Hvetja til útstrikana á eigin frambjóðanda Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. apríl 2013 00:53 Ingi Karl kallaði Hildi öllum illum nöfnum á Facebook-síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur. Píratar hafa sent frá sér tilkynningu vegna ummæla Inga Karls Sigríðarsonar, sem skipar 9. sæti flokksins í norðausturkjördæmi, um Hildi Lilliendahl. Flokkurinn hvetur kjósendur til að strika nafn hans út á kjörseðlinum. Ingi Karl kallaði Hildi öllum illum nöfnum á Facebook-síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur, og í athugasemdakerfi Vísis vegna fréttar um útvarpsþáttinn Harmageddon skrifaði Ingi Karl: „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h.“Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi að sér væri mjög brugðið, og að flokkurinn liti ummælin alvarlegum augum. Í tilkynningu sem Birgitta Jónsdóttir, einn af oddvitum flokksins, birti í kvöld segir að ummæli Inga Karls endurspegli ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima, en of seint sé að víkja honum úr sæti þar sem framboðslistum hafi verið skilað inn. Tilkynning Pírata í heild sinni: Píratar fordæma hverskonar ofbeldi, líkamlegt sem og andlegt. Í kjölfar dreifingar á ummælum frambjóðanda Pírata í 9. sæti í norðaustur kjördæmi um Hildi Lilliendahl, vilja Píratar ítreka að ummæli hans endurspegla alls ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima. Engu okkar sem þurfum að svara fyrir flokkinn sem talsmenn, né þeim sem hafa unnið hve mest fyrir flokkinn geta sætt okkur við ummæli sem þessi. Því miður er ekki hægt að víkja honum úr sæti eftir að framboðslistum hefur verið skilað inn. Píratar vilja þó hvetja til þess að strikað verði yfir nafn hans á kjörseðlum. Píratar eru flokkur beins lýðræðis, gagnsæis og borgaralegra réttinda og bjóða alla velkomna að starfinu hvort sem það eru karlar eða konur. Píratar kjósa öðruvísi á lista sína en aðrir. Það eru engir kynjakvótar, enginn forvöl og engir fléttulistar. Fólkið ræður. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkana skiptast jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Við erum hvorki vinstri né hægri flokkur og við erum ekki kynjaflokkur. Við erum holdgerving nútímans þar sem gömul hugmyndafræði og kyn skipta ekki máli. Góðar stefnur og góðar manneskjur eru ofar öðru. Við erum að gera það besta sem við getum til að læra af þessum ófyrirséðu atburðum og bregðast við þessu á sem heiðvirðilegastan máta. Með vinsemd og virðingu, Píratar. Kosningar 2013 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Píratar hafa sent frá sér tilkynningu vegna ummæla Inga Karls Sigríðarsonar, sem skipar 9. sæti flokksins í norðausturkjördæmi, um Hildi Lilliendahl. Flokkurinn hvetur kjósendur til að strika nafn hans út á kjörseðlinum. Ingi Karl kallaði Hildi öllum illum nöfnum á Facebook-síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur, og í athugasemdakerfi Vísis vegna fréttar um útvarpsþáttinn Harmageddon skrifaði Ingi Karl: „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h.“Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi að sér væri mjög brugðið, og að flokkurinn liti ummælin alvarlegum augum. Í tilkynningu sem Birgitta Jónsdóttir, einn af oddvitum flokksins, birti í kvöld segir að ummæli Inga Karls endurspegli ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima, en of seint sé að víkja honum úr sæti þar sem framboðslistum hafi verið skilað inn. Tilkynning Pírata í heild sinni: Píratar fordæma hverskonar ofbeldi, líkamlegt sem og andlegt. Í kjölfar dreifingar á ummælum frambjóðanda Pírata í 9. sæti í norðaustur kjördæmi um Hildi Lilliendahl, vilja Píratar ítreka að ummæli hans endurspegla alls ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima. Engu okkar sem þurfum að svara fyrir flokkinn sem talsmenn, né þeim sem hafa unnið hve mest fyrir flokkinn geta sætt okkur við ummæli sem þessi. Því miður er ekki hægt að víkja honum úr sæti eftir að framboðslistum hefur verið skilað inn. Píratar vilja þó hvetja til þess að strikað verði yfir nafn hans á kjörseðlum. Píratar eru flokkur beins lýðræðis, gagnsæis og borgaralegra réttinda og bjóða alla velkomna að starfinu hvort sem það eru karlar eða konur. Píratar kjósa öðruvísi á lista sína en aðrir. Það eru engir kynjakvótar, enginn forvöl og engir fléttulistar. Fólkið ræður. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkana skiptast jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Við erum hvorki vinstri né hægri flokkur og við erum ekki kynjaflokkur. Við erum holdgerving nútímans þar sem gömul hugmyndafræði og kyn skipta ekki máli. Góðar stefnur og góðar manneskjur eru ofar öðru. Við erum að gera það besta sem við getum til að læra af þessum ófyrirséðu atburðum og bregðast við þessu á sem heiðvirðilegastan máta. Með vinsemd og virðingu, Píratar.
Kosningar 2013 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira