Handbolti

Pressan er á þeim

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Valli
„Pásan var alltof löng og við getum ekki beðið eftir að byrja aftur. Kosturinn við þetta er að sárin eru búin að gróa og menn eru orðnir þokkalega heilir," segir Jón Heiðar Gunnarsson, línumaður ÍR.

Jón Heiðar var valinn í lið umferða 15-21 en ÍR var síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Þeir mæta deildarmeisturum Hauka sem aftur á móti hefur fatast flugið eftir áramót.

„Margir vilja meina það en ég bendi á að liðið hefur verið það besta heilt yfir í vetur. Við komum inn í þetta sem litla liðið og pressan er á þeim. Þeir eru deildarmeistarar en við höfnuðum í fjórða sæti. Við förum inní þetta pressulausir og ætlum að gera okkar besta," segir Jón Heiðar greinilega með sálfræðina á hreinu.

Lið ÍR er vel mannað þó breiddin sé kannski ekki sú mesta í deildinni. Jón Heiðar segir Haukana þó gríðarlega sterka í flestum stöðum.

„Þeir hafa  verið svolítið svart og hvítt en ef þeir detta í þann ham sem þeir voru í fyrir áramót verða þeir illviðráðanlegir. En þeir hafa ekki sýnt það upp á síðkastið. Vonandi halda þeir áfram á sömu braut okkar vegna."

Leikur Hauka og ÍR verður í beinni textalýsingu hér á Vísi klukkan 17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×