Kjósendur refsa flokkunum fyrir óvinsæla ríkisstjórn Höskuldur Kári Schram skrifar 15. apríl 2013 18:48 Fylgi ríkisstjórnarflokkanna heldur áfram að minnka samkvæmt könnun MMR. Flokkarnir eru nú samanlagt með rúmlega sautján prósenta fylgi og Vinstri grænir við það að þurrkast út. Könnun MMR var gerð dagana 11. til 14. apríl og náði til rúmlega 900 einstaklinga á aldrinum 18-67 ára. Fylgi Bjartrar framtíðar stendur nánast í stað milli kannana en framsóknarflokkurinn heldur hins áfram að bæta við sig fylgi. Sjálfstæðismenn bæta einnig við sig fylgi og eru nú með tæp 23 prósent. Lýðræðisvaktin mælist með 3 prósent en Samfylkingin tapar fylgi og fer úr tæpum 13 prósentum í rúm 10. Dögun er hástökkvarinn að þessu sinni en flokkurinn nærri tvöfaldar fylgi sitt milli kannana og er nú með 3,6 prósent. Vinstri grænir tapa fylgi og eru nú orðnir minni en Píratar sem halda áfram að bæta við sig fylgi. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur annað hvort staðið í stað eða minnkað á milli þeirra kannana sem gerðar hafa verið. Í síðustu kosningum voru flokkarnir samanlagt með ríflega 50 prósenta fylgi en það mælist nú rúmlega 17 prósent. Vinstri grænir eru ekki langt frá því að þurrkast út. „Já, staðan er ekki góð. Við liggjum mjög lágt núna og ég er auðvitað ekki sátt við þetta fylgi sem við erum að fá í skoðanakönnunum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. „Ég held að það sé að sýna sig á Íslandi, eins og hefur gerst í mörgum löndum, að það er ekki til vinsælda fallið að glíma við þau erfiðu verkefni sem verið hafa á borði stjórnmálanna undanfarin ár. Og ég held að við séum að gjalda fyrir það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt kjörtímabil og það var ljóst að það yrði það fyrir hvaða flokk sem á því tæki. Auðvitað skýrir það vafalaust eitthvað af þessu fylgistapi,“ segir Katrín. Veður það persónulegt áfall fyrir þig ef flokkurinn fær tíu til tólf prósenta fylgi í kosningunum? „Það er áfall fyrir jafnaðarmenn í landinu ef að burðarflokkur jafnaðarmanna er ekki að ná að standa það sterkt að hann geti ekki áfram haft lykiláhrif á landsstjórnina. Það er bara áfall fyrir okkur öll,“ segir Árni Páll. Þið skiptuð um formann, til þess jafnvel að koma í veg fyrir fylgishrun, það virðist ekki að vera virka heldur? „Nú verður hreyfingin að svara því. Formaðurinn sem var ákvað að láta af störfum og ég gaf kost á mér. Ég taldi aldrei að það yrði töfralausn að sjá tölur í fylgi, það er miklu flóknara en svo. Ég held að áhrif einstaklinga í því séu ofmetin,“ segir Katrín. Kosningar 2013 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fylgi ríkisstjórnarflokkanna heldur áfram að minnka samkvæmt könnun MMR. Flokkarnir eru nú samanlagt með rúmlega sautján prósenta fylgi og Vinstri grænir við það að þurrkast út. Könnun MMR var gerð dagana 11. til 14. apríl og náði til rúmlega 900 einstaklinga á aldrinum 18-67 ára. Fylgi Bjartrar framtíðar stendur nánast í stað milli kannana en framsóknarflokkurinn heldur hins áfram að bæta við sig fylgi. Sjálfstæðismenn bæta einnig við sig fylgi og eru nú með tæp 23 prósent. Lýðræðisvaktin mælist með 3 prósent en Samfylkingin tapar fylgi og fer úr tæpum 13 prósentum í rúm 10. Dögun er hástökkvarinn að þessu sinni en flokkurinn nærri tvöfaldar fylgi sitt milli kannana og er nú með 3,6 prósent. Vinstri grænir tapa fylgi og eru nú orðnir minni en Píratar sem halda áfram að bæta við sig fylgi. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur annað hvort staðið í stað eða minnkað á milli þeirra kannana sem gerðar hafa verið. Í síðustu kosningum voru flokkarnir samanlagt með ríflega 50 prósenta fylgi en það mælist nú rúmlega 17 prósent. Vinstri grænir eru ekki langt frá því að þurrkast út. „Já, staðan er ekki góð. Við liggjum mjög lágt núna og ég er auðvitað ekki sátt við þetta fylgi sem við erum að fá í skoðanakönnunum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. „Ég held að það sé að sýna sig á Íslandi, eins og hefur gerst í mörgum löndum, að það er ekki til vinsælda fallið að glíma við þau erfiðu verkefni sem verið hafa á borði stjórnmálanna undanfarin ár. Og ég held að við séum að gjalda fyrir það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt kjörtímabil og það var ljóst að það yrði það fyrir hvaða flokk sem á því tæki. Auðvitað skýrir það vafalaust eitthvað af þessu fylgistapi,“ segir Katrín. Veður það persónulegt áfall fyrir þig ef flokkurinn fær tíu til tólf prósenta fylgi í kosningunum? „Það er áfall fyrir jafnaðarmenn í landinu ef að burðarflokkur jafnaðarmanna er ekki að ná að standa það sterkt að hann geti ekki áfram haft lykiláhrif á landsstjórnina. Það er bara áfall fyrir okkur öll,“ segir Árni Páll. Þið skiptuð um formann, til þess jafnvel að koma í veg fyrir fylgishrun, það virðist ekki að vera virka heldur? „Nú verður hreyfingin að svara því. Formaðurinn sem var ákvað að láta af störfum og ég gaf kost á mér. Ég taldi aldrei að það yrði töfralausn að sjá tölur í fylgi, það er miklu flóknara en svo. Ég held að áhrif einstaklinga í því séu ofmetin,“ segir Katrín.
Kosningar 2013 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira