Dómari rekinn úr húsi fyrir mótmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2013 08:00 Davíð Tómas dæmir fyrri tæknivilluna á Jón Guðmundsson á sunnudag. Leikmenn Hauka og Keflavíkur fylgjast með. Mynd/Karfan.is Jón Guðmundsson, einn besti körfuknattleiksdómari Íslands, stóð í ströngu á sunnudaginn. Hann var einn þriggja dómara sem dæmdu oddaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitum á Íslandsmóti karla en fyrr um daginn var hann rekinn úr húsi sem þjálfari 10. flokks stúlkna hjá Keflavík. „Mér var bara vísað úr húsi sem þjálfara," sagði Jón þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. Jón þjálfar 10. flokk stúlkna hjá Keflavík sem mætti Haukum í úrslitum á Íslandsmótinu. Í öðrum leikhluta mótmælti Jón því þegar dæmt var sóknarbrot á leikmann í sínu liði. „Ég mótmælti mjög dónalega í leiknum og verðskuldaði tæknivillu," segir Jón. Hann hélt áfram að mótmæla dómnum, uppskar aðra tæknivillu og var reglum samkvæmt vikið úr húsi. „Það sem var verst við þennan brottrekstur hjá mér var að stelpurnar þurftu að klára leikinn í tvo og hálfan leikhluta sjálfar. Það fékk enginn pabbi eða annar úr stúkunni að aðstoða þær," segir Jón. Enginn skráður aðstoðarþjálfari var á skýrslu Keflavíkurliðsins og voru dómararnir harðir á því að enginn fengi að leiðbeina stelpunum, sem eru á sextánda aldursári, af bekknum.Stúlkurnar hans Jóns hlýða á þjóðsönginn fyrir leikinn gegn Haukum.Mynd/Karfan.isJón bendir á að dómarar og þjálfarar sjái iðulega í gegnum fingur sér í leikjum í yngri flokkum. „Í yngri flokka þjálfun er það oft þannig að þegar þú mætir með 14-15 leikmenn þá færðu að vera með þá alla á skýrslu jafnvel þótt það megi samkvæmt reglunum aðeins vera tólf," segir Jón. Haukar unnu leikinn með fjórum stigum 38-34 en Keflavíkurstelpur eiga hrós skilið fyrir að hafa ekki látið deigan síga þjálfaralausar. Jón viðurkennir sök þína þótt hann sé ósáttur við dóminn. „Ég mun aldrei reyna að hvítþvo mig af því að hafa verið rekinn út úr húsi," segir Jón.Jón Guðmundsson í Röstinni á sunnudaginn.Mynd/DaníelDavíð Tómas Tómasson og Sigurbaldur Frímannsson dæmdu leikinn sem fram fór í DHL-hölllinni í Vesturbænum. Það kom í hlut Davíðs Tómasar að vísa Jóni úr húsi. Körfuboltasamfélagið á Íslandi er lítið og þess heldur samfélag dómara. Þar þekkjast menn vel og hafa þeir Davíð Tómas og Jón dæmt margan leikinn saman. Jón hafði ekki heyrt hljóðið í Davíð Tómasi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. „Ég átti von á því að hann myndi hringja í mig í gær (sunnudag) en hann gerði það ekki. Hvort sem það verður í dag eða á morgun þá munum við tala saman. Annað er óhjákvæmilegt. Við erum að dæma saman og munum dæma saman," segir Jón. Hann telur að atvikið muni ekki hafa áhrif á störf sín sem dómari. Þótt hann sé pollrólegur sem dómari þá hafi hann skap sem þjálfari. Það fylgi þessu. „Nei, ég læt þetta ekkert hafa áhrif á mig. Ég er auðvitað svekktur fyrir hönd stelpnanna en ég kem til með að vinna með þessum mönnum sem dæmdu hjá mér í gær. Auðvitað var ég ekki sáttur eftir leikinn. Það verður bara að viðurkennast. Ég fór ekkert og tók í höndina á þeim eftir leikinn," segir Jón. Jón Björn Ólafsson, umsjónarmaður vefsíðunnar Karfan.is, fylgdist með gangi mála í úrslitum yngri flokka um helgina og fjallaði um viðureign Hauka og Keflavíkur sem og annarra leikja. Umfjöllun um leikinn sem fjallað er um að ofan má sjá hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
Jón Guðmundsson, einn besti körfuknattleiksdómari Íslands, stóð í ströngu á sunnudaginn. Hann var einn þriggja dómara sem dæmdu oddaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitum á Íslandsmóti karla en fyrr um daginn var hann rekinn úr húsi sem þjálfari 10. flokks stúlkna hjá Keflavík. „Mér var bara vísað úr húsi sem þjálfara," sagði Jón þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. Jón þjálfar 10. flokk stúlkna hjá Keflavík sem mætti Haukum í úrslitum á Íslandsmótinu. Í öðrum leikhluta mótmælti Jón því þegar dæmt var sóknarbrot á leikmann í sínu liði. „Ég mótmælti mjög dónalega í leiknum og verðskuldaði tæknivillu," segir Jón. Hann hélt áfram að mótmæla dómnum, uppskar aðra tæknivillu og var reglum samkvæmt vikið úr húsi. „Það sem var verst við þennan brottrekstur hjá mér var að stelpurnar þurftu að klára leikinn í tvo og hálfan leikhluta sjálfar. Það fékk enginn pabbi eða annar úr stúkunni að aðstoða þær," segir Jón. Enginn skráður aðstoðarþjálfari var á skýrslu Keflavíkurliðsins og voru dómararnir harðir á því að enginn fengi að leiðbeina stelpunum, sem eru á sextánda aldursári, af bekknum.Stúlkurnar hans Jóns hlýða á þjóðsönginn fyrir leikinn gegn Haukum.Mynd/Karfan.isJón bendir á að dómarar og þjálfarar sjái iðulega í gegnum fingur sér í leikjum í yngri flokkum. „Í yngri flokka þjálfun er það oft þannig að þegar þú mætir með 14-15 leikmenn þá færðu að vera með þá alla á skýrslu jafnvel þótt það megi samkvæmt reglunum aðeins vera tólf," segir Jón. Haukar unnu leikinn með fjórum stigum 38-34 en Keflavíkurstelpur eiga hrós skilið fyrir að hafa ekki látið deigan síga þjálfaralausar. Jón viðurkennir sök þína þótt hann sé ósáttur við dóminn. „Ég mun aldrei reyna að hvítþvo mig af því að hafa verið rekinn út úr húsi," segir Jón.Jón Guðmundsson í Röstinni á sunnudaginn.Mynd/DaníelDavíð Tómas Tómasson og Sigurbaldur Frímannsson dæmdu leikinn sem fram fór í DHL-hölllinni í Vesturbænum. Það kom í hlut Davíðs Tómasar að vísa Jóni úr húsi. Körfuboltasamfélagið á Íslandi er lítið og þess heldur samfélag dómara. Þar þekkjast menn vel og hafa þeir Davíð Tómas og Jón dæmt margan leikinn saman. Jón hafði ekki heyrt hljóðið í Davíð Tómasi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. „Ég átti von á því að hann myndi hringja í mig í gær (sunnudag) en hann gerði það ekki. Hvort sem það verður í dag eða á morgun þá munum við tala saman. Annað er óhjákvæmilegt. Við erum að dæma saman og munum dæma saman," segir Jón. Hann telur að atvikið muni ekki hafa áhrif á störf sín sem dómari. Þótt hann sé pollrólegur sem dómari þá hafi hann skap sem þjálfari. Það fylgi þessu. „Nei, ég læt þetta ekkert hafa áhrif á mig. Ég er auðvitað svekktur fyrir hönd stelpnanna en ég kem til með að vinna með þessum mönnum sem dæmdu hjá mér í gær. Auðvitað var ég ekki sáttur eftir leikinn. Það verður bara að viðurkennast. Ég fór ekkert og tók í höndina á þeim eftir leikinn," segir Jón. Jón Björn Ólafsson, umsjónarmaður vefsíðunnar Karfan.is, fylgdist með gangi mála í úrslitum yngri flokka um helgina og fjallaði um viðureign Hauka og Keflavíkur sem og annarra leikja. Umfjöllun um leikinn sem fjallað er um að ofan má sjá hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira