Samhljómur varðandi ýmis mál Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2013 19:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa rætt sérstaklega við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um stjórnarmyndun. Leiðtogar flokkanna sex sem náðu inn á þing í kosningum gærdagsins ræddu málin í kvöld við Kristján Má Unnarsson í myndveri Stöðvar 2. Sigmundur segir forseta Íslands hafa boðað sig á fund á morgun og Bjarni tekur í sama streng. „Við höfum ekki hafið neinar stjórnarmyndunarumræður. Það er eðlilegt að menn fari að þreifa fyrir sér og ég hef sagt það oft. að tveggja flokka stjórn finnst mér vera fyrsti valkostur,“ segir Bjarni, og segir að það hljóti að koma til greina að Sjálfstæðisflokkur fái umboð til stjórnarmyndunar. Þá segir Bjarni mikilvægt að stjórnarmyndunarumræður taki stuttan tíma, en Sigmundur segir úrlausnarefnin mjög stór og setur spurningamerki við hve mikið liggi á. Hann segir þó samhljóm varðandi ýmis mál meðal Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.Árni Páll og Katrín eru sammála um að Framsókn eigi að fá umboð til stjórnarmyndunar.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir Framsóknarflokkinn og Bjarta Framtíð ótvíræða sigurvegara kosninganna. Hún telur Sigmund Davíð eiga að fá umboð til stjórnarmyndunar. Það taka þau Árni Páll Árnason hjá Samfylkingunni og Heiða Kristín Helgadóttir hjá Bjartri Framtíð undir. Árni Páll segir öll spilin á hendi þessara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, en að Samfylkingin muni rækja sínar lýðræðislegu skyldur að því leyti að ef til þeirra verði leitað muni þau taka því.Birgitta segir innviði samfélagsins í molum, en Heiða Kristín segir gott tækifæri í stjórnarandstöðu.Heiða Kristín, er staðgengill Guðmundar Steingrímssonar í þættinum, en hún segir það gott tækifæri fyrir flokkinn að vera hluta af stjórnarandstöðu. Birgitta Jónsdóttir hjá Pírötum segist hafa áhyggjur af því að fólk verði vonsvikið þegar ekki verður hægt að efna þau loforð sem hafa verið sett fram. Hún segir innviði samfélagsins í molum. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur í spilaranum efst í fréttinni. Kosningar 2013 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa rætt sérstaklega við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um stjórnarmyndun. Leiðtogar flokkanna sex sem náðu inn á þing í kosningum gærdagsins ræddu málin í kvöld við Kristján Má Unnarsson í myndveri Stöðvar 2. Sigmundur segir forseta Íslands hafa boðað sig á fund á morgun og Bjarni tekur í sama streng. „Við höfum ekki hafið neinar stjórnarmyndunarumræður. Það er eðlilegt að menn fari að þreifa fyrir sér og ég hef sagt það oft. að tveggja flokka stjórn finnst mér vera fyrsti valkostur,“ segir Bjarni, og segir að það hljóti að koma til greina að Sjálfstæðisflokkur fái umboð til stjórnarmyndunar. Þá segir Bjarni mikilvægt að stjórnarmyndunarumræður taki stuttan tíma, en Sigmundur segir úrlausnarefnin mjög stór og setur spurningamerki við hve mikið liggi á. Hann segir þó samhljóm varðandi ýmis mál meðal Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.Árni Páll og Katrín eru sammála um að Framsókn eigi að fá umboð til stjórnarmyndunar.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir Framsóknarflokkinn og Bjarta Framtíð ótvíræða sigurvegara kosninganna. Hún telur Sigmund Davíð eiga að fá umboð til stjórnarmyndunar. Það taka þau Árni Páll Árnason hjá Samfylkingunni og Heiða Kristín Helgadóttir hjá Bjartri Framtíð undir. Árni Páll segir öll spilin á hendi þessara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, en að Samfylkingin muni rækja sínar lýðræðislegu skyldur að því leyti að ef til þeirra verði leitað muni þau taka því.Birgitta segir innviði samfélagsins í molum, en Heiða Kristín segir gott tækifæri í stjórnarandstöðu.Heiða Kristín, er staðgengill Guðmundar Steingrímssonar í þættinum, en hún segir það gott tækifæri fyrir flokkinn að vera hluta af stjórnarandstöðu. Birgitta Jónsdóttir hjá Pírötum segist hafa áhyggjur af því að fólk verði vonsvikið þegar ekki verður hægt að efna þau loforð sem hafa verið sett fram. Hún segir innviði samfélagsins í molum. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur í spilaranum efst í fréttinni.
Kosningar 2013 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira