Tólf þúsund eintök af framsóknarblaði í vitlaust kjördæmi VG skrifar 22. apríl 2013 19:50 Forsíða Dagur Austri sem meðal annar Ísfirðingar fengu inn um lúguna. „Ég er búinn að frétta af blaðinu á Ísafirði og á Hvammstanga,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, ritstjóri framsóknarblaðsins, Dagur Austri, sem kom út í dag og átti að dreifa í kjördæmi formanns Framsóknarflokksins - Norðausturkjördæmi. Það vildi þó ekki betur til en að tólf þúsund eintök, af sextán þúsund, enduðu í næsta kjördæmi, það er að segja Norðvesturkjördæmi. „Þetta uppgötvaðist í morgun,“ útskýrir Stefán Bogi en það var Pósturinn sem átti að dreifa blaðinu. Þegar í ljós kom að það átti eftir að dreifa fjögur þúsund eintökum áttuðu menn sig á mistökunum. Blaðið, sem prýðir Sigmund Davíð Gunnlaugsson á forsíðu undir fyrirsögninni „Þetta kjördæmi bjó mig til sem pólitíkus“ endaði meðal annars á Ísafirði og á Hvammstanga. „Það er verið að vinna í því að kalla þetta til baka,“ segir Stefán Bogi en ekki er búið að bera öll blöðin út í hús þó þau hafi verið send í vitlaust kjördæmi. Því er Stefán nokkuð bjartsýnn á endurheimtur, þó staðan skýrist ekki fyrr en í fyrramálið.Stefán Bogi Sveinsson tekur mistökunum af stóiskri ró.Stefán Bogi tekur mistökunum af stóískri ró. Spurður um áhrif þess að senda svo mörg eintök í vitlaust kjördæmi svarar hann: „Þetta er nú svona frekar óheppilegt stress á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Stefán Bogi kvíðir þó ekki að mistök póstsins eigi eftir að hafa mikil áhrif á baráttuna, enda Framsóknarflokkurinn alltaf verið mjög sterkur í Norðausturkjördæmi. „Annars er þetta fyrirmyndarblað og allir íbúar í Vestrinu ættu að hafa gaman af því að lesa það. Það er nú samt frekar hugsað fyrir íbúana í Norðausturkjördæmi,“ segir Stefán Bogi. Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að fá blaðið inn um lúguna þá er hægt að nálgast það á vef Framsóknarflokksins. Kosningar 2013 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Sjá meira
„Ég er búinn að frétta af blaðinu á Ísafirði og á Hvammstanga,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, ritstjóri framsóknarblaðsins, Dagur Austri, sem kom út í dag og átti að dreifa í kjördæmi formanns Framsóknarflokksins - Norðausturkjördæmi. Það vildi þó ekki betur til en að tólf þúsund eintök, af sextán þúsund, enduðu í næsta kjördæmi, það er að segja Norðvesturkjördæmi. „Þetta uppgötvaðist í morgun,“ útskýrir Stefán Bogi en það var Pósturinn sem átti að dreifa blaðinu. Þegar í ljós kom að það átti eftir að dreifa fjögur þúsund eintökum áttuðu menn sig á mistökunum. Blaðið, sem prýðir Sigmund Davíð Gunnlaugsson á forsíðu undir fyrirsögninni „Þetta kjördæmi bjó mig til sem pólitíkus“ endaði meðal annars á Ísafirði og á Hvammstanga. „Það er verið að vinna í því að kalla þetta til baka,“ segir Stefán Bogi en ekki er búið að bera öll blöðin út í hús þó þau hafi verið send í vitlaust kjördæmi. Því er Stefán nokkuð bjartsýnn á endurheimtur, þó staðan skýrist ekki fyrr en í fyrramálið.Stefán Bogi Sveinsson tekur mistökunum af stóiskri ró.Stefán Bogi tekur mistökunum af stóískri ró. Spurður um áhrif þess að senda svo mörg eintök í vitlaust kjördæmi svarar hann: „Þetta er nú svona frekar óheppilegt stress á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Stefán Bogi kvíðir þó ekki að mistök póstsins eigi eftir að hafa mikil áhrif á baráttuna, enda Framsóknarflokkurinn alltaf verið mjög sterkur í Norðausturkjördæmi. „Annars er þetta fyrirmyndarblað og allir íbúar í Vestrinu ættu að hafa gaman af því að lesa það. Það er nú samt frekar hugsað fyrir íbúana í Norðausturkjördæmi,“ segir Stefán Bogi. Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að fá blaðið inn um lúguna þá er hægt að nálgast það á vef Framsóknarflokksins.
Kosningar 2013 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Sjá meira