Draumur Håvard Rugland hefur ræst. Þessi 28 ára gamli Norðmaður er kominn með samning hjá NFL-liðinu Detroit Lions.
Sparkgeta þessa Norðmanns er með ólíkindum góð eins og sést á meðfylgjandi myndbandi sem vakti mikla athygli á sínum tíma.
Rugland hélt vestur um haf í haust til að fylgja eftir draumum sínum um feril í NFL-deildinni og það skilaði árangri. Hann hefur æft stíft með Michael Husted, fyrrum sparkara í NFL-deildinni, síðan í september.
Hann mun nú keppa um byrjunarliðssæti við hinn þaulreynda David Akers sem kom til Lions frá San Francisco. Jason Hanson var síðasti sparkari Detroit en hann er hættur.
Norska YouTube-stjarnan fékk samning hjá NFL-liði
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar