Árni Páll hefur litla trú á hugmyndum Framsóknarflokksins Boði Logason skrifar 23. apríl 2013 15:10 Frambjóðendur samankomnir í Hörpu í dag. Mynd/ Íslandsbanki. „Það stenst ekki stjórnarskrá, þetta var rangt og svona yfirlýsingu átti aldrei að gefa,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fundi sem VÍB eignastýring Íslandsbanka hélt í Hörpu í dag með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Hann líkti hugmyndum Framsóknarflokksins, um að nýta eignir erlendra kröfuhafa á Íslandi, við það þegar hugmyndir hafi verið ræddar um að dótturfyrirtæki Magma í Svíþjóð sem keypti HS Orku myndi afskrifa eignir sínar. Árni Páll sagði að núna þætti mönnum gaman að tala digubarkalega þegar kemur að umræðunni um að afskrifa ætti eignir erlenda kröfuhafa íslensku bankanna. Talað hefur verið um að nota ætti það fé til að lækka skuldir heimilanna. Árni Páll sagði að athuga þyrfti að eignarréttur kröfuhafanna væri varinn í stjórnarskrá. Læra ætti af þeim mistökum sem ríkisstjórnin gerði í Magma-málinu. „Það er ekki hægt að gera eignir útlendinga upp að vild,“ sagði Árni Páll.Íslendingar ættu að vera óhræddir við að standa á sínu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að Íslendingar ættu ekki að vera hræddir við að standa á sínu. „Við þekkjum þetta sannarlega úr Icesave-málinu. Rökin voru þau að Íslendingar ættu að vera þægir og borga til að skaða ekki orðspor sitt,“ sagði Sigmundur Davíð. Íslendingar stæðu nú frammi fyrir því að verja rétt sinn „og þá erum við bara að tala um að verja hann innan ramma laganna.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist engar áhyggjur hafa af því að orðspor landsins myndi skaðast ef menn væru þvingaðir í samningaviðræður. Varðandi umræðu um skattalækkanir hér á landi, sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, að engin ástæða væri til að fara í skattahækkanir á næsta kjörtímabili. Þvert á móti væri hægt að fara í skattalækkanir, og tók sem dæmi millitekjuhópinn. Smári McCarthy, kapteinn Pírata, sagði að skattkerfið hér á landi væri að mörgu leyti sanngjarnara en það hefur verið. Það þurfi ekki að gera það einfaldara, heldur gagnsærra. Sagði hann meðal annars að pólítísk óvissa væri miklu skaðlegri en markaðsóvissa.Samstaðan mikilvæg Heiða Kristín Helgadóttir, frá Bjartri Framtíð, sagði að allir flokkar þyrftu að ná samstöðu um að afnema gjaldeyrishöftin. Enda hefðu þau mikil áhrif á atvinnulífið hér á landi. Vel var veitt í Hörpu í dag. Fundargestir fengu heitan mat á borð til sín, og gátu valið á milli þess að drekka Appelsín, Pepsi Max eða Egils Kristal. Stjórnmálaleiðtogarnir fengu þó aðeins tært íslenskt vatn að drekka. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, stjórnaði umræðunum. Kosningar 2013 Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
„Það stenst ekki stjórnarskrá, þetta var rangt og svona yfirlýsingu átti aldrei að gefa,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fundi sem VÍB eignastýring Íslandsbanka hélt í Hörpu í dag með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Hann líkti hugmyndum Framsóknarflokksins, um að nýta eignir erlendra kröfuhafa á Íslandi, við það þegar hugmyndir hafi verið ræddar um að dótturfyrirtæki Magma í Svíþjóð sem keypti HS Orku myndi afskrifa eignir sínar. Árni Páll sagði að núna þætti mönnum gaman að tala digubarkalega þegar kemur að umræðunni um að afskrifa ætti eignir erlenda kröfuhafa íslensku bankanna. Talað hefur verið um að nota ætti það fé til að lækka skuldir heimilanna. Árni Páll sagði að athuga þyrfti að eignarréttur kröfuhafanna væri varinn í stjórnarskrá. Læra ætti af þeim mistökum sem ríkisstjórnin gerði í Magma-málinu. „Það er ekki hægt að gera eignir útlendinga upp að vild,“ sagði Árni Páll.Íslendingar ættu að vera óhræddir við að standa á sínu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að Íslendingar ættu ekki að vera hræddir við að standa á sínu. „Við þekkjum þetta sannarlega úr Icesave-málinu. Rökin voru þau að Íslendingar ættu að vera þægir og borga til að skaða ekki orðspor sitt,“ sagði Sigmundur Davíð. Íslendingar stæðu nú frammi fyrir því að verja rétt sinn „og þá erum við bara að tala um að verja hann innan ramma laganna.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist engar áhyggjur hafa af því að orðspor landsins myndi skaðast ef menn væru þvingaðir í samningaviðræður. Varðandi umræðu um skattalækkanir hér á landi, sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, að engin ástæða væri til að fara í skattahækkanir á næsta kjörtímabili. Þvert á móti væri hægt að fara í skattalækkanir, og tók sem dæmi millitekjuhópinn. Smári McCarthy, kapteinn Pírata, sagði að skattkerfið hér á landi væri að mörgu leyti sanngjarnara en það hefur verið. Það þurfi ekki að gera það einfaldara, heldur gagnsærra. Sagði hann meðal annars að pólítísk óvissa væri miklu skaðlegri en markaðsóvissa.Samstaðan mikilvæg Heiða Kristín Helgadóttir, frá Bjartri Framtíð, sagði að allir flokkar þyrftu að ná samstöðu um að afnema gjaldeyrishöftin. Enda hefðu þau mikil áhrif á atvinnulífið hér á landi. Vel var veitt í Hörpu í dag. Fundargestir fengu heitan mat á borð til sín, og gátu valið á milli þess að drekka Appelsín, Pepsi Max eða Egils Kristal. Stjórnmálaleiðtogarnir fengu þó aðeins tært íslenskt vatn að drekka. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, stjórnaði umræðunum.
Kosningar 2013 Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira