Wallace-bikarinn til Garpa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2013 10:45 Garpar, Íslandsmeistarar í krullu 2013 (f.v.): Kristján Bjarnason, Ólafur Hreinsson, Hallgrímur Valsson, Gunnar H. Jóhannesson og Árni Grétar Árnason. Mynd/Sigurgeir Haraldsson Garpar hömpuðu í gærkvöldi Íslandsmeistaratitlinum í krullu eftir stórsigur á Skyttunum í úrslitaleik sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri. Mammútar unnu bronsið með sigri á Ís-lendingum. Sjö lið, öll úr Krulludeild Skautafélags Akureyrar, tóku þátt í deildarkeppni sem fram fór í janúar, febrúar og mars. Fjögur þeirra áttust svo við í úrslitakeppni. Lið Mammúta átti bæði deildarmeistara- og Íslandsmeistaratitil að verja. Liðið fór ósigrað í gegnum deildarkeppnina og fékk í gær afhentan deildarmeistarabikarinn. Þegar í úrslitakeppnina kom tapaði liðið fyrir Görpum í fyrstu umferðinni. Garpar höfðu lent í 2. sæti deildarkeppninnar og komust með sigrinum beint í úrslitaleikinn.Hallgrímur Valsson, formaður Krulludeildar SA, afhendir Mammútum deildarmeistarabikarinn. Lið Mammúta (f.v.): Sveinn H. Steingrímsson, Ólafur Freyr Númason, Jens Kristinn Gíslason og Jón Ingi Sigurðsson fyrirliði. Á myndina vantar Ragnar Jón Ragnarsson liðsmann Mammúta.Mynd/Sigurgeir HaraldssonMammútar léku undanúrslitaleik gegn Skyttunum sem urðu í 3. sæti í deildarkeppninni. Þar höfðu Skytturnar betur og léku því til úrslita gegn Görpum í gærkvöldi, en Mammútar mættu Ís-lendingum í leik um bronsið. Ís-lendingar komust í úrslitakeppnina eftir sigur í aukaleik gegn Víkingum, en töpuðu síðan fyrir Skyttunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikirnir í gærkvöldi voru eins og svart og hvítt. Garpar náðu strax yfirhöndinni gegn Skyttunum í leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu hverja umferðina á fætur annarri og þegar leiknar höfðu verið sjö umferðir, sem Garpar unnu allar, var staðan orðin 9-0 og sigurinn tryggður. Garpar eru því Íslandsmeistarar í krullu 2013, en þetta er í annað sinn sem þeir hampa titlinum. Lið Garpa er þannig skipað: Hallgrímur Valsson fyrirliði, Árni Grétar Árnason, Gunnar H. Jóhannesson, Kristján Bjarnason og Ólafur Hreinsson.Silfurliðið á Íslandsmótinu í krullu 2013, Skytturnar (f.v.): Sigurgeir Haraldsson, Leifur Ólafsson, Tryggvi Gunnarsson og Jón S. Hansen fyrirliði.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÍ leiknum um bronsið skoruðu Ís-lendingar fyrsta stigið, en síðan sigu Mammútar framúr og komust í 5-1. Þá snérist leikurinn og Ís-lendingar söxuðu á forskotið. Fyrir áttundu og síðustu umferðina munaði tveimur stigum, staðan 6-4 Mammútum í vil. Þegar koma að síðasta steini leiksins áttu Ís-lendingar gott færi til að skora þrjú stig með því að skjóta út steini Mammúta, en það tókst ekki og Mammútar fengu stigið og þar með sigur í leiknum, 7-4.Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, afhentir Hallgrími Valssyni, fyrirliða Garpa, Wallace-bikarinn, Íslandsmeistarabikarinn í krullu 2013. Lið Garpa (f.v.): Kristján Bjarnason, Ólafur Hreinsson, Hallgrímur Valsson, Gunnar H. Jóhannesson og Árni Grétar Árnason.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÞetta er í tólfta skiptið sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í krullu. Íslandsmótið fór fyrst fram 2002 og hefur verið keppt um titilinn á hverju ári síðan. Keppt er um svokallaðan Wallace-bikar, sem gefin var af hjónum af vestur-íslenskum ættum í Seattle í Bandaríkjunum í tilefni af vígslu Skautahallarinnar á Akureyri. Íþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Sjá meira
Garpar hömpuðu í gærkvöldi Íslandsmeistaratitlinum í krullu eftir stórsigur á Skyttunum í úrslitaleik sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri. Mammútar unnu bronsið með sigri á Ís-lendingum. Sjö lið, öll úr Krulludeild Skautafélags Akureyrar, tóku þátt í deildarkeppni sem fram fór í janúar, febrúar og mars. Fjögur þeirra áttust svo við í úrslitakeppni. Lið Mammúta átti bæði deildarmeistara- og Íslandsmeistaratitil að verja. Liðið fór ósigrað í gegnum deildarkeppnina og fékk í gær afhentan deildarmeistarabikarinn. Þegar í úrslitakeppnina kom tapaði liðið fyrir Görpum í fyrstu umferðinni. Garpar höfðu lent í 2. sæti deildarkeppninnar og komust með sigrinum beint í úrslitaleikinn.Hallgrímur Valsson, formaður Krulludeildar SA, afhendir Mammútum deildarmeistarabikarinn. Lið Mammúta (f.v.): Sveinn H. Steingrímsson, Ólafur Freyr Númason, Jens Kristinn Gíslason og Jón Ingi Sigurðsson fyrirliði. Á myndina vantar Ragnar Jón Ragnarsson liðsmann Mammúta.Mynd/Sigurgeir HaraldssonMammútar léku undanúrslitaleik gegn Skyttunum sem urðu í 3. sæti í deildarkeppninni. Þar höfðu Skytturnar betur og léku því til úrslita gegn Görpum í gærkvöldi, en Mammútar mættu Ís-lendingum í leik um bronsið. Ís-lendingar komust í úrslitakeppnina eftir sigur í aukaleik gegn Víkingum, en töpuðu síðan fyrir Skyttunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikirnir í gærkvöldi voru eins og svart og hvítt. Garpar náðu strax yfirhöndinni gegn Skyttunum í leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu hverja umferðina á fætur annarri og þegar leiknar höfðu verið sjö umferðir, sem Garpar unnu allar, var staðan orðin 9-0 og sigurinn tryggður. Garpar eru því Íslandsmeistarar í krullu 2013, en þetta er í annað sinn sem þeir hampa titlinum. Lið Garpa er þannig skipað: Hallgrímur Valsson fyrirliði, Árni Grétar Árnason, Gunnar H. Jóhannesson, Kristján Bjarnason og Ólafur Hreinsson.Silfurliðið á Íslandsmótinu í krullu 2013, Skytturnar (f.v.): Sigurgeir Haraldsson, Leifur Ólafsson, Tryggvi Gunnarsson og Jón S. Hansen fyrirliði.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÍ leiknum um bronsið skoruðu Ís-lendingar fyrsta stigið, en síðan sigu Mammútar framúr og komust í 5-1. Þá snérist leikurinn og Ís-lendingar söxuðu á forskotið. Fyrir áttundu og síðustu umferðina munaði tveimur stigum, staðan 6-4 Mammútum í vil. Þegar koma að síðasta steini leiksins áttu Ís-lendingar gott færi til að skora þrjú stig með því að skjóta út steini Mammúta, en það tókst ekki og Mammútar fengu stigið og þar með sigur í leiknum, 7-4.Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, afhentir Hallgrími Valssyni, fyrirliða Garpa, Wallace-bikarinn, Íslandsmeistarabikarinn í krullu 2013. Lið Garpa (f.v.): Kristján Bjarnason, Ólafur Hreinsson, Hallgrímur Valsson, Gunnar H. Jóhannesson og Árni Grétar Árnason.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÞetta er í tólfta skiptið sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í krullu. Íslandsmótið fór fyrst fram 2002 og hefur verið keppt um titilinn á hverju ári síðan. Keppt er um svokallaðan Wallace-bikar, sem gefin var af hjónum af vestur-íslenskum ættum í Seattle í Bandaríkjunum í tilefni af vígslu Skautahallarinnar á Akureyri.
Íþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Sjá meira