Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði einnig í samtali við fréttamenn eftir fundinn með forseta að sigurvegarar kosninganna myndu koma saman í dag til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður og hann vonaðist til þess að samkomulag myndi nást fyrir vikulok.
Bjarni mætti fyrstur
Bjarni mætti til fundar með Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum klukkan ellefu. Bjarni talaði ekki við fjölmiðlafólk áður en hann fór til fundarins.
Ólafur Ragnar og Bjarni munu funda í einn og hálfan tíma og síðan mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mæta til fundar klukkan hálfeitt og funda jafn lengi með forsetanum. Í ræðu sinni í gær sagði Ólafur Ragnar að hann myndi skoða marga þætti þegar það væri ákveðið hvaða flokkur fengi umboðið til þess að mynda ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn er ögn stærri en Framsóknarflokkurinn en báðir eru þeir með jafn marga þingmenn.
Framsóknarflokkurinn bætti mestu við sig
Framsóknarflokkurinn bætti þó mestu við sig í kosningunum og vilja sumir meina að þeir séu ótvíræðir sigurvegarar kosninganna.
