Handbolti

Heimir Örn leggur skóna á hilluna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Daníel
Handknattleikskappinn Heimir Örn Árnason hefur lagt skóna á hilluna. Heimir Örn sem þjálfaði og spilaði með liði Akureyrar á síðustu leiktíð mun þó áfram stýra liðinu ásamt Bjarna Fritzsyni.

Heimir Örn staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Heimir Örn er á 34. aldursári en hefur átt við erfið meiðsli að stríða undanfarin ár.

Líkur eru á því að vinstri skyttan Guðmundur Hólmar Helgason og hægri skyttan Geir Guðmundsson söðli um og leiki með liði á höfuðborgarsvæðinu á næstu leiktíð. Heimir Örn segir við Morgunblaðið að skytturnar ungu stefni í nám fyrir sunnan í haust.

Ljóst er að um mikla blóðtöku yrði að ræða fyrir Akureyrarliðið en Guðmundur Hólmar og Geir voru í lykilhlutverki hjá liðinu í vetur. Liðið hafnaði í sjötta sæti deildarkeppninnar og komst ekki í úrslitakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×