Körfubolti

Lewis ætlar að taka eitt ár með Keflavík áður en hann hættir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darrel Keith Lewis.
Darrel Keith Lewis. Mynd/Stefán
Darrel Keith Lewis mun spila áfram með Keflavík í Dominos-deild karla í körfubolta en fram kemur á heimasíðu félagsins að þessi 37 ára gamli leikmaður hafi framlengt samning sinn um eitt ár.

Darrel Keith Lewis átti mjög flott tímabil en hann lék á fyrsta sinn á Íslandi í átta ár eftir að hafa spilað með Grindavík frá 2002 til 2005. Lewis hefur verið með íslenskt ríkisfang síðan að hann var í Grindavík.

Í vetur var Lewis með 19,9 stig, 7,0 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í deildinni en hann hækkaði þessar tölur upp í 20,7 stig, 7,7 fráköst og 6,0 stoðsendingar í úrslitakeppninni. Keflavík datt út fyrir Stjörnunni í oddaleik í átta liða úrslitunum.

„Ákvörðun mín að spila eitt ár í viðbót var byggð á þeirri staðreynd að sem lið náðum við ekki að afreka það sem áttum að gera og gátum. Við töpuðum í fyrstum umferð úrslitakeppninnar og það varð kveikjan að því að ég ákvað að gefa þessu eina tilraun í viðbót áður en ég hætti að spila körfubolta," segir Darrel Keith Lewis í viðtali á heimasíðu Keflavíkur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×