Leikstjórnandinn Aaron Rodgers verður áfram hjá Green Bay Packers til loka tímabilsins 2019. Þetta sögðu bandarískir fjölmiðlar í dag.
Rodgers á tvö ár eftir af núverandi samningi sínum og Rodgers mun hafa skrifað undir fimm ára framlengingu á honum.
Ef Rodgers klárar samninginn fær hann 110 milljónir dollara í laun, samtals 13 milljarða króna. Það er tryggt að hann fái minnst 40 milljónir dollara.
Rodgers fær 20 milljónir dollara fyrir að klára núverandi samning og er því talan komin upp í samtals 130 milljónir dollara - 15,2 milljarða króna. Þetta mun gera hann að launahæsta leikmanni í sögu NFL-deildarinnar.
Samningurinn er á pari við risasamninginn sem Joe Flacco gerði við Baltimore Ravens eftir að hann leiddi sitt lið til sigurs í Superbowl í upphafi ársins. Flacco gerði sex ára samning sem var 120,6 milljóna dollara virði - rúmlega 14 milljarða króna.
„Ég er spenntur fyrir framtíðinni og veit að hún verður hér hjá þessu frábæra liði,“ sagði Rodgers nýverið í fjölmiðla ytra.
Gerði 13 milljarða króna samning
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn




Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti
