Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 24-19 | Fram jafnaði metin í einvíginu Kolbeinn Tumi Daðason í Safamýri skrifar 16. apríl 2013 14:50 Mynd/Stefán Leikur liðanna í kvöld var í raun spegilmynd af leiknum í Krikanum á laugardaginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik komu heimamenn mun betur stemmdir til leiks í síðari hálfleik. Þeir náðu fljótlega sex marka forskoti og tókst FH-ingum aldrei að ógna heimamönnum að ráði. Magnús Erlendsson var frábær í marki Framara í síðari hálfleik en vörnin stóð einnig mjög vel. Gestirnir skoruðu aðeins átján mörk sem er frekar sjaldséð í íslenskum karlahandbolta. Segja má að FH hafi verið í basli sóknarlega frá fyrstu mínútu. Framarar vorou fljótir að brjóta á þeim sem þurftu fyrir vikið að hafa mikið fyrir mörkum sínum. Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH sem var í sérflokki í fyrsta leiknum, sá ekki til sólar og skoraði aðeins tvö mörk í tíu tilraunum. Magnús varði 19 skot FH-inga og varnarmenn Framara bættu nokkrum í púkkið. Níu leikmenn Fram skoruðu mörkin 24 en aðeins sex leikmenn FH komust á blað. Daníel Freyr varði 16 skot hjá FH og var þeirra skástur. Þá skoraði Þorkell Magnússon nokkur góð mörk úr þröngum færum þegar FH þurfti á að halda. Ægir Hrafn: Þurftum að auka geðveikina„Munurinn á okkur var að við mættum til leiks. Þetta var hörmung á laugardaginn og það sáu allir að þetta vorum ekki við,“ sagði varnartröllið Ægir Hrafn Jónsson í leikslok. Hann sagði Framara hafa lagt upp með að auka geðveikina í leik sínum og skemmta sér. Framarar fögnuðu öllum mörkum af mikilli innlifun og skemmtu sér vel. „Þetta er úrslitakeppni og við erum að æfa sex sinnum í viku útaf þessu. Ef við hefðum ekki gaman að þessu gætum við sleppt þessu,“ sagði Ægir. Magnús Erlendsson varði vel í markinu ólíkt því sem var á laugardaginn. „Vörnin var engin á laugardaginn og erfitt fyrir markmann að vakna með gatasigti fyrir framan sig. Nú var hún góð og Maggi kom inn,“ sagði Ægir. Hann er klár á því að Framarar eru með sterkara lið en FH. „Já, þú sást það í dag,“ sagði Ægir og hló. Ásbjörn: Eintómt einstaklingsframtak„Við erum að fara yfir það í huganum hvað við gerðum vitlaust í leiknum. Fátt annað kemst að núna,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, þungt hugsi leikstjórnandi FH-inga, í leikslok. FH-ingar misstu Framara fram úr sér í síðari hálfleik eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. „Mér fannst við líka á hælunum í fyrri hálfleik. Við fórum illa með góðar stöður og svo fór allt í baklás í seinni hálfleik. Gerðum okkur seka um að brjóta okkur út úr leikskipulaginu trekk í trekk,“ sagði Ásbjörn. Leikstjórnandinn taldi sína menn ekki hafa verið of hátt uppi eftir níu marka sigur á laugardaginn. „Ég held ekki. Framararnir hittu á góðan dag og hlutirnir duttu fyrir þá. Þeir fá hraðaupphlaup einum fleiri og annað,“ sagði Ásbjörn. Menn voru of mikið að reyna að gera hlutina upp á eigin spýtur. „Þetta var eintómt einstaklingsframtak. Við létum þá brjóta án þess að ná að opna fyrir næsta. Fengum ekki aukasendingar í hornin eða á milli eitt og tvö,“ sagði Ásbjörn sem skoraði aðeins tvö mörk úr tíu skotum. „Svo voru þeir að blokka mikið af skotum. Ég veit ekki hvað þeir blokkuðu mörg skot hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. Hans menn þurfi að teygja betur á vörn Fram í næsta leik. „Við jöfnum okkur á þessu. Förum yfir þetta hver og einn í kvöld. Svo mætum við klárir á fimmtudaginn,“ sagði Ásbjörn. Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Sjá meira
Leikur liðanna í kvöld var í raun spegilmynd af leiknum í Krikanum á laugardaginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik komu heimamenn mun betur stemmdir til leiks í síðari hálfleik. Þeir náðu fljótlega sex marka forskoti og tókst FH-ingum aldrei að ógna heimamönnum að ráði. Magnús Erlendsson var frábær í marki Framara í síðari hálfleik en vörnin stóð einnig mjög vel. Gestirnir skoruðu aðeins átján mörk sem er frekar sjaldséð í íslenskum karlahandbolta. Segja má að FH hafi verið í basli sóknarlega frá fyrstu mínútu. Framarar vorou fljótir að brjóta á þeim sem þurftu fyrir vikið að hafa mikið fyrir mörkum sínum. Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH sem var í sérflokki í fyrsta leiknum, sá ekki til sólar og skoraði aðeins tvö mörk í tíu tilraunum. Magnús varði 19 skot FH-inga og varnarmenn Framara bættu nokkrum í púkkið. Níu leikmenn Fram skoruðu mörkin 24 en aðeins sex leikmenn FH komust á blað. Daníel Freyr varði 16 skot hjá FH og var þeirra skástur. Þá skoraði Þorkell Magnússon nokkur góð mörk úr þröngum færum þegar FH þurfti á að halda. Ægir Hrafn: Þurftum að auka geðveikina„Munurinn á okkur var að við mættum til leiks. Þetta var hörmung á laugardaginn og það sáu allir að þetta vorum ekki við,“ sagði varnartröllið Ægir Hrafn Jónsson í leikslok. Hann sagði Framara hafa lagt upp með að auka geðveikina í leik sínum og skemmta sér. Framarar fögnuðu öllum mörkum af mikilli innlifun og skemmtu sér vel. „Þetta er úrslitakeppni og við erum að æfa sex sinnum í viku útaf þessu. Ef við hefðum ekki gaman að þessu gætum við sleppt þessu,“ sagði Ægir. Magnús Erlendsson varði vel í markinu ólíkt því sem var á laugardaginn. „Vörnin var engin á laugardaginn og erfitt fyrir markmann að vakna með gatasigti fyrir framan sig. Nú var hún góð og Maggi kom inn,“ sagði Ægir. Hann er klár á því að Framarar eru með sterkara lið en FH. „Já, þú sást það í dag,“ sagði Ægir og hló. Ásbjörn: Eintómt einstaklingsframtak„Við erum að fara yfir það í huganum hvað við gerðum vitlaust í leiknum. Fátt annað kemst að núna,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, þungt hugsi leikstjórnandi FH-inga, í leikslok. FH-ingar misstu Framara fram úr sér í síðari hálfleik eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. „Mér fannst við líka á hælunum í fyrri hálfleik. Við fórum illa með góðar stöður og svo fór allt í baklás í seinni hálfleik. Gerðum okkur seka um að brjóta okkur út úr leikskipulaginu trekk í trekk,“ sagði Ásbjörn. Leikstjórnandinn taldi sína menn ekki hafa verið of hátt uppi eftir níu marka sigur á laugardaginn. „Ég held ekki. Framararnir hittu á góðan dag og hlutirnir duttu fyrir þá. Þeir fá hraðaupphlaup einum fleiri og annað,“ sagði Ásbjörn. Menn voru of mikið að reyna að gera hlutina upp á eigin spýtur. „Þetta var eintómt einstaklingsframtak. Við létum þá brjóta án þess að ná að opna fyrir næsta. Fengum ekki aukasendingar í hornin eða á milli eitt og tvö,“ sagði Ásbjörn sem skoraði aðeins tvö mörk úr tíu skotum. „Svo voru þeir að blokka mikið af skotum. Ég veit ekki hvað þeir blokkuðu mörg skot hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. Hans menn þurfi að teygja betur á vörn Fram í næsta leik. „Við jöfnum okkur á þessu. Förum yfir þetta hver og einn í kvöld. Svo mætum við klárir á fimmtudaginn,“ sagði Ásbjörn.
Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Sjá meira