„Ekkert vit í því að taka slíkri áskorun“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. apríl 2013 12:34 Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. „Það má segja að það sé ákveðið ósamræmi í því að skora Sigmund á hólm en taka svo ekki áskorun sjálfur,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði um svar Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, til Þorvalds Gylfasonar hjá Lýðræðisvaktinni, þar sem hann hafnar því að mæta honum í kappræðum. Áskoranir um kappræðueinvígi hafa flogið fram og til baka meðal formanna flokkanna í aðdraganda kosninganna, en enn hafa engin einvígi átt sér stað. Árni Páll skoraði upphaflega á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, sem hefur ekki svarað Árna Páli. „En þrátt fyrir ósamræmið er ekkert vit í því fyrir Árna Pál að taka slíkri áskorun,“ segir Gunnar Helgi um áskorun Þorvalds. „Það má segja að þetta sé ákveðin goggunarröð. Þeir sem standa höllum fæti í kosningabaráttunni hafa engu að tapa í svona einvígi en þeir sem standa vel hafa kannski ekki svo mikinn áhuga á því. Þó Árni Páll sé ekki með nema þrettán prósent fylgi þá stendur hann vel miðað við þann sem skoraði á hann. Hver gæti þá hugsanlegur gróði hans verið í kappræðum við einhvern sem mælist tvö prósent?“Kappræðuáskoranir hafa gengið á víxl meðal formanna flokkanna. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B), Árni Páll Árnason (S), Bjarni Benediktsson (D) og Þorvaldur Gylfason (L).Í léttum dúr áður fyrr Gunnar Helgi segir ekki mikla hefð fyrir kappræðum formanna stjórnmálaflokka hér á landi, að minnsta kosti ekki þar sem einn mætir einum. „Hér áður fyrr var auðvitað mikið um fundahöld í kringum kosningabaráttu í kjördæmunum, og oft í formi kappræðufunda þar sem voru kannski ekki margir frambjóðendur að eigast við. En oft var þetta nú svona hálfgerður farsi. Það kom enginn til að sannfærast heldur til að sjá sinn mann glíma við andstæðinginn, og þá oft í léttum dúr.“ Kosningar 2013 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Það má segja að það sé ákveðið ósamræmi í því að skora Sigmund á hólm en taka svo ekki áskorun sjálfur,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði um svar Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, til Þorvalds Gylfasonar hjá Lýðræðisvaktinni, þar sem hann hafnar því að mæta honum í kappræðum. Áskoranir um kappræðueinvígi hafa flogið fram og til baka meðal formanna flokkanna í aðdraganda kosninganna, en enn hafa engin einvígi átt sér stað. Árni Páll skoraði upphaflega á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, sem hefur ekki svarað Árna Páli. „En þrátt fyrir ósamræmið er ekkert vit í því fyrir Árna Pál að taka slíkri áskorun,“ segir Gunnar Helgi um áskorun Þorvalds. „Það má segja að þetta sé ákveðin goggunarröð. Þeir sem standa höllum fæti í kosningabaráttunni hafa engu að tapa í svona einvígi en þeir sem standa vel hafa kannski ekki svo mikinn áhuga á því. Þó Árni Páll sé ekki með nema þrettán prósent fylgi þá stendur hann vel miðað við þann sem skoraði á hann. Hver gæti þá hugsanlegur gróði hans verið í kappræðum við einhvern sem mælist tvö prósent?“Kappræðuáskoranir hafa gengið á víxl meðal formanna flokkanna. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B), Árni Páll Árnason (S), Bjarni Benediktsson (D) og Þorvaldur Gylfason (L).Í léttum dúr áður fyrr Gunnar Helgi segir ekki mikla hefð fyrir kappræðum formanna stjórnmálaflokka hér á landi, að minnsta kosti ekki þar sem einn mætir einum. „Hér áður fyrr var auðvitað mikið um fundahöld í kringum kosningabaráttu í kjördæmunum, og oft í formi kappræðufunda þar sem voru kannski ekki margir frambjóðendur að eigast við. En oft var þetta nú svona hálfgerður farsi. Það kom enginn til að sannfærast heldur til að sjá sinn mann glíma við andstæðinginn, og þá oft í léttum dúr.“
Kosningar 2013 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira