á Ali Sami Yen leikvanginum í Istanbúl árið 2001. Þá mættust liðin einmitt í átta liða úrslitum nema fyrri leikurinn fór fram í Tyrklandi. Þáverandi Evrópumeistarar léku sér að tyrkneska liðinu í fyrri hálfleik. Ivan Helguera skallaði aukaspyrnu Luis Figo í netið á 33. mínútu og Claude Makelele skoraði sjaldséð mark á markamínútunni með skoti framhjá Brasilíumanninum Claudio Taffarel í markinu. Þegar gengið var til búningsherbergja virtust öll sund lokuð fyrir Tyrkina.Hasan Sas, Claudio Taffarel, Gheorghe Hagi, Mario Jardel og félagar.Nordicphotos/Getty„Þetta var líklega besti hálfleikur ferils míns," segir Mircea Lucescu, þáverandi stjóri Galatasaray, um síðari hálfleikinn. Rúmeninn, sem í dag stýrir Shaktar Donetsk, fór vel yfir málin með sínum mönnum í leikhléi og úr varð eftirminnilegur síðari hálfleikur. Eftir tveggja mínútna leik í síðari hálfleik braut Makelele á Hasan Sas innan vítateigs og Umit skoraði úr spyrnunni. Tyrkirnir, með arkitektinn Gheorghe Hagi í broddi fylkingar, voru komnir með blóð á tennurnar. Hasan Sas var sjálfur á ferðinni á 66. mínútu með fínu skoti eftir undirbúning Faith Akyel. Lyktin af sigri Galatasaray, því sem virtist fjarlægur draumur tuttugu mínútum fyrr, var allt í einu orðin mjög sterk.Ivan Helguera reyndist Tyrkjunum erfiður. Hann skoraði í báðum leikjunum.Nordicphotos/GettyFatih nýtti sér varnarmistök hjá Real á vinstri vængnum. Tyrkinn sendi fyrir markið á Portúgalann og farandverkamanninn Mario Jardel sem stangaði boltann í hornið. Tyrkirnir voru nær því að bæta við mörkum en Real að jafna metin og frækinn sigur Galatasaray var í höfn. Myndband af leiknum eftirminnilega og viðtöl við leikmenn og þjálfara má sjá á heimasíðu UEFA, smellið hér. Real Madrid tókst þó að hafa sigur í seinni leiknum á sínum nautsterka heimavelli með kunnuglegum lokatölum, 3-0. Leikur Galatasaray og Real Madrid er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en Meistaradeildarmörkin 45 mínútum fyrr á Stöð 2 Sport.Mörkin úr fyrri leik liðanna á Bernabeu má sjá hér.Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Sjá meira