Kjósendur refsa flokkunum fyrir óvinsæla ríkisstjórn Höskuldur Kári Schram skrifar 15. apríl 2013 18:48 Fylgi ríkisstjórnarflokkanna heldur áfram að minnka samkvæmt könnun MMR. Flokkarnir eru nú samanlagt með rúmlega sautján prósenta fylgi og Vinstri grænir við það að þurrkast út. Könnun MMR var gerð dagana 11. til 14. apríl og náði til rúmlega 900 einstaklinga á aldrinum 18-67 ára. Fylgi Bjartrar framtíðar stendur nánast í stað milli kannana en framsóknarflokkurinn heldur hins áfram að bæta við sig fylgi. Sjálfstæðismenn bæta einnig við sig fylgi og eru nú með tæp 23 prósent. Lýðræðisvaktin mælist með 3 prósent en Samfylkingin tapar fylgi og fer úr tæpum 13 prósentum í rúm 10. Dögun er hástökkvarinn að þessu sinni en flokkurinn nærri tvöfaldar fylgi sitt milli kannana og er nú með 3,6 prósent. Vinstri grænir tapa fylgi og eru nú orðnir minni en Píratar sem halda áfram að bæta við sig fylgi. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur annað hvort staðið í stað eða minnkað á milli þeirra kannana sem gerðar hafa verið. Í síðustu kosningum voru flokkarnir samanlagt með ríflega 50 prósenta fylgi en það mælist nú rúmlega 17 prósent. Vinstri grænir eru ekki langt frá því að þurrkast út. „Já, staðan er ekki góð. Við liggjum mjög lágt núna og ég er auðvitað ekki sátt við þetta fylgi sem við erum að fá í skoðanakönnunum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. „Ég held að það sé að sýna sig á Íslandi, eins og hefur gerst í mörgum löndum, að það er ekki til vinsælda fallið að glíma við þau erfiðu verkefni sem verið hafa á borði stjórnmálanna undanfarin ár. Og ég held að við séum að gjalda fyrir það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt kjörtímabil og það var ljóst að það yrði það fyrir hvaða flokk sem á því tæki. Auðvitað skýrir það vafalaust eitthvað af þessu fylgistapi,“ segir Katrín. Veður það persónulegt áfall fyrir þig ef flokkurinn fær tíu til tólf prósenta fylgi í kosningunum? „Það er áfall fyrir jafnaðarmenn í landinu ef að burðarflokkur jafnaðarmanna er ekki að ná að standa það sterkt að hann geti ekki áfram haft lykiláhrif á landsstjórnina. Það er bara áfall fyrir okkur öll,“ segir Árni Páll. Þið skiptuð um formann, til þess jafnvel að koma í veg fyrir fylgishrun, það virðist ekki að vera virka heldur? „Nú verður hreyfingin að svara því. Formaðurinn sem var ákvað að láta af störfum og ég gaf kost á mér. Ég taldi aldrei að það yrði töfralausn að sjá tölur í fylgi, það er miklu flóknara en svo. Ég held að áhrif einstaklinga í því séu ofmetin,“ segir Katrín. Kosningar 2013 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fylgi ríkisstjórnarflokkanna heldur áfram að minnka samkvæmt könnun MMR. Flokkarnir eru nú samanlagt með rúmlega sautján prósenta fylgi og Vinstri grænir við það að þurrkast út. Könnun MMR var gerð dagana 11. til 14. apríl og náði til rúmlega 900 einstaklinga á aldrinum 18-67 ára. Fylgi Bjartrar framtíðar stendur nánast í stað milli kannana en framsóknarflokkurinn heldur hins áfram að bæta við sig fylgi. Sjálfstæðismenn bæta einnig við sig fylgi og eru nú með tæp 23 prósent. Lýðræðisvaktin mælist með 3 prósent en Samfylkingin tapar fylgi og fer úr tæpum 13 prósentum í rúm 10. Dögun er hástökkvarinn að þessu sinni en flokkurinn nærri tvöfaldar fylgi sitt milli kannana og er nú með 3,6 prósent. Vinstri grænir tapa fylgi og eru nú orðnir minni en Píratar sem halda áfram að bæta við sig fylgi. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur annað hvort staðið í stað eða minnkað á milli þeirra kannana sem gerðar hafa verið. Í síðustu kosningum voru flokkarnir samanlagt með ríflega 50 prósenta fylgi en það mælist nú rúmlega 17 prósent. Vinstri grænir eru ekki langt frá því að þurrkast út. „Já, staðan er ekki góð. Við liggjum mjög lágt núna og ég er auðvitað ekki sátt við þetta fylgi sem við erum að fá í skoðanakönnunum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. „Ég held að það sé að sýna sig á Íslandi, eins og hefur gerst í mörgum löndum, að það er ekki til vinsælda fallið að glíma við þau erfiðu verkefni sem verið hafa á borði stjórnmálanna undanfarin ár. Og ég held að við séum að gjalda fyrir það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt kjörtímabil og það var ljóst að það yrði það fyrir hvaða flokk sem á því tæki. Auðvitað skýrir það vafalaust eitthvað af þessu fylgistapi,“ segir Katrín. Veður það persónulegt áfall fyrir þig ef flokkurinn fær tíu til tólf prósenta fylgi í kosningunum? „Það er áfall fyrir jafnaðarmenn í landinu ef að burðarflokkur jafnaðarmanna er ekki að ná að standa það sterkt að hann geti ekki áfram haft lykiláhrif á landsstjórnina. Það er bara áfall fyrir okkur öll,“ segir Árni Páll. Þið skiptuð um formann, til þess jafnvel að koma í veg fyrir fylgishrun, það virðist ekki að vera virka heldur? „Nú verður hreyfingin að svara því. Formaðurinn sem var ákvað að láta af störfum og ég gaf kost á mér. Ég taldi aldrei að það yrði töfralausn að sjá tölur í fylgi, það er miklu flóknara en svo. Ég held að áhrif einstaklinga í því séu ofmetin,“ segir Katrín.
Kosningar 2013 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira