Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig - Framsókn dalar Höskuldur Kári Schram skrifar 17. apríl 2013 18:41 Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig verulegu fylgi en Framsókn dalar samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir að útspil Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, um síðustu helgi hafi heppnast fullkomlega. Miklar sveiflur hafa verið á fylgi framboða í síðustu könnunum. Björt framtíð mælist nú með sex komma fimm prósent og tapar nærri tveimur prósentustigum frá síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn er með rúmlega þrjátíu prósenta fylgi og tapar tíu prósentustigum. Sjálfstæðimenn auka fylgi sitt um nærri helming og eru nú með tæp 27 prósent. Stjórnarflokkarnir bæta líka við sig fylgi. Samfylkingin fer úr 9,5 í tæp fjórtán prósent og Vinstri grænir fara úr fimm komma sex í tæp átta. Fylgi Pírata stendur í stað á milli kannana. Önnur framboð ná ekki fimm prósenta fylgi. Hægri grænir eru með 0.8 prósent. Flokkur heimilanna er með tvö komm fjögur en Húmanistaflokkurinn og Regnboginn komast ekki á blað. Lýðræðisvaktin mælist með eitt komma sjö og Dögun með þrjú prósent. Úrtakið var 1.900 manns. Þar af náðist í 1.200, - af þeim tóku 84 prósent afstöðu. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að útspil Bjarna Benediktssonar um síðustu helgi hafi augljóslega skilað árangri. „Kjósendur eru að færa sig á milli þessara flokka og ef að Sjálfstæðisflokkurinn fer upp, þá er það sennilega mest á kostnað Framsóknarflokksins og ef Framsóknarflokkurinn fer upp, þá er það mikið á kostnað Sjálfstæðisflokksins þó að Framsóknarflokkurinn hafi verið að tala fylgi frá fleiri flokkum líka." Staða samfylkingarinnar sé hins vegar ekki vænleg miðað við þessa könnun. „Í raun og veru er Samfylkingin að vera komin niður fyrir það sem Alþýðuflokkurinn var með í gamla daga. Og hann var ekki stór flokkur." Flokkarnir hafi þó enn tækifæri til að bæta við sig fylgi. „Það er mikið af kjósendum sem eru ennþá óákveðnir. Við sjáum það að einn afmarkaður viðburður, um eina helgi, virðist geta breytt straumum kosningabaráttunnar allavega þannig að það sé verulega í könnunum.“Úrtakið í könnuninni var 1.899 manns en hringt var þar til náðist í 1.200 samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 15. apríl og þriðjudaginn 16. apríl.Svarhlutfallið var 63,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá.Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa?Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk?Alls tók 67,8 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2013 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig verulegu fylgi en Framsókn dalar samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir að útspil Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, um síðustu helgi hafi heppnast fullkomlega. Miklar sveiflur hafa verið á fylgi framboða í síðustu könnunum. Björt framtíð mælist nú með sex komma fimm prósent og tapar nærri tveimur prósentustigum frá síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn er með rúmlega þrjátíu prósenta fylgi og tapar tíu prósentustigum. Sjálfstæðimenn auka fylgi sitt um nærri helming og eru nú með tæp 27 prósent. Stjórnarflokkarnir bæta líka við sig fylgi. Samfylkingin fer úr 9,5 í tæp fjórtán prósent og Vinstri grænir fara úr fimm komma sex í tæp átta. Fylgi Pírata stendur í stað á milli kannana. Önnur framboð ná ekki fimm prósenta fylgi. Hægri grænir eru með 0.8 prósent. Flokkur heimilanna er með tvö komm fjögur en Húmanistaflokkurinn og Regnboginn komast ekki á blað. Lýðræðisvaktin mælist með eitt komma sjö og Dögun með þrjú prósent. Úrtakið var 1.900 manns. Þar af náðist í 1.200, - af þeim tóku 84 prósent afstöðu. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að útspil Bjarna Benediktssonar um síðustu helgi hafi augljóslega skilað árangri. „Kjósendur eru að færa sig á milli þessara flokka og ef að Sjálfstæðisflokkurinn fer upp, þá er það sennilega mest á kostnað Framsóknarflokksins og ef Framsóknarflokkurinn fer upp, þá er það mikið á kostnað Sjálfstæðisflokksins þó að Framsóknarflokkurinn hafi verið að tala fylgi frá fleiri flokkum líka." Staða samfylkingarinnar sé hins vegar ekki vænleg miðað við þessa könnun. „Í raun og veru er Samfylkingin að vera komin niður fyrir það sem Alþýðuflokkurinn var með í gamla daga. Og hann var ekki stór flokkur." Flokkarnir hafi þó enn tækifæri til að bæta við sig fylgi. „Það er mikið af kjósendum sem eru ennþá óákveðnir. Við sjáum það að einn afmarkaður viðburður, um eina helgi, virðist geta breytt straumum kosningabaráttunnar allavega þannig að það sé verulega í könnunum.“Úrtakið í könnuninni var 1.899 manns en hringt var þar til náðist í 1.200 samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 15. apríl og þriðjudaginn 16. apríl.Svarhlutfallið var 63,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá.Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa?Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk?Alls tók 67,8 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2013 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira