Reið ung kona Una Hildardóttir skrifar 17. apríl 2013 14:20 Fleiri og fleiri konur, og þá sérstaklega ungar stúlkur, vilja nú til dags ekki bendla sig við femínistahugtakið. Þegar Katy Perry tók við verðlaununum Kona ársins hjá Billboard sagðist hún til dæmis ekki vilja kalla sig femínista en sagðist trúa á styrk kvenna. Sú var tíðin að orðið „femínisti" var notað sem blótsyrði á Íslandi - sem niðrandi orð í svipaðri merkingu og „helvítis tussan þín" eða „hóra". Það er ekkert langt síðan. Um það bil sex mánuðir. Þegar ég gef það til kynna að ég sé feminísti er oft svarað um hæl að ég sé bara reið gella. Í íslenskri götuorðabók væri skýringin á orðinu femínisti eitthvað á þessa leið: reið ung kona sem hatar karlmenn. Samfélagið hefur mótað sýn okkar. Í dag eiga konur erfitt með að vera stoltar af skoðunum sínum og eiga jafnvel í hættu á að lenda í ofsafengnu einelti á netinu og jafnvel í hversdagslífi sínu. Það er ekki auðvelt að vera femínisti í dag. Ég verð að viðurkenna að mér þykir það erfitt. Það er erfitt að fylgjast með umræðum á netmiðlum og fyllast ekki reiði. Sérstaklega ef ég reyni að tjá mig í umræðunni og fæ þá stimpilinn „reiða gellan sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár." Ef heimurinn væri ekki fullur af óréttlæti og niðrandi orðræðu sem beinist að baráttukonum í nútímasamfélagi þá væri ég ekki reið. Ef vandamálið væri ekki staðar væri ekkert til þess að reita mig til reiði. Ef verið væri að tala illa um náinn fjölskyldumeðlim í fréttum og ég færi að tjá mig um það, myndir þú segja um mig: „Hún ætti að skjóta sig í hausinn, enginn myndi sakna hennar."? Ef knattspyrnuliðið mitt félli niður um deild og ég tjáði mig um óréttlætið á netinu myndir þú svara mér með orðum eins og: „Öfgafullir aðdáendur eru illa gefnir."? Hvað þá ef að væri að biðja þig um að styrkja hjálpastarf í Afríku? Gætir þú horft djúpt í augun á mér og sagt við mig: „Ég myndi ekki snerta undirskriftalistann þinn með annars manns tittling á tuttugu metra priki."? Af hverju má ég ekki berjast fyrir jafnrétti kynjanna? Er sú barátta eitthvað öðruvísi en önnur barátta? Ég vil geta barist fyrir mínum hjartans málum án þess að fá dauðahótanir. Ég vil geta borið höfuðið hátt og sagt „ég er femínisti" án þess að fá niðrandi tilsvör eða háðsglósur frá jafnöldrum mínum. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki enn lent í jafnhræðilegum hótunum og margar kynsystur mínar. Það þarf að vekja samfélagið frá þessari hræðilegu martröð sem hefur skapast í gegnum andstöðu við kvenfrelsisbaráttuna. Með því að rísa upp gegn femínisma gerir fólk málstaðinn mikilvægari og kallar enn frekar á kvennabaráttuna. Niðrandi orðræða á netinu og morðhótanir eru vindur í segl kvenfrelsisbaráttunnar. Með því að reyna að berja hana niður sjá níðingar til þess að baráttukonur rísi upp hver á fætur annarri. Við erum sterkar og við stöndum saman í blíðu og stríðu. Ég ætla að halda áfram að vera reið ung kona sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár. Ég hef fundið minn vígvöll, stað þar sem ég get komið hugmyndum mínum í verk og fundið fólk með sömu hugmyndir og stefnu og ég. Ég ætla að vera reið ung kona þangað til að markmiðinu er náð og jafnrétti ríkir í samfélaginu - og vonandi getur fólk einn daginn talað um mig sem baráttukonu. Þess vegna kýs ég VG. Höfundur skipar 11. sæti framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Fleiri og fleiri konur, og þá sérstaklega ungar stúlkur, vilja nú til dags ekki bendla sig við femínistahugtakið. Þegar Katy Perry tók við verðlaununum Kona ársins hjá Billboard sagðist hún til dæmis ekki vilja kalla sig femínista en sagðist trúa á styrk kvenna. Sú var tíðin að orðið „femínisti" var notað sem blótsyrði á Íslandi - sem niðrandi orð í svipaðri merkingu og „helvítis tussan þín" eða „hóra". Það er ekkert langt síðan. Um það bil sex mánuðir. Þegar ég gef það til kynna að ég sé feminísti er oft svarað um hæl að ég sé bara reið gella. Í íslenskri götuorðabók væri skýringin á orðinu femínisti eitthvað á þessa leið: reið ung kona sem hatar karlmenn. Samfélagið hefur mótað sýn okkar. Í dag eiga konur erfitt með að vera stoltar af skoðunum sínum og eiga jafnvel í hættu á að lenda í ofsafengnu einelti á netinu og jafnvel í hversdagslífi sínu. Það er ekki auðvelt að vera femínisti í dag. Ég verð að viðurkenna að mér þykir það erfitt. Það er erfitt að fylgjast með umræðum á netmiðlum og fyllast ekki reiði. Sérstaklega ef ég reyni að tjá mig í umræðunni og fæ þá stimpilinn „reiða gellan sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár." Ef heimurinn væri ekki fullur af óréttlæti og niðrandi orðræðu sem beinist að baráttukonum í nútímasamfélagi þá væri ég ekki reið. Ef vandamálið væri ekki staðar væri ekkert til þess að reita mig til reiði. Ef verið væri að tala illa um náinn fjölskyldumeðlim í fréttum og ég færi að tjá mig um það, myndir þú segja um mig: „Hún ætti að skjóta sig í hausinn, enginn myndi sakna hennar."? Ef knattspyrnuliðið mitt félli niður um deild og ég tjáði mig um óréttlætið á netinu myndir þú svara mér með orðum eins og: „Öfgafullir aðdáendur eru illa gefnir."? Hvað þá ef að væri að biðja þig um að styrkja hjálpastarf í Afríku? Gætir þú horft djúpt í augun á mér og sagt við mig: „Ég myndi ekki snerta undirskriftalistann þinn með annars manns tittling á tuttugu metra priki."? Af hverju má ég ekki berjast fyrir jafnrétti kynjanna? Er sú barátta eitthvað öðruvísi en önnur barátta? Ég vil geta barist fyrir mínum hjartans málum án þess að fá dauðahótanir. Ég vil geta borið höfuðið hátt og sagt „ég er femínisti" án þess að fá niðrandi tilsvör eða háðsglósur frá jafnöldrum mínum. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki enn lent í jafnhræðilegum hótunum og margar kynsystur mínar. Það þarf að vekja samfélagið frá þessari hræðilegu martröð sem hefur skapast í gegnum andstöðu við kvenfrelsisbaráttuna. Með því að rísa upp gegn femínisma gerir fólk málstaðinn mikilvægari og kallar enn frekar á kvennabaráttuna. Niðrandi orðræða á netinu og morðhótanir eru vindur í segl kvenfrelsisbaráttunnar. Með því að reyna að berja hana niður sjá níðingar til þess að baráttukonur rísi upp hver á fætur annarri. Við erum sterkar og við stöndum saman í blíðu og stríðu. Ég ætla að halda áfram að vera reið ung kona sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár. Ég hef fundið minn vígvöll, stað þar sem ég get komið hugmyndum mínum í verk og fundið fólk með sömu hugmyndir og stefnu og ég. Ég ætla að vera reið ung kona þangað til að markmiðinu er náð og jafnrétti ríkir í samfélaginu - og vonandi getur fólk einn daginn talað um mig sem baráttukonu. Þess vegna kýs ég VG. Höfundur skipar 11. sæti framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun