Um 25 þúsund búnir að kjósa 26. apríl 2013 12:06 Fleiri kjósa utan kjörfundar en áður og kjörstjóri telur frídag í gær spila þar inn í. Einnig sé fólk meira á faraldsfæti en oft áður. Nær 25 þúsund manns höfðu kosið utan kjörfundar í gærkvöldi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Reykjavík fer fram í Laugardalshöllinni og í gærkvöldi höfðu 13.201 kosið þar. Sambærileg tala frá Alþingiskosningunum árið 2009 var 8600, svo ljóst er að töluvert fleiri kjósa utan kjörfundar nú. Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Reykjavík, segir þróunina í þá átt að fleiri kjósi utan kjörfundar og við spurðum hana um skýringar á því. „Já, kannski fólk sé meira á faraldsfæti. Það var auðvitað frídagur í gær og það hefur eflaust eitthvað að segja." Í gærkvöldi höfðu alls borist 24.856 atkvæði og eru þar taldir allir sýslumenn á landinu auk sendiráða erlendis. „Aðsend atkvæði eru 3708 þannig að samtalan er 28.124 en eins og ég hef oft sagt geta þau að hluta til verið fyrsta skipti og að hluta til verið talin aftur." Bergþóra á þar við að sum atkvæðin hafi borist frá sendiráði til einhvers af sýslumönnunu og geti því hafa verið tvítalin. Hún segir atkvæðagreiðsluna hafa gengið vel og verið jafna alla vikuna. „Við verðum með opið milli 10 og 17 á morgun fyrir þá sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu, það er að segja þá sem ekki eru í suðvesturkjördæmi og ekki Reykjavík suður eða norður, því þeir fara náttúrulega í sína kjördeild á morgun á kjördegi. En aðrir geta komið og við komum þeim atkvæðum á leiðarenda,“ segir Bergþóra. Kosningar 2013 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fleiri kjósa utan kjörfundar en áður og kjörstjóri telur frídag í gær spila þar inn í. Einnig sé fólk meira á faraldsfæti en oft áður. Nær 25 þúsund manns höfðu kosið utan kjörfundar í gærkvöldi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Reykjavík fer fram í Laugardalshöllinni og í gærkvöldi höfðu 13.201 kosið þar. Sambærileg tala frá Alþingiskosningunum árið 2009 var 8600, svo ljóst er að töluvert fleiri kjósa utan kjörfundar nú. Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Reykjavík, segir þróunina í þá átt að fleiri kjósi utan kjörfundar og við spurðum hana um skýringar á því. „Já, kannski fólk sé meira á faraldsfæti. Það var auðvitað frídagur í gær og það hefur eflaust eitthvað að segja." Í gærkvöldi höfðu alls borist 24.856 atkvæði og eru þar taldir allir sýslumenn á landinu auk sendiráða erlendis. „Aðsend atkvæði eru 3708 þannig að samtalan er 28.124 en eins og ég hef oft sagt geta þau að hluta til verið fyrsta skipti og að hluta til verið talin aftur." Bergþóra á þar við að sum atkvæðin hafi borist frá sendiráði til einhvers af sýslumönnunu og geti því hafa verið tvítalin. Hún segir atkvæðagreiðsluna hafa gengið vel og verið jafna alla vikuna. „Við verðum með opið milli 10 og 17 á morgun fyrir þá sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu, það er að segja þá sem ekki eru í suðvesturkjördæmi og ekki Reykjavík suður eða norður, því þeir fara náttúrulega í sína kjördeild á morgun á kjördegi. En aðrir geta komið og við komum þeim atkvæðum á leiðarenda,“ segir Bergþóra.
Kosningar 2013 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira