Horner hafnar samsæriskenningum Birgir Þór Harðarson skrifar 15. apríl 2013 17:30 Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hafnar samsæriskenningum um að liðið hafi viljandi spillt kappakstrinum fyrir Mark Webber í Kína. Webber þurfti að sætta sig við að ræsa af viðgerðarsvæðinu í kappakstrinum eftir að dómarar mótsins gátu ekki tekið nægilega stórt sýni af eldsneytinu um borð í bílnum. Hann þurfti svo að hætta keppni þegar hægra afturhjólið skoppaði undan Red Bull-bílnum. Dekkið hafði ekki verið fest nógu vel í viðgerðarhléi. Kappaksturinn í Kína um helgina var sá fyrsti eftir kappaksturinn í Malasíu þar sem Sebastian Vettel hundsaði liðskipanir og tók fram úr Webber, með þeim afleiðingum að allt sprakk í loft upp innan liðsins og á milli liðsfélaganna. „Hver sá sem heldur að það sé eitthvað samsæri í gangi gegn öðrum hvorum bílstjórunum veit ekki hvað hann er að segja. Það er ekkert samsæri,“ sagði Horner, pirraður á öllu veseninu sem málið í Malasíu hefur skapað liðinu. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein um næstu helgi fyrir að hafa skapað hættu í brautinni þegar dekkið skoppaði undan. Þá var Red Bull-liðið sektað um 5.000 evrur, jafngildi 770.000 íslenskra króna, fyrir hættuna sem skapaðist. Á myndbandinu má sjá Webber svara spurningum blaðamanna fyrir helgi. Þar fær hann spurningu um Helmut Marko, mótorsportstjóra Red Bull, sem hefur ekki talað vel um Webber í fjölmiðlum. Webber bregst smekklega við. Formúla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hafnar samsæriskenningum um að liðið hafi viljandi spillt kappakstrinum fyrir Mark Webber í Kína. Webber þurfti að sætta sig við að ræsa af viðgerðarsvæðinu í kappakstrinum eftir að dómarar mótsins gátu ekki tekið nægilega stórt sýni af eldsneytinu um borð í bílnum. Hann þurfti svo að hætta keppni þegar hægra afturhjólið skoppaði undan Red Bull-bílnum. Dekkið hafði ekki verið fest nógu vel í viðgerðarhléi. Kappaksturinn í Kína um helgina var sá fyrsti eftir kappaksturinn í Malasíu þar sem Sebastian Vettel hundsaði liðskipanir og tók fram úr Webber, með þeim afleiðingum að allt sprakk í loft upp innan liðsins og á milli liðsfélaganna. „Hver sá sem heldur að það sé eitthvað samsæri í gangi gegn öðrum hvorum bílstjórunum veit ekki hvað hann er að segja. Það er ekkert samsæri,“ sagði Horner, pirraður á öllu veseninu sem málið í Malasíu hefur skapað liðinu. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein um næstu helgi fyrir að hafa skapað hættu í brautinni þegar dekkið skoppaði undan. Þá var Red Bull-liðið sektað um 5.000 evrur, jafngildi 770.000 íslenskra króna, fyrir hættuna sem skapaðist. Á myndbandinu má sjá Webber svara spurningum blaðamanna fyrir helgi. Þar fær hann spurningu um Helmut Marko, mótorsportstjóra Red Bull, sem hefur ekki talað vel um Webber í fjölmiðlum. Webber bregst smekklega við.
Formúla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira