Lance Armstrong mun ekki keppa á Masters South Central Zone sundmótinu sem fer fram í Texas um næstu helgi. Vísir sagði frá þátttöku hans fyrr í dag en þessi fyrrum hjólreiðakappi er nú hættur við eftir kvartanir frá Alþjóðasundsambandinu.
Forráðamenn FINA skrifuðu bréf til mótshaldarans, US Masters Swimming, þar sem þeir báðu um að þátttökutilkynning Lance Armstrong yrði ekki samþykkt. Þegar Lance heyrði af því ákvað hann að hætta við.
Armstrong var skráður til leiks í þremur greinum á þessu móti; 500 jarda, 1000 jarda og 1650 jarda skriðsundi. Mótið fer fram í heimabæ Armstrong, Austin en Lance Armstrong er orðinn 41 árs gamall.
Armstrong missti alla sjö Tour de France titla sína eftir að hann var dæmdur fyrir ólöglega lyfjanotkun á árunum 1999 til 2005 en hann hefur einnig misst Ólympíuverðlaun sín frá sama tímabili. Armstrong var dæmdur í lífstíðarbann af Usada (US Anti-Doping Agency), Lyfjafnefndar Bandaríkjanna, en umrætt sundmót fellur ekki undir umráðasvæði nefndarinnar.
Lance Armstrong hættur við - FINA kvartaði
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti

„Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“
Íslenski boltinn

