Íslenski boltinn

Sleit krossband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árni Freyr Ásgeirsson
Árni Freyr Ásgeirsson Mynd/Keflavík.is
Markvörðurinn Árni Freyr Ásgeirsson, sem varið hefur mark Keflvíkinga í Lengjubikarnum undanfarnar vikur, missir af komandi tímabili í efstu deild.

Árni Freyr varð fyrir meiðslum á æfingu liðsins í síðustu viku og nú er ljóst að krossband er slitið. Árni Freyr hafði varið mark Keflvíkinga í fjarveru Ómars Jóhannssonar sem er sjálfur kominn á fulla ferð eftir meiðsli.

Árni Freyr er á 23. aldursári, uppalinn Keflvíkingur og kom við sögu í einum leik liðsins í Pepsi-deildinni síðasta sumar.

Bakverðirnir Grétar Atli Grétarsson og Ray Anthony Jónsson eru byrjaðir að æfa aftur eftir meiðsli. Því eru ágætar líkur á að þeir verði klárir í slaginn þegar Keflvíkingar sækja FH heim í Kaplakrika í 1. umferð Pepsi-deildar sunnudaginn 5. maí.

Eins og greint var frá á Vísi í gær ríkir algjör óvissa um þátttöku Einars Orra Einarssonar, miðjumanns Keflavíkur, í sumar. Einar Orri glímir við brjóskskemmdir í hné og óvíst hvenær hann getur farið að beita sér að fullu.


Tengdar fréttir

Vaknaði við slæm tíðindi

Óvíst er hve mikinn þátt Einar Orri Einarsson, miðjumaður Keflavíkur í Pepsi-deild karla, getur tekið þátt í komandi tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×