Ef landið væri eitt kjördæmi myndu öll framboðin ná manni inn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. apríl 2013 15:40 Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þannig sýnir hún að aðeins tvö þessara framboða næðu manni inn á þing ef að kosið yrði nú. Nærri helmingur þessara atkvæða eða rúm 11% skila engum þingmanni. Ef landið væri allt eitt kjördæmi og enginn þröskuldur væri fyrir því að fá þingsæti myndu öll fimmtán framboðin sem bjóða fram til þingkosninganna nái manni inn á þing. Þetta segir stjórnmálafræðingur. Hann segir mögulegt að stuðningsmenn minni flokka skipti um skoðun á kjördag þegar skoðanakannanir sýni að 11% atkvæða muni falla dauð. Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þannig sýnir hún að aðeins tvö þessara framboða næðu manni inn á þing ef að kosið yrði nú. Nærri helmingur þessara atkvæða eða rúm 11% skila engum þingmanni. Til að eiga möguleika jöfnunarþingsæti þurfa flokka að minnsta kosti 5% fylgi á landsvísu í kosningunum um helgina. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. „Það er bara mjög umdeilt hvort að það eigi að vera svona þröskuldur. Svo er það líka misjafnt hvað þröskuldur er hár. Við skulum átta okkur á því að þetta er ekki nein íslensk uppfinning að vera með þröskuld. Svíar eru með 4% þröskuld þannig að það er aðeins auðveldara að komast þar inn á þingið. Hugsunin á bak við að hafa svona þröskuld er sú að það fyllist ekki allt þingið af smáflokkum. Það sem liggur að baki því er þá sú hugsun að það verði auðveldara að mynda ríkisstjórn en svo geta menn deilt um hversu lýðræðislegt þetta er,“ segir Grétar Þór. Grétar segir að miða við könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þá hefði það töluverð áhrif ef enginn þröskuldur væri. „Ef að enginn þröskuldur væri og landið væri eitt kjördæmi þá kæmust allir flokkarnir sem bjóða fram á landsvísu á þing,“ segir Grétar Þór. Þannig næðu allir minnstu flokkarnir einum manni inn og sumir jafnvel tveimur. Hann segir mögulegt að það að skoðanakannanir sýni að aðeins tvö nýju framboðanna nái manni inn hafi áhrif á kjósendur. „Núna þegar það er komið svona nálægt kosningum og kannski ekkert eða fátt eða ekkert bendir til þess að litlir flokkar séu nálægt því að komast í 5% þá fari fólk að hugsa kannski taktískt um það og reyna þá að kjósa þannig að atkvæði þeirra nýtist. Það er í auðvitað ein afleiðing af þessu öllu saman bæði því að hafa þröskuldinn og svo að vera með svona mikið af könnunum,“ segir Grétar Þór. Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Ef landið væri allt eitt kjördæmi og enginn þröskuldur væri fyrir því að fá þingsæti myndu öll fimmtán framboðin sem bjóða fram til þingkosninganna nái manni inn á þing. Þetta segir stjórnmálafræðingur. Hann segir mögulegt að stuðningsmenn minni flokka skipti um skoðun á kjördag þegar skoðanakannanir sýni að 11% atkvæða muni falla dauð. Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þannig sýnir hún að aðeins tvö þessara framboða næðu manni inn á þing ef að kosið yrði nú. Nærri helmingur þessara atkvæða eða rúm 11% skila engum þingmanni. Til að eiga möguleika jöfnunarþingsæti þurfa flokka að minnsta kosti 5% fylgi á landsvísu í kosningunum um helgina. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. „Það er bara mjög umdeilt hvort að það eigi að vera svona þröskuldur. Svo er það líka misjafnt hvað þröskuldur er hár. Við skulum átta okkur á því að þetta er ekki nein íslensk uppfinning að vera með þröskuld. Svíar eru með 4% þröskuld þannig að það er aðeins auðveldara að komast þar inn á þingið. Hugsunin á bak við að hafa svona þröskuld er sú að það fyllist ekki allt þingið af smáflokkum. Það sem liggur að baki því er þá sú hugsun að það verði auðveldara að mynda ríkisstjórn en svo geta menn deilt um hversu lýðræðislegt þetta er,“ segir Grétar Þór. Grétar segir að miða við könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þá hefði það töluverð áhrif ef enginn þröskuldur væri. „Ef að enginn þröskuldur væri og landið væri eitt kjördæmi þá kæmust allir flokkarnir sem bjóða fram á landsvísu á þing,“ segir Grétar Þór. Þannig næðu allir minnstu flokkarnir einum manni inn og sumir jafnvel tveimur. Hann segir mögulegt að það að skoðanakannanir sýni að aðeins tvö nýju framboðanna nái manni inn hafi áhrif á kjósendur. „Núna þegar það er komið svona nálægt kosningum og kannski ekkert eða fátt eða ekkert bendir til þess að litlir flokkar séu nálægt því að komast í 5% þá fari fólk að hugsa kannski taktískt um það og reyna þá að kjósa þannig að atkvæði þeirra nýtist. Það er í auðvitað ein afleiðing af þessu öllu saman bæði því að hafa þröskuldinn og svo að vera með svona mikið af könnunum,“ segir Grétar Þór.
Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira