Grindvíkingar stórhuga og þurfa engin lán Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2013 11:17 Róbert Ragnarsson bæjarstjóri. Grindvíkingar reikna með að verja milljarði króna í uppbyggingu á íþróttasvæði bæjarins á næstu fjórum árum. Verkið er á leið í útboð en sveitafélagið þarf ekki að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar. „Við eigum peninga. Við skuldum eiginlega ekki neitt og við höfum lagað til í rekstrinum síðustu tvö til þrjú ár. Reksturinn er kominn í mjög fínt form," segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur. Nýja mannvirkið á að sameina íþróttahúsið, sundlaugina og íþróttasvæði utanhúss. „Þetta verður eitt hjarta," segir Róbert en auk þess verður félagsaðstaða fyrir allar deildir íþróttafélagsins, kvenfélagið í bænum auk þess sem þar verður samskomusalur. Stór breyting verður gerð á íþróttasalnum sem verður lengdur um 67 prósent. Salurinn uppfyllir reglugerðir fyrir körfuboltavöll en ekki handboltavöll. „Öryggissvæðið fyrir aftan körfurnar er í algjöru lágmarki. Svo þegar við erum að fá upp í þúsund áhorfendur á leiki eins og tilfellið er þessa dagana er þröngt á þingi. Við gerum ráð fyrir að vera alltaf í þeirri stöðu," segir Róbert. Körfuknattleikslið Grindavíkur tryggði sér einmitt sæti í úrslitum á Íslandsmóti karla í gærkvöldi en liðið er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. Grindvíkingar hugsa enn lengra en til 2016. Framkvæmdirnar sem má sjá í myndbandinu hér að ofan eru bara fyrsti áfangi. Þegar þeim verður lokið árið 2016 er sundlaug innanhúss á dagskrá og þar á eftir fjölnota íþróttahús. Ólíkt öðrum sveitafélögum er reksturinn í blóma í Grindavík. „Ég held að það séu varla margir í þessari stöðu. Við seldum hluta okkar í Hitaveitu Suðurnesja fyrir um sex árum þannig að sveitarfélagið eignaðist sjóð þar," segir Róbert. Þann sjóð hafi Grindvíkingar notað til þess að greiða niður allar skuldir. „Við vorum í rekstrarvandræðum eins og flestallir aðrir en höfum náð að taka til í rekstrinum."Grindvíkingar fögnuðu í Vesturbænum í gær.Mynd/DaníelRóbert segir að kostnaðaráætlun fyrir fyrsta áfanga hljómi upp á 700-800 milljónir króna. „Ætli þetta endi ekki í milljarði með hækkun á byggingavísitölu og öðrum þáttum," segir Róbert. Bærinn skili um 300 milljónum króna í hagnað árlega. Veltuféð megi nota en auk þess eigi bærinn sjóð sem stendur í 1,4 milljörðum króna í dag. Róbert reiknar með því að taka um 400 milljónir af þessum sjóð fyrir verkefnið. „Markmið bæjarstjórnar er að eiga á hverjum tíma alltaf milljarð í sjóð." Það er þó fleira sem spilar inn í hvað góða fjárhagsstöðu Grindavíkur varðar en salan á hlut bæjarins í hitaveitunni. „Ólíkt öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum hefur ekki verið svo mikið atvinnuleysi hérna. Sjávarútvegurinn hefur gengið vel og sömuleiðis ferðaþjónustan í kringum Bláa lónið. Við höfum ekki orðið fyrir sama tekjumissi og mörg önnur sveitarfélög," segir Róbert.Grindavík Íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira
Grindvíkingar reikna með að verja milljarði króna í uppbyggingu á íþróttasvæði bæjarins á næstu fjórum árum. Verkið er á leið í útboð en sveitafélagið þarf ekki að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar. „Við eigum peninga. Við skuldum eiginlega ekki neitt og við höfum lagað til í rekstrinum síðustu tvö til þrjú ár. Reksturinn er kominn í mjög fínt form," segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur. Nýja mannvirkið á að sameina íþróttahúsið, sundlaugina og íþróttasvæði utanhúss. „Þetta verður eitt hjarta," segir Róbert en auk þess verður félagsaðstaða fyrir allar deildir íþróttafélagsins, kvenfélagið í bænum auk þess sem þar verður samskomusalur. Stór breyting verður gerð á íþróttasalnum sem verður lengdur um 67 prósent. Salurinn uppfyllir reglugerðir fyrir körfuboltavöll en ekki handboltavöll. „Öryggissvæðið fyrir aftan körfurnar er í algjöru lágmarki. Svo þegar við erum að fá upp í þúsund áhorfendur á leiki eins og tilfellið er þessa dagana er þröngt á þingi. Við gerum ráð fyrir að vera alltaf í þeirri stöðu," segir Róbert. Körfuknattleikslið Grindavíkur tryggði sér einmitt sæti í úrslitum á Íslandsmóti karla í gærkvöldi en liðið er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. Grindvíkingar hugsa enn lengra en til 2016. Framkvæmdirnar sem má sjá í myndbandinu hér að ofan eru bara fyrsti áfangi. Þegar þeim verður lokið árið 2016 er sundlaug innanhúss á dagskrá og þar á eftir fjölnota íþróttahús. Ólíkt öðrum sveitafélögum er reksturinn í blóma í Grindavík. „Ég held að það séu varla margir í þessari stöðu. Við seldum hluta okkar í Hitaveitu Suðurnesja fyrir um sex árum þannig að sveitarfélagið eignaðist sjóð þar," segir Róbert. Þann sjóð hafi Grindvíkingar notað til þess að greiða niður allar skuldir. „Við vorum í rekstrarvandræðum eins og flestallir aðrir en höfum náð að taka til í rekstrinum."Grindvíkingar fögnuðu í Vesturbænum í gær.Mynd/DaníelRóbert segir að kostnaðaráætlun fyrir fyrsta áfanga hljómi upp á 700-800 milljónir króna. „Ætli þetta endi ekki í milljarði með hækkun á byggingavísitölu og öðrum þáttum," segir Róbert. Bærinn skili um 300 milljónum króna í hagnað árlega. Veltuféð megi nota en auk þess eigi bærinn sjóð sem stendur í 1,4 milljörðum króna í dag. Róbert reiknar með því að taka um 400 milljónir af þessum sjóð fyrir verkefnið. „Markmið bæjarstjórnar er að eiga á hverjum tíma alltaf milljarð í sjóð." Það er þó fleira sem spilar inn í hvað góða fjárhagsstöðu Grindavíkur varðar en salan á hlut bæjarins í hitaveitunni. „Ólíkt öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum hefur ekki verið svo mikið atvinnuleysi hérna. Sjávarútvegurinn hefur gengið vel og sömuleiðis ferðaþjónustan í kringum Bláa lónið. Við höfum ekki orðið fyrir sama tekjumissi og mörg önnur sveitarfélög," segir Róbert.Grindavík
Íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira