Píratar og Regnboginn með hæsta hlutfall jákvæðra frétta Helga Arnardóttir skrifar 25. apríl 2013 16:05 Píratar og Regnboginn fá jákvæðustu umfjöllunina. Píratar og Regnboginn eru með hæsta hlutfall jákvæðra frétta sem fluttar hafa verið af kosningunum undanfarna tvo mánuði samkvæmt úttekt Fjölmiðlavaktarinnar. Framsóknarflokkur kemur þar næst á eftir. Fjölmiðlavaktin hefur fylgst með fréttaflutningi í aðdraganda kosninganna í ljósvaka, prent- og netmiðlum og tekið saman allar fréttir sem hafa verið fluttar af flokkunum sem bjóða nú fram til Alþingis. Fréttirnar voru fluttar á tímabilinu frá fyrsta mars til 23.apríl. Lagt var mat á hverja frétt sem flutt hefur verið um hvert framboð og þær flokkaðar ýmist sem jákvæð, neikvæð, hvorki né eða jöfnuð umfjöllun. Í ljós kom að þótt mun færri fréttir hafi verið fluttar af Pírötum og Regnboganum í fjölmiðlum en til að mynda fjórflokknum sem eru með yfirgnæfandi meirihluta frétta þá eru þessi tvö framboð með hæsta hlutfall jákvæðra frétta. Regnboginn trónir efstur með 27% jákvæðra frétta af tæplega 150 fréttum sem hafa verið fluttar af flokknum. Píratar koma næstir á eftir með 24% jákvæðra frétt af tæplega fjögur hundruð fréttum sem hafa verið fluttar. Framsóknarflokkurinn sem þó er með mun fleiri fréttir eða tæplega 1500 talsins kemur næst á eftir Pírötum með 21% jákvæðra frétta. Sjálfstæðisflokkurinn sem er með tæplega 1900 fréttir á umræddu tímabili er hins vegar með hæsta hlutfall neikvæðra frétta eða 11% og 14% jákvæðra frétta. Framsóknarflokkurinn kemur þar næst á eftir með 9% neikvæðra frétta. Samfylkingin og Vinstri grænir eru svo með 7% neikvæðra frétta en stjórnarflokkarnir tveir eru með langflestar fréttir af öllum flokkum. Samfylking er með tæplega 2600 fréttir og hlutfall jákvæðra frétta er 17% og Vinstri grænir með tæplega 2200 fréttir þar sem hlutfall jákvæðra frétta er 14%. Magnús Heimisson almannatengill og stjórnmálafræðingur hjá Fjölmiðlavaktinni segir greiningu á fréttum fara eftir reglum alþjóðasamtaka greiningarfyrirtækja. „Allar fréttir sem við metum sem hafa kynningarlegt gildi fyrir viðkomandi framboð, auglýsing á stefnumálum, viðtöl við frambjóðendur og svo framvegis metum við sem jákvæða umfjöllun. Öll gagnrýni til dæmis eins og aðsendar greinar, fréttir þar sem verið er að gagnrýna stjórnmálaflokkanna metum við sem neikvæða umfjöllun og allt þar á milli er hvorki né." Samkvæmt vinnureglum Fjölmiðlavaktarinnar er frétt metin jákvæð ef hún er talin skapa jákvætt viðhorf hjá lesendum, hlustendum eða áhorfendum til viðkomandi framboðs. Frétt er metin hvorki né ef ekki eru taldar líkur á að hún auki við jákvætt eða neikvætt viðhorf í garð framboðsins. Frétt er metin neikvæð ef hún er talin líkleg til að skapa neikvætt viðhorf gagnvart viðkomandi framboði. Þá er frétt flokkuð í svokallaða jafnaða umfjöllun ef um neikvæða frétt er að ræða en fram koma skýr sjónarmið frá þeim sem um ræðir, sem dregur úr neikvæðum viðhorfum. Kosningar 2013 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
Píratar og Regnboginn eru með hæsta hlutfall jákvæðra frétta sem fluttar hafa verið af kosningunum undanfarna tvo mánuði samkvæmt úttekt Fjölmiðlavaktarinnar. Framsóknarflokkur kemur þar næst á eftir. Fjölmiðlavaktin hefur fylgst með fréttaflutningi í aðdraganda kosninganna í ljósvaka, prent- og netmiðlum og tekið saman allar fréttir sem hafa verið fluttar af flokkunum sem bjóða nú fram til Alþingis. Fréttirnar voru fluttar á tímabilinu frá fyrsta mars til 23.apríl. Lagt var mat á hverja frétt sem flutt hefur verið um hvert framboð og þær flokkaðar ýmist sem jákvæð, neikvæð, hvorki né eða jöfnuð umfjöllun. Í ljós kom að þótt mun færri fréttir hafi verið fluttar af Pírötum og Regnboganum í fjölmiðlum en til að mynda fjórflokknum sem eru með yfirgnæfandi meirihluta frétta þá eru þessi tvö framboð með hæsta hlutfall jákvæðra frétta. Regnboginn trónir efstur með 27% jákvæðra frétta af tæplega 150 fréttum sem hafa verið fluttar af flokknum. Píratar koma næstir á eftir með 24% jákvæðra frétt af tæplega fjögur hundruð fréttum sem hafa verið fluttar. Framsóknarflokkurinn sem þó er með mun fleiri fréttir eða tæplega 1500 talsins kemur næst á eftir Pírötum með 21% jákvæðra frétta. Sjálfstæðisflokkurinn sem er með tæplega 1900 fréttir á umræddu tímabili er hins vegar með hæsta hlutfall neikvæðra frétta eða 11% og 14% jákvæðra frétta. Framsóknarflokkurinn kemur þar næst á eftir með 9% neikvæðra frétta. Samfylkingin og Vinstri grænir eru svo með 7% neikvæðra frétta en stjórnarflokkarnir tveir eru með langflestar fréttir af öllum flokkum. Samfylking er með tæplega 2600 fréttir og hlutfall jákvæðra frétta er 17% og Vinstri grænir með tæplega 2200 fréttir þar sem hlutfall jákvæðra frétta er 14%. Magnús Heimisson almannatengill og stjórnmálafræðingur hjá Fjölmiðlavaktinni segir greiningu á fréttum fara eftir reglum alþjóðasamtaka greiningarfyrirtækja. „Allar fréttir sem við metum sem hafa kynningarlegt gildi fyrir viðkomandi framboð, auglýsing á stefnumálum, viðtöl við frambjóðendur og svo framvegis metum við sem jákvæða umfjöllun. Öll gagnrýni til dæmis eins og aðsendar greinar, fréttir þar sem verið er að gagnrýna stjórnmálaflokkanna metum við sem neikvæða umfjöllun og allt þar á milli er hvorki né." Samkvæmt vinnureglum Fjölmiðlavaktarinnar er frétt metin jákvæð ef hún er talin skapa jákvætt viðhorf hjá lesendum, hlustendum eða áhorfendum til viðkomandi framboðs. Frétt er metin hvorki né ef ekki eru taldar líkur á að hún auki við jákvætt eða neikvætt viðhorf í garð framboðsins. Frétt er metin neikvæð ef hún er talin líkleg til að skapa neikvætt viðhorf gagnvart viðkomandi framboði. Þá er frétt flokkuð í svokallaða jafnaða umfjöllun ef um neikvæða frétt er að ræða en fram koma skýr sjónarmið frá þeim sem um ræðir, sem dregur úr neikvæðum viðhorfum.
Kosningar 2013 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira