"Gunni er miður sín" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2013 09:15 Nordicphotos/Getty Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. „Gunni er auðvitað miður sín enda búinn að leggja mikið á sig og undirbúa sig vel. Þetta er eins og þegar strákarnir í landsliðinu í handboltanum detta út fyrir Ólympíuleikana," segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson.Vísir greindi frá því í morgun að ekkert yrði af UFC-bardaga Gunnars við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. UFC tilkynnti í nótt að Gunnar væri meiddur og mun Rick Story fylla í skarð Gunnars. „Það fóru að koma smellir í hnéð á honum á fimmtudaginn. Hann fór strax til sjúkraþjálfara sem sagði að þetta hljómaði það alvarlega að hann hringdi beint í Örnólf," segir Haraldur. Örnólfur Valdimarsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, telur að Gunnar sé með rifinn liðþófa. Það fáist þó ekki staðfest fyrr en í aðgerðinni sem Gunnar mun gangast undir á föstudag.Gunnar gegn Jorge Santiago.Nordicphotos/Getty„Gunnar hafði auðvitað hlakkað mikið til enda rosalega dagskrá, flottur bardagi og á flottum stað. Þetta er auðvitað rosalega leiðinlegt. En þú stýrir þessu ekkert. Svona gerist og nú þarf hann bara að hugsa um að ná sér góðum. Vonandi getur hann barist strax í lok sumars," segir Haraldur. Haraldur segir að Gunnar hafi fundið fyrir meiðslum í hné á fimmtudaginn. Framundan var æfingaferð í New York en halda átti utan þremur dögum síðar. Ákvað hann því að bíða og sjá hvernig staðan yrði á föstudeginum. Hún var engu betri og úr varð að Örnólfur Valdimarsson læknir skoðaði Gunnar síðdegis á föstudag. „Við vorum náttúrulega á leiðinni út þannig að Örnólfur var mjög almennilegur. Hann hitti okkur eftir vinnu og kíkti á þetta. Það er auðvitað allt uppbókað hjá þessum körlum," segir Haraldur.Nordicphotos/GettyHaraldur segir þá feðga hafa velt því fyrir sér að fara utan í myndatöku og jafnvel framkvæma aðgerðina þar. Svo hafi óvænt losnað tími í sneiðmyndatöku í gær og Örnólfur framkvæmi aðgerðin á föstudag. Haraldur var í samskiptum við UFC langt fram á nótt. Hann segir þá hafa tekið málinu vel og talið skynsamlegt að Gunnar myndi ekki berjast í Las Vegas svo stuttu eftir aðgerðina. „UFC fylgist mjög vel með honum og endurbata hans. Örnólfur segir ekki ástæðu til að ætla annað en þetta gangi mjög vel og hann verði kominn á fullt eftir nokkurn tíma og verði klár í sumar," segir Haraldur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. „Gunni er auðvitað miður sín enda búinn að leggja mikið á sig og undirbúa sig vel. Þetta er eins og þegar strákarnir í landsliðinu í handboltanum detta út fyrir Ólympíuleikana," segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson.Vísir greindi frá því í morgun að ekkert yrði af UFC-bardaga Gunnars við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. UFC tilkynnti í nótt að Gunnar væri meiddur og mun Rick Story fylla í skarð Gunnars. „Það fóru að koma smellir í hnéð á honum á fimmtudaginn. Hann fór strax til sjúkraþjálfara sem sagði að þetta hljómaði það alvarlega að hann hringdi beint í Örnólf," segir Haraldur. Örnólfur Valdimarsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, telur að Gunnar sé með rifinn liðþófa. Það fáist þó ekki staðfest fyrr en í aðgerðinni sem Gunnar mun gangast undir á föstudag.Gunnar gegn Jorge Santiago.Nordicphotos/Getty„Gunnar hafði auðvitað hlakkað mikið til enda rosalega dagskrá, flottur bardagi og á flottum stað. Þetta er auðvitað rosalega leiðinlegt. En þú stýrir þessu ekkert. Svona gerist og nú þarf hann bara að hugsa um að ná sér góðum. Vonandi getur hann barist strax í lok sumars," segir Haraldur. Haraldur segir að Gunnar hafi fundið fyrir meiðslum í hné á fimmtudaginn. Framundan var æfingaferð í New York en halda átti utan þremur dögum síðar. Ákvað hann því að bíða og sjá hvernig staðan yrði á föstudeginum. Hún var engu betri og úr varð að Örnólfur Valdimarsson læknir skoðaði Gunnar síðdegis á föstudag. „Við vorum náttúrulega á leiðinni út þannig að Örnólfur var mjög almennilegur. Hann hitti okkur eftir vinnu og kíkti á þetta. Það er auðvitað allt uppbókað hjá þessum körlum," segir Haraldur.Nordicphotos/GettyHaraldur segir þá feðga hafa velt því fyrir sér að fara utan í myndatöku og jafnvel framkvæma aðgerðina þar. Svo hafi óvænt losnað tími í sneiðmyndatöku í gær og Örnólfur framkvæmi aðgerðin á föstudag. Haraldur var í samskiptum við UFC langt fram á nótt. Hann segir þá hafa tekið málinu vel og talið skynsamlegt að Gunnar myndi ekki berjast í Las Vegas svo stuttu eftir aðgerðina. „UFC fylgist mjög vel með honum og endurbata hans. Örnólfur segir ekki ástæðu til að ætla annað en þetta gangi mjög vel og hann verði kominn á fullt eftir nokkurn tíma og verði klár í sumar," segir Haraldur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23