Kimi fljótastur á æfingum í Barein Birgir Þór Harðarson skrifar 19. apríl 2013 17:15 Kimi Raikkönen var fljótur í morgun. Kimi Raikkönen var fljótastur um brautina í Barein á seinni æfingunni fyrir kappaksturinn þar í morgun. Felipe Massa átti besta tíma fyrri æfinganna. Ólga hefur verið í landinu vegna Formúlu 1-mótsins undanfarið og hafa mótmælendur kallað eftir því að mótinu verði aflýst. Það fer hins vegar fram samkvæmt áætlun. Red Bull-mennirnir Mark Webber og Sebastian Vettel voru einni fljótir á seinni æfingunni og röðuðu sér í annað og þriðja sætið á undan Fernando Alonso á Ferrari. Massa féll aðeins niður í sjötta sætið milli æfinga. Enn er McLaren í vandræðum. Jenson Button varð aðeins ellefti og Sergio Perez, sem hefur þurft að sitja undir harðri gagnrýni fyrir frammistöðu sína í Kína, aðeins þrettándi. Sá síðarnefndi þarf að standa sig mun betur vilji hann eiga von á góðum ummælum eftir keppnishelgina í Barein. Mercedes-bílarnir voru heldur ekkert ofboðslega fljótir. Lewis Hamilton varð tíundi á seinni æfingunni en Nico Rosberg náði þó áttunda. Er talið að sami draugur elti þá þar sem hitinn er mikill og í fyrra, þegar bíllinn fór einstaklega illa með dekkin í hitanum. Leifar af þeim draugi gætu verið að bögga Mercedes. Tímatökurnar fara fram á morgun og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Kimi Raikkönen var fljótastur um brautina í Barein á seinni æfingunni fyrir kappaksturinn þar í morgun. Felipe Massa átti besta tíma fyrri æfinganna. Ólga hefur verið í landinu vegna Formúlu 1-mótsins undanfarið og hafa mótmælendur kallað eftir því að mótinu verði aflýst. Það fer hins vegar fram samkvæmt áætlun. Red Bull-mennirnir Mark Webber og Sebastian Vettel voru einni fljótir á seinni æfingunni og röðuðu sér í annað og þriðja sætið á undan Fernando Alonso á Ferrari. Massa féll aðeins niður í sjötta sætið milli æfinga. Enn er McLaren í vandræðum. Jenson Button varð aðeins ellefti og Sergio Perez, sem hefur þurft að sitja undir harðri gagnrýni fyrir frammistöðu sína í Kína, aðeins þrettándi. Sá síðarnefndi þarf að standa sig mun betur vilji hann eiga von á góðum ummælum eftir keppnishelgina í Barein. Mercedes-bílarnir voru heldur ekkert ofboðslega fljótir. Lewis Hamilton varð tíundi á seinni æfingunni en Nico Rosberg náði þó áttunda. Er talið að sami draugur elti þá þar sem hitinn er mikill og í fyrra, þegar bíllinn fór einstaklega illa með dekkin í hitanum. Leifar af þeim draugi gætu verið að bögga Mercedes. Tímatökurnar fara fram á morgun og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira