Árni Páll umdeildur í eigin flokki Helga Arnardóttir skrifar 29. apríl 2013 13:35 Ólína Þorvarðardóttir deilir hart á Árna Pál. Mynd/ Vilhelm. Staða Samfylkingarinnar og formanns hennar er erfið eftir þessar kosningar segir Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins sem datt út af þingi um helgina. Slakt gengi flokksins megi meðal annars rekja til framgöngu forystunnar í sínum stærstu stefnumálum við þinglok. Flokkurinn þurfi nú fyrst og fremst að líta í eigin barm. Samfylkingin beið afhroð í kosningunum um helgina og missti ellefu þingmenn af 20 sem voru kjörnir á þing fyrir flokkinn í kosningunum 2009. Þeir Samfylkingarmenn sem duttu út af þingi eru Björgvin G. Sigurðarson Magnús Orri Schram Mörður Árnason Jónína Rós Guðmundsdóttir Lúðvík Geirsson Sigmundur Ernir Rúnarsson Skúli Helgason Og Ólína Þorvarðardóttir. Margir velta fyrir sér stöðu nýs formanns Árna Páls Árnasonar og stöðu flokksins sem var með 29,8 % fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en er nú með 12,9% á landsvísu. Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem datt út af þingi í nýafstöðnum kosningum skrifaði harðorðan pistil á bloggsíðu sína í gær undir yfirskriftinni Sundrað sverð og syndagjöld þar sem hún gagnrýndi Samfylkinguna og forystu hennar. Hún sagði formanninn Árna Pál hafa ákveðið að skilja sig frá verkum ríkisstjórnarinnar í von um að fá á sig betri ásýnd og um leið hafi forystan yfirgefið þrjú helstu stefnumál kjörtímabilsins, stjórnarskrár- og , fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. „Ég held að það hafi leikið stórt hlutverk hvernig til tókst núna við þinglokin. Annars vegar var eins og hin nýja forysta flokksins hefði ekki ná fótfestu á þessum fáu vikum sem hún hafði eftir formannskjör og fram að kosningum. Við vorum með stór mál í gangi í þinginu sem við þurftum að ljúka. Öll þessi mál urðu fyrir miklu hnjaski í meðförum þingsins og það náðist ekki tilætlaður árangur með neitt þeirra. Þetta held ég að hafi haft gríðarlega mikil áhrif því að minni kjósenda er auðvitað stutt eins og oft er sagt," segir Ólína. Hún segir vissulega vonbrigði að hafa dottið út af þingi en málin snúist ekki um afdrif eins og eins þingmanns heldur stöðu Samfylkingarinnar í heild. „Það blasir auðvitað við að staða formannsins og flokksins í heild er mjög erfið eins og sakir standa. Þannig að það er alveg augljóst að Samfylkingin þarf að líta í eigin barm sem flokkur, skoða sitt erindi og meta hvað það var sem fór úrskeiðis annars vegar á kjörtímabilinu og hins vegar á lokaspretti kosningabaráttunnar." Hún segir sundrungina hins vegar hafa verið áberandi í nýafstöðnum kosningum. „Mér sýnist sundrungin vera annar stærsti sigurvegari þessara kosningar því að í um sundrungarhítina hurfu núna um 11-15 % atkvæða eftir kjördæmum sem skiluðu engum þingmanni. Það er auðvitað alvarlegt umhugsunarefni fyrir okkur í lýðræðissamfélagi að sú staða skuli vera uppi. Það er líka áhyggjuefni fyrir okkur jafnaðarmenn og félagshyggjufólk á Íslandi að þessi sundrungartilheigingin virðist alltaf gera vart við sig með nokkurra ára millibili," segir Ólína. Kosningar 2013 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Sjá meira
Staða Samfylkingarinnar og formanns hennar er erfið eftir þessar kosningar segir Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins sem datt út af þingi um helgina. Slakt gengi flokksins megi meðal annars rekja til framgöngu forystunnar í sínum stærstu stefnumálum við þinglok. Flokkurinn þurfi nú fyrst og fremst að líta í eigin barm. Samfylkingin beið afhroð í kosningunum um helgina og missti ellefu þingmenn af 20 sem voru kjörnir á þing fyrir flokkinn í kosningunum 2009. Þeir Samfylkingarmenn sem duttu út af þingi eru Björgvin G. Sigurðarson Magnús Orri Schram Mörður Árnason Jónína Rós Guðmundsdóttir Lúðvík Geirsson Sigmundur Ernir Rúnarsson Skúli Helgason Og Ólína Þorvarðardóttir. Margir velta fyrir sér stöðu nýs formanns Árna Páls Árnasonar og stöðu flokksins sem var með 29,8 % fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en er nú með 12,9% á landsvísu. Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem datt út af þingi í nýafstöðnum kosningum skrifaði harðorðan pistil á bloggsíðu sína í gær undir yfirskriftinni Sundrað sverð og syndagjöld þar sem hún gagnrýndi Samfylkinguna og forystu hennar. Hún sagði formanninn Árna Pál hafa ákveðið að skilja sig frá verkum ríkisstjórnarinnar í von um að fá á sig betri ásýnd og um leið hafi forystan yfirgefið þrjú helstu stefnumál kjörtímabilsins, stjórnarskrár- og , fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. „Ég held að það hafi leikið stórt hlutverk hvernig til tókst núna við þinglokin. Annars vegar var eins og hin nýja forysta flokksins hefði ekki ná fótfestu á þessum fáu vikum sem hún hafði eftir formannskjör og fram að kosningum. Við vorum með stór mál í gangi í þinginu sem við þurftum að ljúka. Öll þessi mál urðu fyrir miklu hnjaski í meðförum þingsins og það náðist ekki tilætlaður árangur með neitt þeirra. Þetta held ég að hafi haft gríðarlega mikil áhrif því að minni kjósenda er auðvitað stutt eins og oft er sagt," segir Ólína. Hún segir vissulega vonbrigði að hafa dottið út af þingi en málin snúist ekki um afdrif eins og eins þingmanns heldur stöðu Samfylkingarinnar í heild. „Það blasir auðvitað við að staða formannsins og flokksins í heild er mjög erfið eins og sakir standa. Þannig að það er alveg augljóst að Samfylkingin þarf að líta í eigin barm sem flokkur, skoða sitt erindi og meta hvað það var sem fór úrskeiðis annars vegar á kjörtímabilinu og hins vegar á lokaspretti kosningabaráttunnar." Hún segir sundrungina hins vegar hafa verið áberandi í nýafstöðnum kosningum. „Mér sýnist sundrungin vera annar stærsti sigurvegari þessara kosningar því að í um sundrungarhítina hurfu núna um 11-15 % atkvæða eftir kjördæmum sem skiluðu engum þingmanni. Það er auðvitað alvarlegt umhugsunarefni fyrir okkur í lýðræðissamfélagi að sú staða skuli vera uppi. Það er líka áhyggjuefni fyrir okkur jafnaðarmenn og félagshyggjufólk á Íslandi að þessi sundrungartilheigingin virðist alltaf gera vart við sig með nokkurra ára millibili," segir Ólína.
Kosningar 2013 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Sjá meira