"Gunni er miður sín" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2013 09:15 Nordicphotos/Getty Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. „Gunni er auðvitað miður sín enda búinn að leggja mikið á sig og undirbúa sig vel. Þetta er eins og þegar strákarnir í landsliðinu í handboltanum detta út fyrir Ólympíuleikana," segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson.Vísir greindi frá því í morgun að ekkert yrði af UFC-bardaga Gunnars við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. UFC tilkynnti í nótt að Gunnar væri meiddur og mun Rick Story fylla í skarð Gunnars. „Það fóru að koma smellir í hnéð á honum á fimmtudaginn. Hann fór strax til sjúkraþjálfara sem sagði að þetta hljómaði það alvarlega að hann hringdi beint í Örnólf," segir Haraldur. Örnólfur Valdimarsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, telur að Gunnar sé með rifinn liðþófa. Það fáist þó ekki staðfest fyrr en í aðgerðinni sem Gunnar mun gangast undir á föstudag.Gunnar gegn Jorge Santiago.Nordicphotos/Getty„Gunnar hafði auðvitað hlakkað mikið til enda rosalega dagskrá, flottur bardagi og á flottum stað. Þetta er auðvitað rosalega leiðinlegt. En þú stýrir þessu ekkert. Svona gerist og nú þarf hann bara að hugsa um að ná sér góðum. Vonandi getur hann barist strax í lok sumars," segir Haraldur. Haraldur segir að Gunnar hafi fundið fyrir meiðslum í hné á fimmtudaginn. Framundan var æfingaferð í New York en halda átti utan þremur dögum síðar. Ákvað hann því að bíða og sjá hvernig staðan yrði á föstudeginum. Hún var engu betri og úr varð að Örnólfur Valdimarsson læknir skoðaði Gunnar síðdegis á föstudag. „Við vorum náttúrulega á leiðinni út þannig að Örnólfur var mjög almennilegur. Hann hitti okkur eftir vinnu og kíkti á þetta. Það er auðvitað allt uppbókað hjá þessum körlum," segir Haraldur.Nordicphotos/GettyHaraldur segir þá feðga hafa velt því fyrir sér að fara utan í myndatöku og jafnvel framkvæma aðgerðina þar. Svo hafi óvænt losnað tími í sneiðmyndatöku í gær og Örnólfur framkvæmi aðgerðin á föstudag. Haraldur var í samskiptum við UFC langt fram á nótt. Hann segir þá hafa tekið málinu vel og talið skynsamlegt að Gunnar myndi ekki berjast í Las Vegas svo stuttu eftir aðgerðina. „UFC fylgist mjög vel með honum og endurbata hans. Örnólfur segir ekki ástæðu til að ætla annað en þetta gangi mjög vel og hann verði kominn á fullt eftir nokkurn tíma og verði klár í sumar," segir Haraldur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira
Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. „Gunni er auðvitað miður sín enda búinn að leggja mikið á sig og undirbúa sig vel. Þetta er eins og þegar strákarnir í landsliðinu í handboltanum detta út fyrir Ólympíuleikana," segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson.Vísir greindi frá því í morgun að ekkert yrði af UFC-bardaga Gunnars við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. UFC tilkynnti í nótt að Gunnar væri meiddur og mun Rick Story fylla í skarð Gunnars. „Það fóru að koma smellir í hnéð á honum á fimmtudaginn. Hann fór strax til sjúkraþjálfara sem sagði að þetta hljómaði það alvarlega að hann hringdi beint í Örnólf," segir Haraldur. Örnólfur Valdimarsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, telur að Gunnar sé með rifinn liðþófa. Það fáist þó ekki staðfest fyrr en í aðgerðinni sem Gunnar mun gangast undir á föstudag.Gunnar gegn Jorge Santiago.Nordicphotos/Getty„Gunnar hafði auðvitað hlakkað mikið til enda rosalega dagskrá, flottur bardagi og á flottum stað. Þetta er auðvitað rosalega leiðinlegt. En þú stýrir þessu ekkert. Svona gerist og nú þarf hann bara að hugsa um að ná sér góðum. Vonandi getur hann barist strax í lok sumars," segir Haraldur. Haraldur segir að Gunnar hafi fundið fyrir meiðslum í hné á fimmtudaginn. Framundan var æfingaferð í New York en halda átti utan þremur dögum síðar. Ákvað hann því að bíða og sjá hvernig staðan yrði á föstudeginum. Hún var engu betri og úr varð að Örnólfur Valdimarsson læknir skoðaði Gunnar síðdegis á föstudag. „Við vorum náttúrulega á leiðinni út þannig að Örnólfur var mjög almennilegur. Hann hitti okkur eftir vinnu og kíkti á þetta. Það er auðvitað allt uppbókað hjá þessum körlum," segir Haraldur.Nordicphotos/GettyHaraldur segir þá feðga hafa velt því fyrir sér að fara utan í myndatöku og jafnvel framkvæma aðgerðina þar. Svo hafi óvænt losnað tími í sneiðmyndatöku í gær og Örnólfur framkvæmi aðgerðin á föstudag. Haraldur var í samskiptum við UFC langt fram á nótt. Hann segir þá hafa tekið málinu vel og talið skynsamlegt að Gunnar myndi ekki berjast í Las Vegas svo stuttu eftir aðgerðina. „UFC fylgist mjög vel með honum og endurbata hans. Örnólfur segir ekki ástæðu til að ætla annað en þetta gangi mjög vel og hann verði kominn á fullt eftir nokkurn tíma og verði klár í sumar," segir Haraldur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23